Oh…Sir!! The Insult Simulator

Tölvuleikur þar sem þú móðgar tölvu andstæðing, félaga í sófanum við hliðina á þér eða ókunnugan í gengum netið. Þetta hljómar ekki svo vitlaus hugmynd af leik þegar maður heyrir hana. En að útfæra svona pælingu er annað mál og tekst ekki endilega alltaf upp.

Eins og í slagmála leik þá er hlutverk þitt að ná “heilsu” línu andstæðingsins niður í null, en ólíkt Mortal Kombat þar sem þú myndir berja rifbeinin hans í mauk, þá er hérna orðin sem skipta öllu máli.

Leikmenn hvort sem eru í sófanum eða er spilað á móti tölvunni, velja úr hópi valinna orða á skjánum og skiptast á að velja, því betri sem samsetta móðgunin er því meiri skaða veldur leikmaðurinn andstæðingnum.

Það er mikilvægt að velja rétt orð í byrjun og treysta á heppnina síðan.

Þar sem er valið úr hópi orða eru takmörk fyrir hvaða orð og setningar er hægt að mynda, oft eru móðgannirnar ekki endilega með mikið vit í en það er ekki endilega alltaf nauðsyn. Annað sem hefur áhrif á hvernig þér gengur er að læra á veikleika vissra andstæðinga. Sumir eru veikir fyrir útliti þeirra, annar fyrir upprunanum, aðrir fjölskyldunni og svo af kolli. Ef þú nærð að setja saman setningar sem hitta vel í mark eykst skaðinn sem þú veldur andstæðingnum.

Hver leikmaður fær tvö auka orð sem er hægt að sjá neðst á skjánum, en þau henta ekki er hægt að ýta á kassan á Dualshock 4 pinnanum og reynt að fá betri sem hentar og fórna hinum. Það er stundum hægt að vera með hálfkláraða setningu og vanta góðan endapunkt og taka sénsinn á að færa það sem þú ert með í næstu umferð til að fá ný orð og vonandi getur andstæðingurinn ekki valdið þér of mikklum usla á meðan. Þetta krefst smá hugsunnar og hjálpar það ekki til að það er ávallt tími að telja niður sem neyðir leikmenn til að hugsa hratt.

Vandinn við leikinn að það tekur ekki langan tíma fyrir mann að sjá út hvað virkar og ekki og takmörk leiksins verða ljós. Það er of lítið um að gera í leiknum, það er hægt að spila á móti tölvunni, spila í móti á móti tölvunni, spila á netinu, eða á móti vini uppí sofa sem er líklega besta útgáfan af spilun leiksins.

Það eru of fá umhverfi sem „bardagarnir“ gerast í.

Það eru um 10 persónur til að opna fyrir og má nefna Lo Wang úr Shadow Warrior leikjunum, hryllings höfundinn H.P. Lovecraft á meðal annara.  Það tekur fólk í mesta lagi nokkra klukkutíma að fá allt sem er hægt úr leiknum og þá er ekki mikil ástæða að halda áfram að spila, það er of lítið að gera og möguleikarnir of takmarkaðir að mínu mati.

Hugmyndin á leiknum er fín, en útfærslan ekki nógu sterk, leikurinn er oft fáránlega pirrandi þegar þú veist ekki almennilega hvað á að gera og leikurinn er ekki duglegur að hjálpa þér, það er kjánalegt að hlutir sem ættu að skila góðum stigum virðast ekki gera það, og aðrir sem eru klár steypa virtust skila tölvunni góðum höggum á mann.

Orðalistinn gefur smá til kynna hvernig húmor leiksins er.

Stærsti hlutirnn sem leikurinn hefur fyrir sig er hvað hann kostar, hann er á $2.99/£2.49 eða um 320.kr Íslenskar og er ljós að farsíma og spjaldtölvu rætur leiksins eru sjáanlegar í verði hans og spilun.

Það er pínu grátlegt að hugsa til hve mikið af góðum Breskum húmor er til og þeir ná bara ekki flugi að herma eftir honum.

Þetta er leikur sem getur átt upp á pallborðið hjá einhverjum, en líklega flestum mun finnast hann, þunnur, á köflum pirrandi, ekki ein fyndinn og hann vill vera og takmarkaður leikur sem skilur lítið eftir sig og lágt verð hjálpar bara svo mikið til að fela galla hans.

Einkun: 4,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Vile Monarch
Útgefandi: Gambitious Digital Entertainment
Útgáfudagur: 30.05.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, iOS, Android

Heimasíða: http://vilemonarch.com/oh-sir-insult

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.