E3 2017 – Bethesda kynningin

Næst í blaðamanna kynninga flórunni er Bethesda. Fyrirtækið hefur vaxið gríðalega síðustu árin með kaupum móðurfyrirtækisins Zenimax á hinum ýmsu leikja stúdíóum.

Fyrst var spilað stutt myndband sem sýndi fjölskyldur og þá sem vinna hjá Bethesda að öllum leikjum þeirra. Flott og sætt myndband þarna á ferð.

Pete Hines yfirmaður markaðsmála steig á sviðið og byrjaði kynningu Bethesda þetta árið. VR eða sýndarveruleiki var það fyrsta sem tekið var fyrir. Bæði Fallout 4 og DOOM munu fá stuðning fyrir VR á þessu ári. DOOM VFR mun verða fáanlegt fyrir PlayStation VR og HTC Vive á meðan Fallout 4 VR verður bara í boði eins og er fyrir HTC Vive.

Næst er tekin fyrir nýja viðbótin fyrir The Elder Scrolls Online, Morrowind sem kom út fyrir nokkrum dögum og hefur verið að fara vel í fólk. Það er rætt um velgengni leiksins og sýnt smá hvað er framundan á næstunni.

Næst er tekið fyrir hvernig fyrirtækið styður við mods (viðbætur) á PC og leikjavélunum fyrir Fallout 4 og The Elder Scrolls V: Skyrim – Special Edition. Síðan er kynnt ný þjónusta sem kallast, Creation Club. Sem leyfir fólki að búa til mods og selja þá með samvinnu við Bethesda.

The Elder Scolls: Legends spila leikurinn í anda Heartstone ofl, er næst ræddur. Er eins og er bara til á PC og spjaldtölvum og símum.

Talandi um Skyrim, núna er sýnt úr The Elder Scrolls V: Skyrim – Special Edition fyrir Nintendo Switch. Leikurinn mun styðja Amiibo fígúrur og hreyfistjórnun. Engin útgáfudagur sagður, þó Bethesda sögðu að allt sem sýnt yrði í kvöld kæmi út áður en árið endaði.

Saga Dishonored 2 er stækkuð með, Dishonored: Death of the Outsider og mun koma út 15. sept. Ekki er 100% hvort að þetta er viðbót við Dishonored 2 eða stakur pakki. Er þó forvitnileg viðbót fyrir aðdáendur seríunnar.

Quake Champions er næst tekin fyrir og er ljóst að Bethesda og id Software stefna á e-sports markaðinn. Hægt verður að spila sem BJ Blazkovitz úr Wolfenstein leikjunu. Á Quake-Con í haust verður hægt að keppa í móti í Quake Champions og eru verðlaunin 1. Miljón Bandaríkja dala.

Föstudagin 13. Október mun The Evil Within 2, frá Tango Gameworks, stúdíóinu sem Shinji Mikami hönnður Resident Evil leikjanna leiðir. Sebastian Castellanos söguhetja fyrsta leiksins snýr aftur og þarf hann að bjarga dóttur sinni. Má búast við hryllilegum og blóðugum leik.

Það var síðan eitt eftir á sýningu Bethesda og þeir geymdu það besta til síðast að okkar mati. Wolfenstein II: The New Colossus kemur í lok Október og verður að segjast að Sænska fyrirtækið Machine Games, virðast hafa stillt allt á 11 í þessu framhaldi.

Hérna er smá um leikinn;

America, 1961

Your assassination of Nazi General Deathshead was a short-lived victory. Despite the setback, the Nazis maintain their stranglehold on the world. You are BJ Blazkowicz, aka “Terror-Billy,” member of the Resistance, scourge of the Nazi empire, and humanity’s last hope for liberty. Only you have the guts, guns, and gumption to return stateside, kill every Nazi in sight, and spark the second American Revolution.

The Mission: Liberate America from the Nazis

Strap in for a heart-pounding journey as you fight the Nazi war machine on American soil. As BJ Blazkowicz, protect your family and friends, forge new alliances and face the demons of your troubled past as you rally pockets of resistance to overthrow the Nazi occupation.

The Arsenal: Wield Devastating Guns & Future Tech

Blast Nazis to bits with high-tech weaponry such as the Laserkraftwerk, the Dieselkraftwerk, or get up close and personal with advanced pistols, submachine guns, and hatchets. When you need a little more versatility, upgrade and dual-wield your favorite guns!

The Plan: Kill Every Nazi in Your Way

Everyone’s favorite pastime! Unleash your inner war hero as you annihilate Nazis in new and hyper-violent ways. Lock and load futuristic guns and discover BJ’s new set of abilities as you fight to free America. Regardless of your playstyle, invent all-new ways of stabbing, shooting, and killing Nazis.

Ef eitthvað þá virðist nýji Wolfenstein stenfa í að verða enn sýrðari og blóðugri en Wolfenstein: The New Order sem kom út árið 2014 og kom hressilega á óvart.

Það var stutt og lagott kynning Bethesda þetta árið, og ekkert rætt sem var ekki að koma út þetta árið. Við þurfum líklega að bíða aðeins lengur eftir fréttum af The Elder Scrolls VI sem vonandi verður kynntur á næsta ári.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.