Notendur Battlefield 1 orðnir 21. Miljón

Fyrstu persónu skotleikur Sænska fyrirtækisins DICE, heldur áfram að ganga vel. Útgefandinn Electronic Arts sagði að leikmanna fjöldinn hefði náð 21. Miljón í lok Júní mánaðar. Fyrri heimstyrjaldar leikurinn hefur farið vel í fólk og bætt við sig um 2. Miljónum á síðustu mánuðum.

Sala á leiknum og viðbótar efni heldur áfram að vaxa og í næsta mánuði mun DICE bæta við nýrri viðbót fyrir þá sem hafa verslað Season Pass fyrir leikinn. In The Name of the Tsar kemur síðan út fyrir alla í September.

Á Gamescom hátíðinni í Köln í næsta mánuði hefur EA sagt að það verður eitthvað nýtt kynnt fyrir Battlefield 1, án þess auðvitað að segja okkur hvað það er.

„At Gamescom, we will detail our plans for a new offering that will bring the richest Battlefield 1 experience yet–including the all-out warfare, epic multiplayer battles and War Stories campaign that have defined the game, plus new maps, deeper progression, and additional fan-favorite game modes, all in a single package,“ CEO Andrew Wilson said in prepared remarks.

Heimild: Gamespot