Pólska fyrirtækið People Can Fly gerir leik fyrir Square Enix

Pólska fyrirtækið, People Can Fly sem stóð á bakvið leiki eins og; Painkiller, Bulletstorm og Gears of War: Judgement hefur samið við Japanska útgáfu risann Square-Enix um samstarf.

Nýja verkefnið er sagt vera „stór og frumlegur leikur“ í framleiðslu fyrir PC og leikjavélarnar. Þó engar upplýsingar hafa verið gefnar út eins og er.

Sumar ágiskannir um hvaða verkefni þeir eru að vinna að, er búið að vera að flæða um netið. Margir giska að þetta sé þriðji leikurinn í samningi Square-Enix við Marvel. Fyrsti af þeim er Avengers leikur frá Crystal Dynamics hönnuðum síðustu Tomb Raider leikja, síðari er sagt vera Guardians of the Galaxy verkefni frá Eidos Montreal sem hafa verið að vinna að Deus Ex.

Þó miðað við að þetta á að vera nýtt og frumlegt vefkefni er kannski ólíklegt að þetta sé leikur byggður á Marvel efni. Það er of snemmt til að sjá eitthvað á E3 sem verður nú bráðlega.

Miðað við reynslu Pólska fyrirtækisins, þá má gera ráð fyrir að þeir séu að vinna að skotleik, eitthvað sem útgáfu Square-Enix vantar pínu í pínu þétt RPG leikja safn sitt.

Heimild: OnlySP