EA og DICE ræða betuna fyrir Star Wars: Battlefron II

EA og DICE hafa gefið út nýjar upplýsingar í sambandi við fjölspilunar betuna fyrir Star Wars Battlefront II.

Þegar betan hefst verður hægt að spila á Plánetunni Naboo í Galactic Assault sem var sýnt úr á E3 2017 fyrir stuttu. Einnig verður hægt að spila þekktum farartækjum úr Star Wars seríunni í Starfighter: Assault Battle. Hægt verður að vita meira um þennan hluta leiksins á Gamescom 2017 sem verður í Köln í Þýskalandi frá 22-26. Ágúst.

Betan verður opin almenningi frá 6-9 Október, en ef þið forpantið leikinn þá er hægt að byrja þann 4.Okt að spila á undan öðrum.

Það var kynnt í síðasta mánuði það þeir sem forpöntuðu leikinn myndu fá aðgang að „Epic Lightsaber Mastery“ spili fyrir Yoda. Einnig verður leikurinn með loot kassa kerfi ekki ólíkt og er í Overwatch ofl leikjum.

Star Wars: Battlefront II mun koma út 17. Nóvember á þessu ári fyrir PS4, Xbox One og PC.