E3 2017 – Ubisoft kynningin

Franska fyrirtækið Ubisoft hóf sýna kynningu um 20:00 að Íslenskum tíma í kvöld. Fyrirtækið er eitt af stærsta „3rd Party“ fyrirtækið í bransanum og sér Microsoft, Sony og Nintendo fyrir ótal leikjum árlega.

Það var ljóst að leikirnir fengju að njóta sín þetta árið og lítið væri um fluff, eða rugl eins og hefur stundum verið. Það var smá missir þar sem það hefur oft verið pínu gaman að sjá hvað þeim dettur í hug árlega.

Fyrsti leikurinn sem var kynntur var, Mario + Rabbids: Kingdom Battle. Shigeru Miyamoto frá Nintendo kom á sviðið með Yves Guilment forstjóra Ubisoft til að ræða leikinn. Það sem kom helst á óvart að hve mikið taktískur leikurinn er. Maður varð hreinlega hugsað til nýjustu XCOM leikjanna. Kemur út 29. Ágúst á þessu ári fyrir Nintendo Switch leikjavélina.

Næst kom Assassin’s Creed: Origins. Við fengum að sjá smá úr honum á kynningu Microsoft í gær og núna var sýnt meira úr honum, eftir sýninguna var síðan sýnt meira af spilun leiksins. Hann er að líta virkilega vel út og heillar sögusviðið okkur talsvert. Virðist vera opnari en áður og RPG kerfið er forvitnilegt að sjá. Ekkert hefur en verið gefið út hvernig leikurinn tengist framtíðar sögu seríunnar eins og er.

The Crew, fær nýtt framhalda í formi The Crew 2. Sögusviðið er á ný Bandaríkin og núna er leiksvæðið stækkað. Leikurinn kemur út snemma á næsta ári fyrir PC, PS4 og Xbox One. Nú verður hægt að ferðast um á bílum, bátum, flugvélum og þyrlum. Hægt var að heyra tónlist Íslensku hljómsveitarinnar Kaleo í sýnishorninu.

Næst var komið af South Park leiknum. Honum hefur verið talsvert seinkað, en virðist loksins ætla að koma út á þessu ári. South Park: The Fractured But Whole. Síðan var sýnt úr farsíma og spjaldtölvu leiknum, South Park: Phone Destroyer.

Næst kom óvæntur leikur, Starlink: Battle for Atlas. Virðist notast við „toys-to-life“ hugmyndina sem hefur áður sést. Virðist vera opin Sci-fi leikur, áætlaður í lok 2018.

Einn af bestu hlutum, Assasin’s Creed IV: Black Flag, voru sjónræningja og skipa hlutar leiksins. Ubisoft hefur klárlega hlustað á fólk og mætir með nýjan opin fjölspilunar leik; Skull & Bones. Þeir hafa staðfest að það verði söguhluti í leiknum, hvort að það verði í anda For Honor er ekki ljóst eins og er. Lítur samt mjög vel út og virðist byggja á því sem gerði Black Flag skemmtilegan.

Just Dance 18, þarf að ræða þetta eitthvað nánar? Kemur á allt undir sólinni, jafnvel gömlu Nintendo Wii.

Nú var komið af Far Cry 5, núna er sögusviðið Montana fylki í Bandaríkjunum þar sem öfgatrúarhópur hefur náð völdum á svæði og herjar á fólkið sem býr þar. Virðist ætla að verða svipað bilaður og fyrri leikir, hve djúpt þeir fara í trúaröfgana og herskáu hluta Bandaríkjanna á eftir að koma í ljós.

Kemur út í Febrúar á næsta ári fyrir PC, PS4 og Xbox One.

Skíða og snjóbretta leikurinn Steep fær ólympíska viðbót í Desember á þessu ári, tengt Vetrarólympíuleikunum á næsta ári í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Lítur vel út og ætti að verða gaman af, tókum eimmit Steep fyrir í árslok í fyrra hérna.

Ubisoft ákvað að enda kynningu þeirra með stæl og mætti með Beyond Good and Evil 2 á sviðið í formi sýnishorns sem leit virkilega vel út. Leikurinn mun vera forsaga leiksins sem kom út árið 2003 og hefur orðið pínu „cult“ leikur síðan. Michel Ansel hönnður fyrsta leiksins og Rayman leikjanna kom næst á sviðið og var ljóst að þetta verkefni skiptir hann mikklu máli. Hann þakkaði Ubisoft og aðdáendum fyrri leiksins fyrir þolinmæðina og stuðningin.

Almennt verður að segja að kynning Ubisoft hafi verið mjög sterk eins og oft áður og er nóg á leiðinni frá þeim fyrir flesta. Það sem kannski helst vantaði var hvað er framundan í Tom Clancy leikjum þeirra? Hefði verið gaman að fá upplýsingar um næsta Splinter Cell leik t.d.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.