The Elder Scrolls Online: Morrowind

Framleiðandi: ZeniMax Online Studios
Útgefandi: Bethesda Softworks
Útgáfudagur: 06.06.2017
Útgáfa spiluð: PS4 Pro. Einnig til á PC, Mac og Xbox One

Heimasíða: http://www.elderscrollsonline.com/en-gb/morrowind

Net Fjölspilunar leikir eins og World of WarCraft ofl hafa verið síðustu árin að færa sig meira yfir á hinn stóra leikjatölvumarkað með mismunandi góðum árángri. Fæstir hafa lagt í að vera með beint áskriftarmódel eins og WoW nema kannski Final Fantasy XIV: A Realm Reborn á PS3 og PS4.

Flest aðrir leikir hafa komið út sem “Free 2 Play” þar sem er ekkert greitt fyrri leikinn og bara verslað auka hluti og þjónustu, síðan er módelið sem The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited kom með til leiks árið 2015 þegar leikurinn var endurhannaður og gefin út á leikjavélarnar.  Þar er nóg að kaupa leikinn til að byrja að spila og síðan fjárfesta í aukaefni ef fólk vill, einnig er áskriftarmódel í boði með auknum glaðningum fyrir þá all hörðustu.

Aðdáendur TES III: Morrowind ættu að kannast vel við þetta kort.

Ári seinna kom síða One Tamriel breytingin sem gerði fólki auðveldara að spila saman óháð kynstofni, klassa eða á hvaða “lvl” það væri á.

The Elder Scrolls RPG serían er gríðalega stór og vinsæl og verið vaxandi síðustu árin og eftir brösugt byrjunar gengi með ESO, þá hefur hann tekið við sér í fjölda leikmanna og vinsældum.

The Elder Scrolls Online: Morrowind er fyrsti stóri aukapakkinn sem leikurinn hefur fengið á disk frá útgáfu hans 2014 ef ekki er talið með Gold safnið sem tók saman, The Imperial City, Orsinium, Thieves Guild og The Dark Brotherhood pakkana sem höfðu áður verið eingöngu fáanlegir stafrænt.

Seyda Neen þorpið togar mikið í nostalgíu þræði eldri leikmanna TES leikjanna.

Morrowind er nafn sem margir Elder Scrolls unnendur kannast vel við. The Elder Scrolls III: Morrowind kom út árið 2002 á PC og Xbox og fagnar um þessar mundir 15 ára afmæli sínu.

Eins og í Morrowind, þá gerist saga ESO: Morrowind einnig á Vvaardenfell eyjunni á Morrowind svæði Tamriel heimsins. Hún er austan við Skyrim fyrir áhugasama. Sagan í ESO: Morrowind gerist um 700 árum fyrir atburði TES III: Morrowind og sýnir leikmönnum þennan heim sem þau þekkja svo vel aðeins öðruvísi en áður. Vivec borgin er enn í hönnun og landslagið er ekki alveg jafn eyðilegt og maður man eftir.

Stóru sveppirnir eru alltaf eitthvað sem setti svip á Vvardenfell.

Eins og í öllum fyrri leikjum þá fara leikmenn í fótspor fanga sem þarf að fóta sig í dularfullu landslagi þar sem mörg öfl eru að verki og sum þeirra ógna heimasvæði dökk álfanna. Eftir stutta kynningu byrja leikmenn í Seyda Need sem ætti að vera fólki vel kunnug.

Það tekur frá 20-30 tíma að klára grunn sögu þessarar viðbótar og síðan eru ótal önnur verkefni að gera, svæði til að kanna, skrímsli og dýflissur til að sigra og bætir það nokkrum tugum tíma við. Eitt af því sem ESO hefur alltaf gert svo vel að mínu mati er að ná að vera með þessa sögu hluta úr RPG leikjunum í opnum MMORPG leik. Það er fullt af rödduðum persónum til að kynnast og mikið af bestu ævintýrum leiksins er að finna utan alfaraleiðar.

Það er nýr klass til að spila sem núna sem kallast, Warden. Hann minnti mig pínu á Hunter klassan úr WoW. Það eru þrjár hæfileika línur að velja úr og prufa hvað hentar sér;

  • Animal Companions – Warden kallar á dýr eins og cliff racers, shalks, og jafnvel stríðs bjrön til að berjast með sér.
  • Green Balance – Warden kallar fram ýmsar plöntur til að vernda og lækna sig og félaga sína.
  • Winter’s Embrace – Warden vefur sig í kulda og ís til að vernda sig fyrir árásum óvina og skaða þá einnig.

Eitt af því nýja sem ESO: Morrowind bætir við ESO er, Battlegrounds sem er 4x4x4 svæði til að berjast í þegar þú nærð lvl.10 í leiknum. Þetta er PvP (leikmenn á móti leikmönnum), þar sem hraðinn skiptir öllu og hver leikur tekur um 10. Mín. Það er hægt að keppa í, Team Deathmatch, Capture the Relic og Domination.

Halls of Fabrication mun reyna á hópinn.

Það er nýtt 12 manna trial til að taka þátt í sem heitir; The Halls of Fabrication og inniheldur 5 aðalóvini til að verjast við og margar banvænar þrautir sem reyna á samvinnu hópsins til að lifa af.

Þegar allt þetta er búið er síðan restin af Tamriel opin fyrir leikmönnum að kanna í fyrsta sinn eða aftur eftir einhvern tíma og sjá hvað hefur breyst. Pakkarnir sem fylgdu með Gold útgáfunni eru ekki innifaldnir en er hægt að kaupa sér fyrir fólk sem langar að sökkva dýpra í leikinn.

TES III: Morrowind er uppáhalds leikurinn minn í seríunni svo það var mjög sérstakt og spennandi og koma hingað aftur, en á sama tíma sjá svæðið áður en atburðir hins leiksins gerðust. Ég vissi ekki hverju ég átti von á og hvort að ég myndi finna mig aftur í þessum heimi. Auðvitað mun MMORPG leikur ekki ná að kalla fram sömu reynslu og handsmíðaður einmennings RPG leikur, það er ljóst strax, en það sem er í boði er almennt vel gert.  Það var gaman að sjá lifandi Guðinn Vivec á ný og einnig hvernig blessaði steinninn ofan við Vivec City lenti þarna.

Vivc City setur svip sinn á Vvardenfell og mikið af sögunni gerist útfrá henni.

ESO: Morrowind kemur með nógu mikið af nýju efni til að heilla eldri leikmenn á sama tíma auðvelda nýjum leikmönnum inn í þennan stóra heim og undirbúa það fyrir restina af Tamriel sem er í boði.

Það er mjög jákvætt að sjá hvernig ESO hefur breyst frá útgáfu og að Bethesda og ZeniMax Studios hafa haldið áfram að byggja á því sem virkaði og breyta því sem gekk ekki upp. Það hefur sést í sölu og spilunafjölda tölum leiksins, það var gáfulegt að velja Morrowind sem viðbót, enda mjög vinsæll leikur í Elder Scrolls seríunni og það er nóg af nostalgíu að finna í ESO: Morrowind fyrir áhugasama.

Ég er spenntur að sjá hvað þeir gera næst og halda áfram að kanna ESO eftir að hafa dottið úr honum eins og svo margir á sínum tíma, ekki sakar að hann lítur mjög vel út á PlayStation 4 Pro og HDR útlit leiksins er á köflum mjög flott.

Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.