E3 2017 – Sony kynningin

Áður en sýningin sjálf hófst voru nokkur myndbönd sýnd af leikjum sem eru að koma á næstunni. Má þar nefna GT Sport, Crash Bandicoot: N Sane Trilogy, Knack II, Tropico 6, Hidden Agenda frá hönnðum Until Dawn, Undertale á PS4 og PS Vita, Superhot VRMatterfall og síðan má ekki gleyma Ni no Kuni II.

Þegar sýningin byrjaði þá var fólk á sviðinu spilandi austræna tónlist, flestir veðjuðu á að þetta tengdist Uncharted og svo reyndist rétt. Uncharted: The Lost Legacy kemur út í haust og ætti að lofa góðu.

Næst kom smá óvæntar fréttir í formi DLC fyrir Horizon Zero Dawn. Viðbótin heitir The Frozen Wilds og lofar snjó, hverum og hasar. Landslagið minnir á Yellowstone þjóðgarðinn.

Uppvakninga leikurinn Days Gone var næstur og fengum við að sjá leikinn keyrandi og mjög harðan móturhjóla gaur fara og bjarga vini sínum. Það var ljóst að uppvakningar er ekki eina sem þarf að óttast í þessum heimi. Maðurinn er oft mikklu ógeðfeldari og hættulegri. Leikurinn lítur mjög vel út og mun koma út á næsta ári.

Í fréttum sem kom mörgum á óvart þá kynnti Sean Layden hjá Sony, nýjan leik frá Capcom, Monster Hunter World fyrir PS4.

Til að koma fólki síðan en meira á óvart þá kom í ljós að Bluepoint Games eru að vinna að endurgerð af hinum frábæra The Shadow of Colossus og mun hann koma út á næsta ári. Leit vægast hrikalega vel út og erum við alveg til í að spila þennan aftur.

Marvel Vs. Capcom: Infinite mun færa ofurhetjur Marvel heimsins ásamt hetjum Capcom leikjanna. Það verður nóg af slagsmálum í boði 19. Sept þegar leikurinn kemur út. Hægt að sækja demó núna á PSN búðinni.

Það er núna rúllandi sýnishorn af Call of Duty: WW2 og lítur leikurinn virkilega vel út, það er nægur hasar í gangi og leikurinn hefur fengið smá lánað frá Battlefield 1 leik EA og BioWare frá í fyrra. Kemur út 3.Nóv á PC, PS4 og Xbox One, vonandi er þetta árið sem Call of Duty leikirnir snúa vörn í sókn og bæta sig að viti.

Næst var sýndarveruleikinn á blaði og voru leikirnir; The Elder Scrolls V: Skyrim, Star Child, The Inpatient frá hönnuðum Until Dawn, Monsters of the Deep: Final Fantasy XV, Moss, Bravo Team sýndir. Svo það verður eitthvað fyrir PlayStation VR eigendur að spila á næstu mánuðum.

Þá er PlayStation VR hlutanum lokið og fókusinn komin á PlayStation 4 og PlayStation 4 Pro á ný.

Bátur siglir á átt að eyju og við sjáum kunnulegt bak Kratos úr God of War. Hann og sonur hans eru saman og hann kastar stórri exi útí hafið. Sonurinn talar um að vera undir álögum eða bölvaður. Spurning hvað það verður. Norrænni heimurinn er flottur, og má sjá bregða fyrir Fenrisúlfinum kannski? Nægur hasar og blóð í gangi. Kratos verður líklega ekki vinsæll hjá Norrænu goðunum, sérstaklega eftir að hafa þurkað út nær alla Grísku Guðina.

Leikurinn virðist vera opnari og fjölbreytari í spilun og bardaga en áður, sem lofar góðu eftir nokkra ára bið. Hvort eitthvað verður spilað sem drengurinn eitthvað er ekki víst. Miðgarðsormurinn lætur sjá sig og hann virkar ekki sáttur. Strákurinn virðist skilja hann, en ekki Kratos. Kemur út snemma árs 2018.

Detroit: Become Human er næstur, er búið að vera spennandi að sjá hvernig leikur þetta verður í raun frá David Cage og Franska fyrirtækinu Quantic Dreams. Vélmennin virðast stefna á uppreisn. Leikmenn snerta hluti til að hakka þá. Eins og í fyrri leikjum þá er hægt að láta hlutina fara á marga mismuandi vegu og skapa mismunandi sögur. Virðist vera einn af leikurunum úr Grey’s Anatomy þarna, Jesse Williams. Reynum að erfa það ekki gegn honum.  Réttindi  vélmenna mun líklega spila stóran sess í sögunni og hvað það er að vera mennskur og ekki. Munu leikmenn velja ofbeldi eða aðra lausn?

Destiny 2 er næstur á svæðið. Aðalóþokki sögunnar er kynntur til sögunnar. Hann ætlar sér að þurka „light“ kraft Traveller geimverunnar úr heiminum. Þetta er upphafið af endurræsingu leikmanna og heimsins og vonandi alvöru sögu í þetta skiptið. Kemur út 6.sept og aftur verður spes efni bara á PlayStation 4.

Spider-Man leikur Insomniac Games á að klára sýningu kvöldsins. Lítur virkilega vel út, erum búin að vera að vonast eftir að sjá hann rúllandi eimmit. Spidey er ekki lengi að taka óþokkana úr umferð, er sýnd hve auðvellt er að hoppa á milli og nota græjur og vef. Er með einhverja „quick-time“ viðburði. Vonum bara passlega mikið. Wilson Fisk, eða Kingpin kemur við sögu, en virðist ekki stjórna Demons genginu sem Spidey er að berjast við. Hann berst við stóran gaur sem virðist hafa einhverja krafta, spurning hvaðan þeir komu? Endar á að þeir eyðileggja stóran byggingarkrana og þarf Spidey að reyna að bjarga að hann slasi ekki fullt af fólki. Virðist vera að fólk spili sem Miles Morales í stað Peter Parker, eða hvað?

Leikurinn lítur virkilega vel út og virðist skarta opinni borg og nægum hasar, vonandi nær hann að negla húmorinn í leiðinni. Kemur út á næsta ári.

Virðist vera búin sýningin núna. Ekki beint mikið um neitt óvænt eða það sem viið vissum ekki fyrir. Flest af því sem var sýnt er að koma út á næsta ári.

Hvernig fannst ykkur Sony standa sig? Er nógu mikið að leikjum að koma á þessu ári? Eða er öll stefnan á 2018 hjá Sony?

Heimild: Myndbönd fengin frá Gamespot IGN og Sony

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.