Stones Unturned viðbótin fyrir Mafia 3 kemur í lok Maí

Hangar 13 og útgefandinn 2K hafa staðfest að annar aukapakki Mafia III, Stones Unturned muni koma út þann 30. Maí næsta.

Í þessari viðbót mun sagan ekki bara snúast um Lincoln Clay, heldur meira vin hans John Donovan sem hann hafði unnið með í hernum og sögu leiksins. Connor Aldridge er svikari sem reyndi að drepa Donovan og hefur komið til New Bordeux til að klára verkið með viðeigandi eyðileggingu.

Viðbótin mun gerast í New Bordeux ásamt nýrri eyju með regnskógi á. Að auki verða ný vopn ofl í boði.

Verðið er ekki staðfest, en má gera ráð fyrir sama verði og fyrir fyrri pakkann.

Hægt er að sjá meira úr viðbótinni í myndbandinu hér fyrir neðan.