Pillar’s of Eternity: Complete Edition

Hlutverkaleikir áttu góðan visælar tíma undir lok síðustu aldar og stuttu eftir það með útgáfu leikja eins og Baldurs Gate, Icewind Dale, Planescape Torment og Fallout. Á árunum eftir þetta breyttust RPG leikir talsvert og leikir sem var séð ofan eða til hliðar heiminn og var hægt að stöðva bardagann til að útpæla næsta skref, fækkuðu á meðan stórir þrívíddar leikir byrjuðu að vera algengari.

Síðustu árin hefur orðið aukning í áhuga á þessum eldri leikjum og margir vinsælir leikir hafa verið endurlífgaðir á Kickstarter hópfjármögnunar þjónustunni eða öðrum slíkum stöðum. Einn af vinsælustu leikjunum til að koma úr þessu, var Project Eternity frá Obsidian Entertainment í sept 2012. Leikurinn safnaði um $4 Miljón Bandaríkja dölum og var það stærsti tölvuleikurinn þar á þeim tíma.

Umhverfi leiksins eru oft mjög flott.

Ég vil taka það fram að ég studdi leikinn um $35 á þeim tíma á Kickstarter. Það hefur ekki áhrif á gagnrýni mina á leiknum, en mér finnst það þess virði að nefna þó uppá gagnsæi.

PoE gerist í fantasíu heiminum Eora þar sem dularfullir atburðir eru í gangi og fólk er að fæðast sem “hollowborn” sem táknar að það fæðist án sálar. Í byrjun leiksins lendir hetjan sem þið skapið í skrítnum atburði og kemst af því eftir á að þið eruð “Watcher” eða persónu sem getur séð fyrrum líf fólks og átt samskipti við sálir. Þetta verður til þess að þú ferð í stórt ferðarlag til að kanna hvað olli þessu og hvernig er hægt að leysa vanda Hollowborn.

Pillars of Eternity: Complete Edition á inniheldur tvenna aukapakka sem leikurinn fékk árin 2015-2016 sem heita The White March. Þetta smellir leiknum vel yfir 80-100+ tíma markið í efnið sem er í boði. Það er einnig hálfgerður mini leikur þar sem þú getur byggt upp kastala sem þú eignast í gegnum söguna sem getur nýst vel að byggja upp.

Fyrir þá sem kannast við nafnið Obsidian Entertainment þá ættu leikir eins og Fallout: New Vegas of South Park: The Stick of Truth að kveikja við fólki. Einnig unnu þeir að Star Wars: Knights of the Old Republic – The Sith Lords, Neverwinter Nights 2, Alpha Protocol, Dungeon Siege III ofl. Fyrirtækið er núna að vinna að Pillars of Eternity II: Deadfire

 Ég ætla ekki að fara of djúpt í leikinn eða hvernig hann spilast, enda myndi það enda í langri ritgerð líklega, heldur skima yfir hvernig hann er og síðan hvernig kemur út á PlayStation 4.

Þar sem leikurinn er að höfða til eldri tegundar af leikjum þá er uppbygging hans mjög lík leikjum frá Infinity Engine tímabilinum (það var nafnið á vélinni sem keyrði mikið af þessum leikjum). Þú hittir fjölbreyttan hóp fólks, sumt af þeim getur þú fengið í lið með þér í gegnum söguna, þau hafa oft síðan eigin ástæður og hvata og getur sumt af því komið fram við spilun leiksins. Það er barist við ótal af skrímslum og óvinum og kannað dýfflissur og skrítna staði í leit af fjársjóði eða leysa hin ýmsu verkefni. Hægt er að sérsníða persónu þína í útliti, hvaða kynstofni hún eða hann er af eins og; Human, Aumaua, Dwarf, Eld, Orlan and Godlike, velja á milli að laumast um, berjast, tala þig útúr vandanum, taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft mikil áhrif útfrá, frelsi í spilun og vali er eitthvað sem slíkir leikir eru þekktir fyrir.

Paradox Artic, sem er hliðarstúdíó Paradox í Norður Svíþjóð fékk það verkefni að færa leikinn yfir á leikjavélar Sony og Microsoft. Leikurinn var uppfærður til að virka með Dualshock 4 pinnanum, nýtt viðmót til að virka betur á sjónvarpi í fjarlægð frá skjánum án þess að taka neitt í burtu frá þeim flóknu hlutum sem leikurinn inniheldur.

Það er fínt að læra vel hvernig stjórnkerfi leiksins virkar.

Alment tekst frekar vel til, það tekur þó smá tíma að finna sig í leiknum og átta sig á öllum þeim möguleikum í stjórnun sem leikurinn bíður uppá. Það er pínu klunnalegt stundum að nota vinstri pinnan til að hreyfa sig og þann hægri til að hreyfa myndavél leiksins. Þú ýtir síðan á X til að velja þann hlut eða persónu sem þú hefur valið, það er stundum pínu flakk að finna rétta hlutinn til að smella á.

Þegar bardagi byrjar þá stöðvast leikurinn og þú færð tækifæri til að skipurleggja aðgerðir þínar og hópsins þinns. Hægt er að skipuleggja árásir, færa persónur, nota galdra ofl. Með að halda inni R2 þá kemur upp hæfileikja hjól til að velja aðgerðir á, það er hægt að stjórna hve hratt bardagar gerast, sem kemur að góðum notum í þeim flóknari. Það er strembið að átt sig hvernig er best að spila ef þið hafið ekki spilað svona leiki áður, þá er gott að fara í gegnum valmynd leiksins og breyta erfiðleikastillingunni ofl hlutum til að henta leikstíl ykkar.

Eitt sem er gott er að það er fjölbreytt erfiðleikastilling í boði, allt frá Path of the Damned yfir í Story Time og jafnvel Trial of Iron sem eyðir save skránni ef þú deyrð einu sinni. Allir ættu að finna þann leikstíl sem hentar þeim til að njóta leiksins og er það eitthvað sem ekki allir leikir í dag gera nóg af.

The White March kemur með ný og flott umhverfi.

Eitt af því flottasta í leiknum að mínu mati eru bakgrunnar leiksins og sú vinna og nákvæmni sem hefur verið lögð í hönnun þeirra. Þetta er handteiknuð hönnun sem er ekki eins algeng í leikjum í dag sem eru flestir opnir þrívíddar leikir, það er fínt að geta ýtt upp eða niður á d-pad til að færa myndarvélina nær eða fjær til að njóta útlit leiksins sem best.

Ef ykkur líkar síðan leikurinn þá er þess virði að kíkja á Torment: Tides of Numeria sem er andlegt framhald af Planscape Torment og er einnig til fyrir lekjavélarnar.

Þrátt fyrir vissa vankanta og stundum langan kafla að hlaða á milli borða og skort á betri kynningu fyrir yngra fólk sem ólst ekki upp á þessum leikjum, þá nær PoE er vera virkilega góður og þéttur RPG leikur af „gamla skólanum” og inniheldur nóg af efni til að réttlæta verðmiðann fyrir þá sem eru tilbúin að sökkva sér inn í leikinn.

Einkun: 8,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Obsidian Entertainment, Paradox Artic
Útgefandi: Paradox Interactive
Útgáfudagur: 29.08.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Mac og Xbox One.

Heimasíða:  Obsidian Entertainment Paradox Interactive

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.