Sundered

Kanadíska Indie fyrirtækið Thunder Lotus Games færðu okkur síðast í fyrra Víkinga og hasar leikinn Jötun: Valhalla Edition sem við fjölluðum um hérna á síðunni.

Nú er komið af leiknum Sundered sem ber talsverð mikil áhrif af Metroid og öðrum “Rogue like” tegundum leikja sem eru mjög vinsælir um þessar mundir. Einnig hafa áhrif “Souls” leikjanna eitthvað skilað sér inn að auki.

Í Sundered hafa Valkyrjur og Eschatons háð baráttu um dularfullan stein sem kallast “Shining Trapezohedron” og hefur barátta þeirra sundrað heiminum og leyft dularfullri orku að leka inn í heiminn og umbreyta öllum. Nokkur hundruð árum síðar er ung kona að nafni Eshe á ferðalagi og festist í helli og rekst á steininn, það eru skrímsli út um allt og þarf hún að hafa sig alla við að lifa af og annað hvort viðhalda geðheilsu sinni eða gefa sig að valdi myrkursins.

Útlit óvina og umhverfis er flott og handteiknað.

Í gegnum sögu leiksins í Sundered er farið á mili þriggja ólíkra svæða og kannað þau í leit af brotum, opnað fyrir styttri leiðir, fundið fjársjóði og hluti til að bæta karakter þinn og auðvitað mæta stórum endakalli í lok þeirra. Eins og má búast við þá er mikið af skrímslum sem þarf að fara í gegnum og eru flest þeirra frekar óvinaleg og vilja helst murka úr þér lífið. Dauðinn í leiknum er ekki eitthvað til að forðast eða óttast, heldur er það hlutir leiksins og leið til að betrumbæta persónu þína á milli umferða. Óvinir og hlutir í leiknum innihalda lítil brot sem þú safnar og notar til að uppfæra persónu þína til að eiga séns að komast lengra í leiknum. Í hvert sinn sem þú spilar ertu að komast aðeins lengra og lengra, verða betri og finna leiðir sem voru áður lokaðar fyrir þér. Þegar borðin þrjú eru búin opnast síðan fyrir loka svæðið í leiknum sem reynir á hæfleikanna til fulls.

Eins í og í Metroid leikjunum þá finnur þú nýja hæfileika á hverju svæði sem leyfa þér að komast lengra ásamt að geta farið tilbaka á eldri svæði og komist í gegnum staði sem voru óaðgengilegir fyrir þig áður. Eitt sem er got að hafa í huga að í hvert sinn sem þú deyrð, ferð aftur til Sanctuary og byrjar á ný, þá umbreytist heimurinn og kort leiksins að hluta, sumir hlutar eru þó ávallt fastir. Fyrir vikið þá er ekki hægt að leggja allt kortið á minnið og er nauðsynlegt reglulega að ýta á L1 til að fá upp kortið.

Hæfileika tré leiksins er stórt og nóg úr að velja.

Bardaga kerfi leiksins er ekki sem slíkt flókið, þú hefur að mestu eitt vopn sem þú notast við að mestu, þó síðar færðu aðgang að stórri byssu sem kemur að góðum notum. Annars er hæfileikar eins og; segulstígvél, varnarskjöldur, dash hæfileiki sem nýtist í loftinu, krókur til að sveifla sér um ofl.

Einn af forvitnilegri hlutum leiksins er að þú getur valið á milli hvernig þú nýtir hæfileika þína. Leikurinn er með það sem hann kallast “Resist or Embrace” sem táknar að þú færð möguleika á að stökkbreyta hæfileikum þínum  á myrka vegu eða ekki. Þetta hefur áhrif á þann endir sem þú færð ásamt að breyta eitthvað spiluninni.

Leikurinn á að fygjast með þér spilandi og á til að senda óvini á þig ef það er of langt að hans mati síðan þú varst í bardaga síðast. Vandinn við þetta að mínu mati er, að leikurinn ákveður að besta lausnin sé bara að senda nógu andskoti mikið af óvinum á þig. Það verður vægast sagt kaos á skjánum og verður hreinlega erfitt að sjá persónu þína eftir smá tíma, sérstaklega þegar myndarvél leiksins zoomar út svo að þú varla sérð þig lengur. Leikurinn á að vera erfiður og má búast við því í svona leik, en hann stundur var að mínu mati óþarflega erfiður, bara til að vera það. Annað sem hjálpaði ekki til var að hann átti til að hiksta þegar þú spilaðir og oft þegar sem mest var í gangi á skjánum. Fyrir vikið áttirðu til að deyja útaf þessu í erfiðari bardögunum og þurft að byrja á ný og hlaupa á þann stað sem þú varst komin á. Þetta gat orðið frekar pirrandi eftir smá tíma. Þó verður að segja að fyrsti plástur leiksins sem kom út í kringum útgáfudaginn hjálpar talsvert við að laga þetta.

Það verður oft geggjun þegar „Horde“ af óvinum er á eftir manni.

Það mun taka flesta um 13-17 tíma að klára leikinn í fyrsta sinn og er það mjög gott fyrir leik sem kostar um 16 Pund eða 20 Dollara eða rétt yfir 2.000.kr. Það er síðan auðvitað hvati að spila aftur og sjá hvaða endi er hægt að fá ef þú velur öðruvísi.

Stjarna leiksins að mínu mati er útlitshönnun hans og tónlist, sérstaklega það fyrra. Sundered er með handteiknaðan stíl á umhverfinu, óvinum og hreyfingum þínum og þeirra. Það er auðvellt að eyða smá tíma bara að virða fyrir sér hönnun leiksins og þá vinnu sem hefur farið í hana. Þetta er eitthvað sem aðskilur leikinn aðeins frá öðrum á sama sviði.

Þó að Sundered er á köflum ekki of frumlegur frá öðrum leikjum af þessari týpu þá nær hann þó að aðskilja sig með fallegu útliti, fínni tónlist og drjúgri spilun sem verðlaunar þá sem leggja tíma og vinnu í hana. Það sem hefði mátt vera var betri leið að fara um heiminn og ekki þurfa að hlaupa borðin frá enda til enda til að kanna einn stað oft eða komast að þeim stað sem þó dóst á.

Bardagarnir við „bossa“ leiksins geta orðið geggjaðir.

Eitt af því sem gerir það virði að kanna leikinn og það eru endakallar leiksins. Þeir geta verið gríðalega stórir og þakið stóran hluta skjásins og gert bardagan við þá enn erfiðari. Þeir eru erfiðir að sigra, en tilfinningin þegar þú nærð að gera það gerir sársaukann þess virði.

Það hefði verið gaman að sjá meiri fjölbreytni í óvinum leiksins og meiri dýpt í bardaga kerfinu, einnig hefði sagan mátt vera dýpri. Leikurinn er síðan að mínu mati of erfiður á köflum og á enn við nokkra tækni örðuleika sem er gott að hafa á bakvið eyrað áður en hoppar er á hann.

Einkun: 7,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Thunder Lotus Games
Útgáfudagur: 28.07.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Mac.

Heimasíða:  https://thunderlotusgames.com/sundered

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.