Cyberpunk 2077 mun innihalda klassa úr upprunalega borðspilinu

Hluverka leikur Pólska fyrirtækisins CD Projekt RED Cyberpunk 2077 mun leyfa leikmönnum að velja úr nokkrum af þeim persónu klössum sem eru í upprunalega borðspilinu sem leikurinn notar sem efnivið.

Í viðtali við GameReactor á Gamelab ráðstefnunni í Barcelona, þá ræddi Mike Pondmith (hönnuður Cyberpunk 2020 borðspilsins og ráðgjafi við Cyberpunk 2077), að Media, Rockerboy og Coporate klassarnir munu birtast í leiknum. Hann sagði þó að hvernig þeir yrðu útfærðir væri eitthvað sem ætti eftir að koma fólki á óvart. Hann sagði að hönnuðirnir hjá CD Project Red væru búnir að eyða talsverðri vinnu í að ná réttri nálgun á þeim.

Þessi nálgun kemur með kunnáttu á efniviðnum. Pondsmith sagði að framleiðendur leiksins væru aðdáendur borðspilsins, og það leyfði þeim að koma með littlu smáatriðin sem fólk sem hefur spilað borðspilið ættu að kannast við. Hann var ánægður að sjá hve nálægt Cyberpunk 2077 fer nálægt sjón hans á framtíðinni þegar hann bjó til borðspilið.

Cyberpunk 2077 mun keyra á tækni grunninum sem The Withcer III: Wild Hunt byggði á, og gerast í flókinni og opinni borg sem kallast Night City. Þar eiga að vera persónur sem tala ekki Ensku og þarf að uppfæra hugbúnað hjá sér tl að geta skilið þá. Það eru orðrómar um einhvers konar fjölspilun ásamt mögulega fljúgandi bílar. Marcin Przybylowicz mun semja tónlist leiksins, hann sá um tónlist The Witcher III sem var stórgóð.

Leikurinn var fyrst kynntur árið 2012, þá byrjaði ekki full vinna á honum fyrr en The Witcher III kom út, nú eru fleiri að vinna að honum en komu að fyrri leiknum.

Hver útgáfudagur leiksins veit engin, en margir veðja á 2019 sem líklegan útgáfu tíma. Miðað við gæðin á The Witcher III: Wild Hunt, þá erum við alveg tilbúin að gefa þeim nægan tíma til að vinna að leiknum.