PlayStation Plus leikir Október mánaðar

Sony Interactive Entertainment hefur kynnt hvaða leikir verða í boði fyrir PlayStation Plus áskrifendur í Október mánuði.

Hérna fyrir neðan er hægt að sjá hvað er í boði og er það sama í þetta sinn fyrir Evrópu og N-Ameríku:

  • Metal Gear Solid V: The Phantom Pain, PS4
  • Amnesia: Collection , PS4
  • Monster Jam Battlegrounds, PS3
  • Hustle Kings, PS3
  • Hue, PS Vita (Cross Buy with PS4)
  • Sky Force Anniversary, PS Vita (Cross Buy with PS4 & PS3)

Risinn í pakkanum þennan mánuðinn er svana söngur Hideo Kojima fyrir Konami, Metal Gear Solid V: The Phantom Pain. Hann kom fyrst út 1. sept 2015 og fékk að meðaltali 9 í einkun hjá gagnrýnendum. Við tókum hann fyrir hérna og gáfum honum 9.5 af 10. Einnig dæmdum við Amnesia: Collection hérna.

That’s You! Partý leikurinn fer af PS+ 23. Okt og RIGS Mechanized Combat League PS VR leikurinn fer í út í byrjun Nóv.

Hægt er að sjá hérna fyrir neðan myndband af leikjunum sem eru í boði.