Cities: Skylines – PlayStation 4 Edition

Borgarhermi leikir eins og SimCity hafa verið vinsælir á PC árum saman en hafa vanalega sést mikið á leikjavélunum þrátt fyrir nokkrar undantekningar í gegnum tíðina. Þessar útgáfur hafa oft verið talsvert takmarkaðar frá grunn leiknum og strípaðar niður. Spurningin er, hvernig tekst Cities: Skylines upp á PS4?

Leikurinn er færður yfir á PS4 og Xbox One af Ástralska fyrirtækinu Tantalus Games. Cities: Skylines var hannaður af Finnska fyrirtækinu Colossal Order sem fyrir útgáfu leiksins voru einna þekktastir fyrir Cities in Motion leikina, sem einblíndu meira á umferðar flæði borganna en hönnun þeirra.

Hérna er borgin nýbyrjuð að dafna og vaxa.

Með Cities: Skylines var stökkið tekið að stærra takmarki og eitthvað sem hingað til leikir eins og SimCity, Cities XL (ekkert tengt leikjum CO), Anno, Stronghold ofl leikir. Eftir vonbrigðin sem SimCity árið 2013 reyndist, þá hafði fólk verið að vonast eftir einhverju nýju og með Cities: Skylines þá reyndist leikurinn frá littla 13 manna stúdíóinu eimmit það sem fólk var að leita eftir. Leikurinn hefur selst í yfir 3,5 Miljón eintökum hingað til frá útgáfu hans árið 2015.

Núna rétt um tveimur árum síðar og fjórum mánuðum eftir að Xbox One útgáfa leiksins kom út, þá er komið af notendum á PlayStation 4 að fá leikinn.

Eins og í flestum af þessum leikjum þá er takmarkið að byggja upp sem best heppnaða stórborg og þú sem borgarstjóri hennar þarf að sjá um skipulag hennar, hönnun, ákveða hvernig fyrirtæki og iðnað þú villt fá, sjá um að íbúarnir séu ánægðir, hafi vinnu, afþreyjingu og góð lífsgæði.

Áður en langt um líður þekur borgin ykkar ófáa kílómetrana.

Eitt sem var áberandi strax við byrjun spilunnar í Cities: Skylines eftir að hafa spilað síðasta SimCity er hve stórar borgir er hægt að búa til og hve mikið meira frelsi var í boði. Það tekur bara nokkra tíma áður en borgin þín þekur nokkra 2×2.km einingar á kortinu og er mest hægt að hafa 9 eða 32.km sem er nóg pláss undir stórborg með yfir 1. Miljón íbúum.

Það eru tvær leiðir sem fólk mun spila leikinn helst, í gegnum aðalútgáfuna þar sem þú ert að byggja upp borg og hægt og rólega opnar fyrir nýja möguleika með að uppfylla viss takmörk sem þér eru sett. Þar þarf að finna jafnvægi í eyðslu og tekjum sem koma inn og fara út, annars er búið við að borgin ykkar fari á hausinn á methraða. Hin leiðin sem er í boði, er opnari og minnir á sandkassa leik, þar er allt opið frá byrjun og hentar þeim sem vilja bara búa til sýna drauma borg í næði og þurfa ekkert að stressa sig yfir fjármálunum eða öðrum takmörkunum.

Leikurinn er oft gullfallegur þrátt fyrir að vera ekki nema 2GB að stærð.

Þekking Colossal Order á samgöngu málunum er sjáanleg í leiknum og byggir á því sem var lært í Cities in Motion leikjunum. Hægt er að byggja vegi, hraðbrautir, lestarteina, neðanjarðar lestir, leigubíla, rútur, skip ofl til að færa fólk frá og til staða og því sem stærri og flóknari borgin verður þá er nauðsynlegt að oft endurskipuleggja sig. Það kom oft fyrir að ég þurfti hreinlega að rífa hluta af borginni minni til að endurskipuleggja hana og leggja lestarteina, hraðbrautir og vegi sem fóru undir eða yfir viss svæði. Meira að segja er hægt að velja hvort að þú sért með vinstri eða hægri umferð í borginni þinni.

Það borgar sig þó að fara varlega að rífa of mikið, ef þú passar þig ekki þá geturðu eyðilagt fyrir þér, þar sem borgin og svæði hennar þurfa smá tíma til að jafna sig og byggjast upp á ný og skila tekjum.

Gott skipulag á fjármálum er mikilvægt til að borgin stækki og fólk sé ánægt.

Þú getur breytt, skattamálum, reglugerðum til að laða að viss fyrirtæki eða fólk til borgarinnar eða færa hana til grænni vega. Eitt af því sem kom með fyrstu viðbót leiksins, After Dark. Var ferðamanna iðnaðurinn og nánari fjölbreytni í þeim málum. Viltu að borgin þín verði næsta Las Vegas? Eða kannski bara Hafnafjörður?

Ég gæti haldið lengi áfram um leikinn sjálfann, en í staðinn ætla ég að fjalla um núna hvernig er svo að spila blessaða leikinn á PlayStation 4, í mínu tilviki PS4 Pro, uppí sófa með Dualshock 4 pinna? Það verður að segjast að það virkar bara óvenjulega vel, það er allt í PS4 útgáfu leiksins sem er í grunn útgáfunni á PC, það var ekkert “dumbed down” í þessari útgáfu, þeir flóknu hlutar leiksins eru enn til staðar. Vandinn er kannski helst að það hefði mátt vera betri kynnig á hvernig leikurinn virkar fyrir nýja leikmenn og þeir sem hafa ekki spilað hann á PC í hundrað tíma eins og hafði gert.

Það er sterkur möguleiki að iðnaðurinn minn sé að megna frá sér. Nafnið á svæðinu er pínu kaldhæðnislegt 🙂

Það er notað pinna DS4 til að færa sig um kortið og axlartakkana til að færa sig á milli helstu valmynda. Það tekur smá stund að fá tilfinningu fyrir þessu áður en þú verður snöggur að leggja niður heilu hverfin á methraða. Hægt er síðan að ýta á þríhyrninginn til að kalla upp lítinn valseðil með öðru valmöguleikum. Þetta er fín straumlínu löngun á almennt djúpum leik.  Eitt sem er mjög fínt að nota í byrjun og það er að ýta niður á L3 eða vinstri pinnan til að stjórna hve hratt leikurinn fer eða bara stöðva tímann algerlega á meðan þú ert að vinna og skipuleggja þig.

Eitt af því sem PC útgáfan átti til að gera, sérstaklega þegar liðið var á, og reyndar ótal moddum síðar, var að keyra frekar ílla. Leikurinn á PS4 keyrir mjög vel að mínu mati og jafnvel eftir að þú ert komin með borgina á stærra svæði.

Það helsta sem ég finna að leiknum er að hann inniheldur ekki meira af því sem hefur komið út fyrir hann á PC. Viðbætur eins og, Snowfall, Natural Disasters og síðan Mass Transit. Reyndar kom það síðasta út um það leyti sem leikurinn kom út fyrir Xbox One svo það var kannski aðeins og bjartsýnt, en fyrstu tveir hefði verið frábær viðbót við leikinn. Vonandi fáum við að sjá þetta sem aukaefni fyrir leikinn síðar (DLC). Eitt sem hjálpar samt mikið til og það er verð leiksins, hann er á £34.99/$39.99 eða innan við 5.000.kr sem er fínt verð fyrir svona leik að mínu mati.

Auðvellt er að „teikna vegi og annað í umhverfið með DS4 pinnanum.

Leikurinn styður Playstation 4 Pro, en við erum ekki með upplýsingar um hvað návkæmlega það inniheldur. Við spiluðum leikinn á PS4 Pro og kom vel út.

Hve mikið fólk fær úr þessum leik, er byggt á því hve gaman þeim finnst að setja niður í nokkra tíma í senn og byggja upp borg og kannski hlusta á smá tónlist eða podcast á meðan. Svona leikir eru ekki fyrir alla, en þið sem hafið gaman af svona leikjum þá er Cities: Skylines á PS4 vel þess virði að fjárfesta í.

Einkun: 8,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Colossal Order/Tantalus Media
Útgefandi: Paradox Interactive.
Útgáfudagur: 15.08.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Mac, Xbox One

Heimasíða: http://www.citiesskylines.com/ps4

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Myndir: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.