Superhot

Superhot er Indie fyrstu persónu skotleikur með frumlegu ívafi. Í eðli sínu er hann ekki ólíkur þeim skotleikjum sem fólk hefur spilað árum saman, þó með einum stórum mismuni. Tíminn í leiknum fer bara áfram þegar leikmaðurinn hreyfir sig. Með þessu opnast upp spennandi möguleikar í spilun og reynir oft á útsjónarsemi leikmanna að leysa borðinn á sem besta veg.

Annað sem gerir leikinn öðruvísi er útlit hans, það er “minimalískur” still í gangi og umhverfið er allt hvítt og grátt með ýmsum tónum á meðan óvinirnir eru í rauðu og vopn og aðrir hlutir sem þú getur notað í svörtu. Þessi munur á litbrigðum hjálpar þér að einblýna á það sem skiptir máli og er það nauðsynlegt þar sem dauðinn er við hvert horn.

Þetta er algeng sjón, þrautin er að lifa af.

Leikurinn á uppruna sinn til ársins 2013 og á, 7 Day FPS Challenge þar sem fólk fékk viku til að búa til hugmynd af tölvuleik. Piotr Iwanicki sem leiðir Superhot Team, heillaðist af Flash leiknum “Time4Cat” þar sem fólk átti að stjórna ketti og þar var eimmit tíma spilunarhugmyndin til staðar. Hugmyndin af Superhot var síðan slípuð meira til og birtist á Greenlight þjónustu Steam haustið 2013. Árið eftir fór leikurinn í gegnum Kickstarter hópfjármögnunar síðuna. Síðan þá hefur leikurinn komið út á Xbox One, OS X, Windows og Linux ásamt að koma út á hin ýmsu sýndarveruleika tæki.

Nú er komið af útgáfu leiksins á PlayStation 4 og PlayStation VR. Við tókum fyrir PS4 útgáfu leiksins og vonandi kíkjum við á VR útgáfuna síðar.

Það þarf að nota ýmis vopn og annað til að lifa af.

Spilun leiksins er einföld og flókin á sama tíma, með því að hafa það þannig að tíminn fari áfram bara þegar þú hreyfir þig, þá gefur þér það tækifæri að meta stöðuna og finna leið til að sigra óvinina. Þú deyrð oft á hverju borði á meðan þú ert að prufa þig áfram og sjá hvað virkar best. Það líður ekki á löngu þangað til þú ert að forðast kúlur óvinanna, notandi vopnin gegn þeim, síðar meir þarftu að beita nýjum brögðum til að komast í gegnum “óvinnandi” stöðu.

Það eru um 30 borð í leiknum og verður spilun leiksins flóknari þegar líður á, leikurinn er erfiður en aldrei ósanngjarn. Þegar þú klárar sögu leiksins, sem er nokkuð flott útsett og minnir pínu á DOS leiki eldri tíma og hvernig tölvuleikir eru, þá er hægt að spila í gegnum endless mode, challenge mode, sem lætur þig spila í gegnum borðin, en við t.d þeim takmörkum að bara geta slegið óvini, eða notað viss vopn.

Það er ótrúlegt þegar þú finnur spilun leiksins „smella“ og allt gengur upp.

Leikurinn er með næga dýpt til að það sé gaman að endurspila leikinn og þá möguleika sem opnast eftir að sagan hefur verið kláruð. Hann er kannski ekki mjög langur, en hann er með mjög þétta spilun sem virkar svo vel þegar hún “smellur” í hausnum á þér og flæði leiksins virkar svo vel.

Það er annað hvort hægt að kaupa leikinn sér á PSN búðinni £19.99 á um 2.800.kr eða saman með VR útgáfunni á £33 pund eða um 4.500.kr.

Við mælum vel með Superhot, þetta er frumlegur leikur sem er virði að prófa og inniheldur nægt efni til að kanna dýpra. Við getum ekki sagt neitt um PS VR útgáfuna eins og er, en höfum almennt heyrt góða hluti þar.

Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Superhot Team
Útgáfudagur: 21.07.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Xbox One.

Heimasíða:  https://superhotgame.com

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.