>Observer_

 

Fyrirtækið Blooper Team var stofnað árið 2008 í Krakow Í Póllandi og er einna þekktast fyrir hryllings leikinn Layers of Fear og Layers of Fear: Inheritance sem við höfum áður fjallað um hér á síðunni.

Nýjasti leikur þeirra er Cyberpunk hryllingsleikurinn >Observer_  sem kom út nú fyrir stuttu á PlayStation 4 ásamt öðrum stöðum.

Árið er 2084 og eftir banvæna plágu sem hét “Nanophage” og stríð, þá er heimurinn ekki beint indæll staður að búa í. Flestir hafa leitað í eiturlyf, sýndarveruleikann, viðbætta tækni við líkama þeirra eða hvað annað til að dreifa huganum frá vesældinni.

Daniel ræðir við Janus húsvörðinn.

 

Leikmenn fara í fótspor Daniel Lazarski (leikinn af Rutger Hauer, sem er einna þekktastur úr Blade Runner), topp hugar rannsóknar manns sem eru kallaður “Observer”, þeirra verk er vinna fyrir stóru fyrirtækin í heiminum og hakka sig inn í huga grunaðra einstaklinga. Allt sem þú getur hugsað, fundið fyrir, dreymt, er hægt að nota gegn þér í réttarhöldum.

Umhverfið er oft vafið grænum lit og er skítug blanda af tækni og fátækt.

Daniel fær dularfullt símal frá syni sínum sem hann hefur ekki haft mikil samskipti við síðustu árin, hann er verkfræðingur á Chiron Corporation, einu af valdamesta tæknifyrtæki heimsins. Þessi skilaboð leiða tig í fátækrarhverfi Krakow borgar þar sem skilaboðin frá Adam Lazarski komu frá. Stuttu eftir komuna lokast byggingin af útaf hættu að Nanophage sjúkdómurinn sé á kreiki og þurfa leikmenn að ræða við íbúa byggingarinnar og húsvörðin og leysa ýmsar ráðgátur, glæpi og hvernig þetta tengist allt syni þínum ásamt að eiga við mögulegan sjúkdóm á vappinu.

Leikurinn spilast í fyrstu persónu og er spilað talsvert með raunveruleikann bæði í umhverfinu og útliti leiksins. Daniel hefur tvennar sjónsviðstegundir til að svipast um heiminn, lífræna og tækni. Með að skipta á milli sjónsviða er hægt að finna vísbendingar í umhverfinu og fínna leynda hluti og nýjar leiðir. Það er í raun ekki mikið um aðrar persónur í leiknum, bæði er það vegna þess að byggingin á að vera lokuð, og útaf því að þetta er lítill leikur og það hefði kostað sitt að vera með fullt af persónum á skjánum til að ræða við. Þetta vinnur þó ekki gegn leiknum að mínu mati, og nær að vera hluti af sögu leiksins á fínan hátt.

Það er oft flott „Retro“ útlit af mikið af tækni leiksins.

Því meira sem er rætt við íbúana, eitthvað sem þarf ekki að gera að mestu nema að þú viljir það, þá fær maður frekar ógeðfellda sýn af þessum heimi og við hvað fólk býr. Þetta er klárlega leikur fyrir fullorðna og ber þess merki í vissum viðfangsefnum hans. Það er hægt að draga margvíslegar hugmyndir um hvernig tækni getur dregið þig úr raunveruleikanum og brenglað sýn fólks á veruleikann og annað með að skoða líf fólksins í byggingunni.

Eitt af því sem Daniel getur gert sem Observer, er að nota rannsóknar aðferð sem kallast “The Dream Eater” og taka frekar langan kapal sem er tengur við hendina á honum og stinga honum í viss tengi í höfði á fólk til að fara inn í huga þeirra til að fá svör og leysa morð í vissum tilefnum. Þessir hlutar leiksins eru þar sem mesti hryllingspartur leiksins gerist. Þessir kaflar eru mismunandi góðir, en eru sjónrænt oft virkilega flottir en ná ekki alltaf að fara lengra en hálfgerð “jump scares” þó eru hlutar sem er frekar ógeðfelldir að upplfia. Eftir þessi kafla og á öðrum stöðum í leiknum á taugaástand Daniels til að verða brenglað og hefur það áhrif á hvernig þú upplfir heiminn. Til að jafna þetta út tekur hann vissar töflur sem hjálpar fólki að lifa við viðbætta tækni í líkama þeirra.

Þegar er farið í huga fólks þá verða hlutirnir oft frekar skrítnir.

Það sem ég tók eftir á þeim 6-7 tímum sem tók mig að klára leikinn er hönnuðirnir hjá Blooper Games, hafa litið til eimmit mynda eins og Blade Runner, Matrix, RoboCop, Dredd og Strange Days á meðal annars. Einnig eru áhrif frá bókinni Neuromancer eftir William Gibson, I Have No Mouth, and I Must Scream eftir Harlan Ellison og skrifum Philip K. Dick.

Rutger Hauer að mínu mati var það besta við leikinn og passaði rödd hans eitthvað sem vel við hinn þreytta og gamla Daniel Lazarski. Aðrar raddir voru fínar þó ekki mikið af. Tónlistin og hljóðhönnun var fín og átti vel við viðfangsefnið fannst mér.

Leikurinn keyrir á Unreal Engine 4 og getur á köflum verið virkilega flottur, helsti vandinn sem ég tók eftir að spila hann á PS4 Pro var visst hikst sem átti til þegar þú ákvaðst að hlaupa eftir göngunum í leiknum, þá átti fps (rammahraðinn) oft til að detta talsvert niður. Það sem hjálpar þó er að leikurinn er að mestu frekar hægur í spilun.

Sumt sem maður sér er ekki auðvellt að gleyma.

Sagan er fín, en mér hefði mátt finnast hún fara lengra að rannsaka samband Daniel og sonar hans, hryllingurinn er ekki eins mikill og í Layers of Fear, hann er þó öðruvísi uppbyggður. Helsta að þessi kaflar þar sem maður þarf að felar sig fyrir óvini pínu óþarfi. Uppá endurspilun þá er ekki mikið að sækjast eftir í endurspilun nema að finna myndir af sjúklingum um heiminn, sagan þó klárar sig vel og eru tveir mismunandi endar til að upplifa. Eini gallinn er að leikurinn er ekki með kaflaval, svo það er gáfulegt að vista árángurinn á usb áður en lokunum er náð til að næla sér í báða enda trophies án þess að þurfa að klára leikinn tvisvar sinnum.

Fyrir þá sem hafa gaman af öðruvísi leikjum, Cyberpunk heimi og útliti þá er margt hérna til að vekja áhuga á, verð leiksins er um 27 pund með PS+ afslætti eða um 3.700.kr. Ég myndi segja fyrir áhugasama þá er alveg þess virði að bíða eftir að hann lækki aðeins og hoppa á hann þá og hann ætti að vera þess virði.

Það er þess virði að kíkja á sýnishorn úr leiknum sem ætti að gefa nánari tilfinningu fyrir honum.

Einkun: 7,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Blooper Team
Útgefandi: Aspyr
Útgáfudagur: 15.08.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Mac og Xbox One.

Heimasíða:  http://observer-game.com

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.