Square Enix tekur Final Fantasy VII endurgerðina innanhús til að klára

Final Fantasy VII endurgerðin sem er búin að vera lengi í vinnslu, hefur færst frá að vera unnin að utanliggjandi fyrirtæki yfir til innanhús vinnu hjá útgefandanum Square Enix.

Haoki Hamguchi sem leiddi vinnuna við Lightning Returns: Final Fantasy XIII, hefur tekið við verkefninu.

Hamguchi hafði þetta um að segja í viðtali:

“The information is already available online, but I’ve taken charge on the development side for Final Fantasy VII Remake,” Hamaguchi said. “As for the whole story, (it’s a sensitive topic, but) until now, development was moving forward with external cooperation, but the company has decided to shift to an internal setup, including mass production and quality, because we want to control everything, including quality, on a stable schedule. (I won’t be leaving Mobius Final Fantasy.)”

Final Fantasy VII endurgerðin er búið að vera í vinnslu síðan um 2014 og var opinberlega kynnt á E3 sýningunni 2015. Stefnan er að gefa leikinn út í nokkrum hlutum. Ástæðan sem Square Enix gaf, var að þeir gátu ekki gefið leikinn út í einu lagi án þess að þurfa að taka hluta úr honum. Með þessu þá eiga leikmenn að geta spilað kafla sem voru áður ekki aðgengilegir í upprunalegu útgáfunni af Final Fantasy VII frá árinu 1997.

Hvernig þetta mun koma út er erfitt að segja, margir eru hræddir við að hver hluti mun virka pínu ókláraður og ekki saman heildin. Square Enix áætlar að tækla þetta á sama hátt og með Final Fantasy XIII.