Mafia III viðbætur kynntar

Mafia III mun stækka talsvert á næstu mánuðum, Hangar 13 framleiðandi leiksins kynnti fyrir stuttu þrjár nýjar stórar viðbætur við leikinn sem eru innifaldnar í season passa leiksins.

Fyrst í lok Mars þá kemur ‘Faster, Baby!’ og aðalsögupersónun Lincoln Clay þarf að taka höndum saman með Roxy Laveau til að fjarlægja spilltan lögreglu forringja sem er ráðast á mannréttindar baráttu fólk. Viðbótin mun að mestu gerast í nýjum hluta borgarinnar og mun einblýna á bíla eltingar leiki og flottan akstur í stað að vera fótgangandi.

Í ‘Stones Unturned’ sem stefnir á útgáfu í Maí, þá verður könnuð fortíð Lincoln’s úr Víetnam stríðinu. Gamall kunningi hans snýr aftur til að hrella hann og þarf Lincoln að berjast gegn honum með aðstoð John Donovan liðsmans CIA leyniþjónustunnar sem hjálpaði honum í gegnum sögu Mafia III.

‘Sign of the Times’ er loka DLC efni leiksins og ætti að koma út í Júlí, þar þarf Lincoln að leysa dularfull morðmál sem hafa dulræna tengingu og fær hann hjá prestsins James.

Hangar 13 lofa að þessar viðbætur munu bæta við nýjum hlutum við leikinn ásamt nýjum svæðum. Þeir vara við að tíminn gæti eitthvað hliðrast ef framleiðslan þarf lengri tíma í slípun.

Við gagnrýndum Mafia III í fyrra og höfðum frekar gaman af honum þrátt fyrir einhverja vankanta.