Dishonored 2

81ylbunwjjl-_sl1500_

Kynning:

Saga Dishonored 2 gerist 15 árum eftir atburði fyrsta leiksins og í hinu ýmindaða „Empire of the Isles“. Emily Kaldwin sem er núna keisaraynjan er ýtt frá í dularfullu valdaráni þar sem henni og föður hennar er kennt um blóðug morð andstæðinga hennar af systur móður hennar. Hún þarf að hafa sig alla við að finna hvernig það gerðist og refsa þeim sem standa á bakvið það.

Hægt er að spila sem Emily eða Corvo Attano faðir hennar og aðalpersóna Dishonored 1. Bæði hafa þau aðgang af hinum ýmsum dularfullum kröftum sem þau geta nýtt sér til að nálgast borð leiksins á ýmsa vegu.

91zha1bw8vl-_sl1500_

Karnaca er bæði falleg og hættuleg borg.

Saga:

Heimur Dishonored leikjanna er blanda af Evrópskum áhrifum frá um 1850 með „Steam-punk“ áhrifum inn á milli. Dunwall er höfuðborg eyjanna og sögusvið fyrsta leiksins og hluta Dishonored 2. Hún er blanda af London og Edinborg, á meðan hin suðlæga borg Karnaca höfuðborg Serkonos er blanda af Frönskum og Grískum áhrifum.

Tækinni hefur fleygt áfram hratt og mikið af því má rekja til hvalaolíu notkun heimsins. Þessi nýting hefur fært mikla velsæld fyrir vissa hluta heimsins á meðan aðrir lifa í mikilli fátækt og við erfiðar aðstæður.

Hvort sem spilað sé sem Emily eða Corvo þá er farið til Karnaca og kannað hvernig Delilah frænka Emily varð svona voldug og gat náð völdunum jafn auðveldlega í Dunwall. Eins og í fyrri leiknum þá getur sagan farið á mismunandi vegu eftir hve miklu blóði þú ákveður að dreifa og hvort að þú hjálpar þeim sem þú rekst á í gegnum söguna eða ekki.

Helsti vandinn sem ég hafði við söguna er að hún eyðir ekki nægilega miklum tíma í að kynna heiminn og hvað hefur gerst á þessum 15 árum, heldur fleygir þér beint í hringiðuna án þess að draga þig nánar inn í hana.

91497_2_1

Delilah Copperspoon snýr aftur úr DLC pökkum fyrsta leiksins.

Grafík og Hljóð:

Leikurinn keyrir á Void Engine sem er gríðalega uppfærð útgáfa af id Tech 5 grafíkvélinni sem notuð var í Wolfenstein: The New Order og Rage ofl titlum.  Hin bjarta suðlæga borg Karnaca er oft gullfalleg að sjá og áberandi hve mikil vinna var lögð í að gera heiminn sem raunverulegastan og eins og fólk hefði búið þarna kynslóðum saman. Það er ljóst að Arkane Studios í Lyon Frakklandi hafa notað mikið heimasvæðið sitt sem fyrirmynd í leiknum og byggt á því Karnaca.

Módel persónanna er talsvert betri enn í fyrsta leiknum enn mætti samt vera aðeins betri á köflum. Það má ennþá finna þessi ýktu form á sumum persónum og kemur það stundum kjánalega út t.d niður í höfninni þegar þú sérð einn mann þar með hendur sem eru eins og trjábolir.

dishonored-2-outsider

Við fáum að kynnast The Outsider aðeins meir og tengslum hans við söguna, en engan vegin nógu mikið.

Spilun:

Hérna er í raun kjarni leiksins og þess á undan, frelsið að spila hvernig þú vilt er í fyrirrúmi. Viltu laumast um í skuggunum eins og í gömlu Thief leikjunum? Eða viltu stinga óvinina eins og í Assassin‘s Creed leikjunum þá er það líka hægt. Hægt er að blanda þessum saman á hvaða vegu sem maður vill og með kröftunum sem Emily eða Corvo hefur aðgang að þá bíður þetta uppá talsverða möguleika. Einnig er hægt fyrir þá sem vilja hafa þetta enn erfiðara og spila án neinna krafta.

Eitt af því sem er meira af í Dishonored 2 er að borðin eru með meiri hæðar möguleika og nálgun. Það er nóg af leiðum til að komast í gegnum viss svæði og jafnvel undir vissum kringumstæðum að sleppa við eitt borðið nær algerlega ef þú leysir erfiða þraut.

Framleiðendurnir töluðu um í viðtölum að það væri ekki gott að byrja á því að fara í gegnum leikinn án þess að sjást og drepa engan endilega, heldur frekar að laga sig að aðstæðunum og sjá hvernig þú getur leyst málin í staðin. Eftir að hafa klárað leikinn án þess að sjást eða drepa neinn og síðan prufa hina leiðina þá er ég sammála því. Óvinir eiga auðveldara með að sjá þig í felum bakvið eitthvað núna og þá skiptir meira að vera með góða yfirsýn yfir umhverfið og stöðu óvinanna á svæðinu.

Til að sjá alla þá möguleika sem er í boði í spilun þá er mælt með að þú farir í gegnum leikinn einu sinni sem Emily og annað skipti sem Corvo. Kosturinn við að spila leikinn aftur er að þá kanntu meira á hann og heiminn og ert óhræddari að taka áhættur og gera tilraunir með nýjar leiðir eða taktík.

Galdrakraftarnir sem Emily og Corvo hafa eru ólíkir sem hjálpar til uppá að spila leikinn aftur, Emily er að mörgu leyti vel hönnuð til að laumst um heiminn án þess að sjást eða fjarlægja verði og óvini án þess að neinn taki eftir. Corvo er meira af því sama úr fyrri leik og hentar meira fyrir að láta óvini finna hve beitt vopnin þín eru og valda usla. Bæði hafa þó möguleika á hvaða leikstíl sem ykkur hentar.

Bestu nýju kraftarnir eru hjá Emily í formi Domino, sem tengir örlög fólks saman og þegar þú tekur eitt úr umferð fara hin á sömu leið. Doppelganger býr til staðgengil af Emily sem gott er að nota til að dreifa athygli óvinanna. Shadow Walk breytir þér í svart reykskrímsli sem laumast um. Að lokum er það síðan Far Reach sem er breytt útgáfa af Blink sem Corvo er með.

Ofan á galdra leiksins hefur fólk aðgang að skammbyssum, lásabogum með mismunandi tegundum af örvum, sprengjum ofl. Eitthvað sem kemur að góðum notum þegar barist er við „clockwork“ hermennina sem vísindarmaðurinn Kirin Jindosh hefur skapað fyrir Delilah og hertoga Karnaca.

91500_2_0

Það eru margir möguleikar í boði þegar er blandað saman kröftum og vopnum.

Ending:

Flestir munu klára leikinn á svona 15-20+ tímum og fer það mikið eftir hvernig þið spilið leikinn. Eins og í fyrsta leiknum er hægt að fara þetta margfalt hraðar ef þið vitið hvert á að fara og hvað á að gera. Enn þá missið þið af því besta sem leikurinn hefur að bjóða uppá í umhverfi hans, sögu og spilun.

Að prufa sig áfram og sjá hvað virkar og hvað ekki er einn af skemmtilegri og stundum pirrandi hlutum leiksins. Leikurinn er með nokkra enda sem spila út frá hlutum sem leikmenn gera og gera ekki í gegnum hann og hjálpar það uppá endinguna. Einnig að geta spilað sem tvær persónur hjálpa. Eina sem hefði vantað væri new game +, enn Arkanae Studios hafa þó sagt að þetta ásamt nýjum erfiðleika stillingum er væntanlegt í frírri uppfærslu fyrir leikinn.

90446_2_0

Eldri persónur úr fyrsta leiknum og DLC koma við sögu í Dishonored 2.

Lokaorð:

Það er búið að vera gaman að hoppa aftur í þennan iðnbyltingar heim með blöndu af „steam-punk“. Það sem helst er hægt að finna að leiknum er að sagan er ekki nægilega sterk og heldur að leikurinn byggir aðeins of mikið á forvera sýnum og leggur ekki nóg í að búa til nýjar upplifanir fyrir leikmenn.

Þetta er þó verðugt framhald af síðasta leik og það frelsi sem leikurinn býður uppá í spilun er meiriháttar gaman að spila oft. Gervigreindin mætti stundum vera betra og hefði bardagakerfið mátt vera uppfærðara meira á milli leikja enn var gert.

Ég hefði vilja sjá Duke Luca sem Hollywood leikarinn Vincent D‘Onofrio leikur fá meira að gera, hann kom með sterka persónu í raddsetningu sinni sem var ekki nægilega vel nýtt í sögunni. Aðdáendur Thief leikjanna ættu að kannast við rödd Stephen Russel sem rödd Corve í leiknum.

Eitt af því sem stóð uppúr í minni spilun var að spila í hinum breytilega heimi Kirin Jindosh þar sem veggirnir gátu færst til og breytt öllu umhverfinu, einnig var hægt að fara algerlega framhjá því til að sjá nýja hlið af húsinu. Einnig var heimili námu eigandans nokkuð flott að kanna og þann hlut sem leikurinn kynnti til leiks.

Ef að þið hafið gaman af hasar og laumu leikjum þar sem frelsið í spilun er í fyrirrúmi þá ætti Dishonored 2 að hitta í mark.
Einkunn: 8,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Arkane Studios
Útgefandi: Bethesda Softworks
Útgáfudagur: 11.11.2016
Útgáfa spiluð: PS4, einnig til á PC/Xbox One
Heimasíða: https://dishonored.bethesda.net/en

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.