E3 2017 – Microsoft Xbox kynningin

Í kvöld hélt Microsoft E3 2017 blaðamanna fund þeirra og svipti hulunni af Project Scorpio loksins. Gripurinn mun heita Xbox One X og smella sér við hliðina á Xbox One S sem kom út í fyrra.

Phil Spencer yfirmaður Xbox deildarinnar byrjaði fundinn og fór yfir tæknilegu hliðar Xbox One X við mikið lófaklapp fólks í salnum.  12GB DDR5 innra minni, 1TB innbyggðan harðan disk, 6 terra flops vinnslugeta, 4K upplausn, HDR stuðningur og 4K UHD Blu-Ray drif eru allt hluti af stóra 4K verkefni fyrirtækisins.

Gripurinn kemur út þann 7. Nóvember næsta og mun kosta um £449/€499/$499/CAD 599/AUS 649. Þetta gerir gróflega um 55 þúsund Íslenskar, má gera við að verðið hérna hækki eitthvað þegar gjöld ofl bætast við.

Phil Spencer lofaði 42 leikjum og þeir stóðu við það og er úr nógu að taka.

Fyrsti leikurinn sem var sýndur og í blússandi 4K upplausn var, Forza Motorsport 7 og leit hann fáránlega vel út eins og við er að búast. Microsoft og Turn 10, lofa 4K upplausn og 60fps ramma hraða á Xbox One X.

Eitthvað sem kom manni skemmtilega á óvart, var að sjá nýjasta leik 4A fyrirtækisins frá Úkraínu, Metro: Exodus. Hann á að koma út á næsta ári og skarta opnari heim en áður. Að segja að hann leit vel út er líklega eins og að segja að vatn sé blautt.

Næst var það Assasin’s Creed: Origins á svæðið. Það er búið að vera ótal lekar um þennan leik í marga mánuði, svo það var gaman að sjá leik Ubisoft loksins keyrandi á sviðinu.  Hann kemur út í lok Okt á PlayStation 4, Xbox One og auðvitað PC.

Heimurinn er opnari en áður og var sýnt úr bardaga á hestbaki, örn sem þú getur notað til að finna óvini, neðansjávar kafla, gullfalleg umhverfi bæði í eyðirmörkinni og borgum forna Egyptarlands. Leikurinn er með RPG hluta og er hægt að bæta persónuna og fá betri vopn og hluti. Gæti orðið spennandi viðbót, leikurinn á að sýna upphafið af Assasins reglunni.

Playerunknown’s Battlegrounds mun koma út fyrst á Xbox One og var sýnt nýtt sýnishorn úr honum. Leikurinn hefur orðið gríðalega vinsæll á PC uppá síðkastið.

Næst komu nokkrir leikir, Deep Rock Galactic, Black Desert Online MMORPG leikurinn, slagsmála leikurinn Dragon Ball FighterZ, Code Vein frá Bandai Namco, Cyberpunk leikurinn The Last Night, Ori and the Will of the Wisp, Tacoma, The Darwin Project, Super Lucky’s Tale, Ashen og síðan slatti af ID@Xbox leikjum. 

Uppvakninga leikurinn State of Decay 2 frá Undead Labs, var næst kynntur. Það er lofað opnari spilun og ákvörðunum sem hafa áhrif á hver lifir af og ekki.

Mojang kynnti plön um uppfærslu við Minecraft sem bætir við 4K upplausn stuðningi ásamt að nú verður hægt að spila á milli PC, leikjavélunum og spjaldtölvum og símum.

Sea of Thieves frá Rare var næst sýndur, leikurinn er sjóræningja leikur  þar sem vinir spila saman að leita að fjársjóði, berjast við óvini og skrímsli, sigla skipum og lenda í ævintýrum. Kemur á Windows 10 og Xbox One á næsta ári.

Cuphead leikurinn sem hefur verið beðið talsvert eftir, hefur loksins fengið útgáfudag á PC og Xbox One. Hann mun koma út 29. Sept næsta og líður virkilega vel út, eins og teiknimyndir frá um 1930.

Crackdown 3 mun koma út þann 7. Nóvember og fékk nýtt sýnishorn með leikaranum Terry Crews í aðalhlutverki til að setja tóninn á leiknum og hasarnum.

Life is Strange fær forsögu í formi, Life is Strange: Before the Storm sem verður í 3 hlutum og kemur út í lok Ágúst. Upprunalegi framleiðandinn Dontnod er að vinna að öðru, líklega næsta leik í seríunni svo fyrirtæki Deck Nine Games sér um þennan leik.

Microsoft endaði kynningu sína á nýja leiknum frá BioWare og EA sem kallast, Anthem. Hann leit hrikalega vel út og keyrir á Frostbite grafíkvél DICE. Þetta er leikur sem minir að mörgu á Destiny frá Bungie. Opin heimur, vísindarskáldsögu umhverfi, fólk spilandi saman, fá loot, vinna sig upp, gera verkefni ofl. Kemur út á næsta ári á allt það helsta gerum við ráð fyrir.

Vonum bara að þeir geri ekki sömu mistökin og fyrsti Destiny og vera með nær enga sögu.

Eitt af því óvænta sem Microsoft kynnti var að upprunalega Xbox, frá árinu 2002, myndi bætast við að „Backwards compatibility“ hlutan Xbox One. Það var lítið gefið upp hvernig allt myndi virka, annað en þetta yrði kynnt nánar í haust. Einn leikur var þó staðfestur strax og það var leikurinn, Crimson Skies: High Road to Revenge.

Það var úr nógu að taka hjá Microsoft, fullt af leikjum kynntir og auðvitað uppfærð Xbox One vél sem kemur út í haust. Eina sem hefði verið gaman að sjá væri eitthvað óvænt og eitthvað sem væri bara hægt að spila á Xbox One vélunum og væri ekki en eitt framhaldið.

Heimild: Myndbönd fengin frá Gamespot og Microsoft.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.