Everything

Framleiðandi: Double Fine Presents & David OReilly
Útgáfudagur: 21.03.2017
Útgáfa spiluð: PS4, einnig til á PC
Heimasíða: http://www.everything-game.com

Það er erfitt að útskýra leik eins og Everything. Er þetta í raun leikur? Reynsla? Göngu hermir? Tilraun? List eða blanda af öllu saman?

Svarið við spurningunni er líklega blanda af þessu öllu og hve mikið þú færð úr Everything spilar mikið inn í hvernig persóna þú ert grunar mér. Fyrir suma sem ræsa gripinn upp fá þeir örugglega leið á snöggum tíma og skilja ekkert í hráu útliti leiksins eða hvernig dýr hans hreyfast. Fyrir aðra getur þetta orðið af vissri upplifun sem nær að snerta dýpra í þeim.

Leikurinn er hannaður af David O’Reilly sem hafði áður gert iOS leikinn Mountain árið 2014, og hefur síðan gert stuttmyndir,  unnið að hönnum útlitis og viðmóts í kvikmyndum eins og, The Hitch’s Hikers Guide to the Galaxy, Her eftir Spike Jonze og leikstýrt þætti í Adventure Time teiknimynda seríunni.

Maður fær að sjá heiminn á ýmsa vegu.

Heimurinn er skapaður af handhófi og gerir það reynslu hvers aðeins öðruvísi, hægt er að velja á milli 3000 dýra og hluta sem er hægt að spila sem, það er síðan hægt að stíga upp eða niður frá þeim í annað tilverustig. Þú getur farið frá að vera ísbjörn yfir í grjót, niður í örveru og upp í vetrarbraut og annað á milli. Hefur þú einhver tíman hugsað um hvað steinn eða stjarna sem svífur um himin geiminn hugsar um? Með að smella á takka í Everything getur þú komist kannski af því. Allar þær hugsanir sem þú rekst á í gegnum spilun þína eru safnaðar saman og er hægt að skima í gegnum þær síðar og reynt að fá dýpri meiningu í hlutina.

Það getur verið friðsælt að synda um höfin sem skjaldbaka.

Þú getur myndað hjarðir dýra, vetrarbrauta, örvera og hlustað á fyrirlestur frá heimspekingnum Alan Watts á meðan. Þessir fyrirlestrar eru frá árunum 1965 til 1973 og eru stutt brot sem pæla í vissri hugmynd. Þær eitt og sér eru þess virði að staldra við og hlusta á, en sem hluti af því sem er í gagni í Everything þá nær þetta að hefja sig upp á annað plan.

Hægt er að leggja PS4 pinnan frá sér og leikurinn heldur áfram án þín, hvort að það sé dýpri marking um að heimurinn er ávallt á ferð, sama hvort að þú tekur þátt eða ekki, er efitt að segja algerlega um. En þetta gefur þó manni hlut til að hugsa um.

Á köflum er Everything, kjánalegur, oft ekki beint hefðbundinn leikur og ekki eitthvað sem er endilega auðvellt að detta inn í. En fyrir þá sem hafa gaman af aðeins öðruvísi reynslum og eru tilbúin að gefa hlutunum séns þá er margt hér til að kanna. Hvað það mun skilja eftir sig fer mikið eftir persónunni sem spilar og hvernig ástand hennar er þá. Eins og í titlum eins og Journey ofl þá er upplifun fólks stundum ólik og hvað það skilur eftir sig líka.

Að segja að leikurinn verður sýrður á köflum er líklega vægt tekið til orða.

Það eru oft súrealískir kaflaar í leiknum sem fá mann til að stoppa og pæla í hvað maður er að gera, að vera með hóp pláneta eða míkróvera í dansi er eitthvað sem er ekki oft upplifað.

Þetta er klárlega ekki fyrir alla, en fyrir ykkur sem langar að taka stökkið og prufa eitthvað öðruvísi þá mæli ég með að skoða þennan nánar, ekki sakar að hann er á £11.99/$14.99 svo það er ekki of dýrt stökkið.

Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.