The Bard’s Tale: Remastered and Resnarkled

Framleiðandi/Útgefandi: InXile Entertainment
Útgáfudagur: 21.09.2017
Útgáfa spiluð: PS4 Pro. Einnig til á PC, iOS, Android, Linux, Ps Vita, PS2 og Xbox.

Heimasíða: https://bardstale.inxile-entertainment.com

Fyrir þá sem spiluðu PC leiki í kringum árin 1985-1988 þá ætti Bard‘s Tale nafnið að vekja upp góðar minningar. Leikirnir voru hlutverka leikir og byggðu á klassískri Dungeons & Dragons spilun ásamt að vera undir áhrifum Wizardry leikjanna.

Nokkrum árum síðar kom út The Bard‘s Tale, nú hannaður af öðru fyrirtæki, þar sem Electronic Arts áttu réttinn á sögunni, persónum og staðsetningum þá deildi leikurinn fáu með upprunalegu leikjunum. Frekar var hægt að finna áhrif þeirra víðsvegar í leiknum.

Nýji leikurinn var í þrívídd og var sjónarhorn hans séð að ofan og átti meira skilt með ævintýra og hasar leikjum en hlutaverka leik.

Það sem gerði hann eftirminnilegan að mínu mati var húmor hans og raddir Cary Elwes (úr Princess Bride) sem The Bard persónan og Tony Jay (þekktur fyrir flotta rödd sína í kvikmyndum og leikjum) sem sögumaður leiksins sem gerir lítið annað en að gera lítið úr The Bard og er ljóst að hann þolir hann ekki.

Sagan er klassíkt dæmi um and hetju sem er meira að hugsa um hvað hann græðir á hlutunum í formi peninga og kvenna en að bjarga fólki. Hann safnar að sér fjölbreyttum hólpi fólks og er hægt að vinna bardaga leiksins á hina ýmsu vegu, frá að berjast, nota tónlist The Bard til að kalla fram skrímsli til að berjast fyrir þig. Þegar líður á söguna rekst persóna þín á fleiri „vel valdar“ hetjur sem hafa látið lífið í sama ævintýri og þú ert á.

Húmor leiksins er eitthvað sem fær þig til að spila áfram eða hittir ekki í mark, persónulega hef ég ávallt haft gaman af svona húmor og fannst ekki verra að hafa Elwes og Jay raddirnar í leiknum.

Að spila leik árið 2017 sem kom út fyrir um 13 árum er alltaf sérstakt, hann ber þess merki hvenær hann var hannaður þrátt fyrir að spila uppfærða útgáfu af honum. Þegar hann kom út voru leikir eins og Diablo 2 og Baldur‘s Gate: Dark Alliance vinsælir og er hægt að sjá áhrif þeirra hérna.

The Bard’s Tale: Remastered and Resnarkled sem er spilaður núna byggir á PC útgáfunni frá árinu 2005 og hjálpar það talsvert upp á að halda honum að líta sæmilega út 12 árum síðar. Það eru þó margir hlutar sem bera aldurinn og er þetta ekki í raun fullt „Remaster“ af leiknum heldur bara ný og aðeins betri útgáfa fyrir PlayStation 4 og PlayStation Vita. Hann keyrir þó í 4K upplausn og á 60fps sem er stór plús. Það hefði þó verið gaman ef að myndbönd leiksins hefðu fengið uppfærslu.

Það er um 20-30 tíma spilun í boði í leiknum, stór heimur með borgum og bæum, kastölum, dýfflissum, hellum og andsetnum grafreitum á meðal annara. Verðið á gripnum er mjög gott eða $9.99/£7.99 eða rétt um 1.100.Kr sem er fínt verð fyrir svona leik.

Helsti vandi leiksins er að hann er með eitthvað af villum sem geta gert spilun leiksins erfiðari og krefjast þess að maður fylgist vel með og visti reglulega. Einnig að hann er í eðli sínu gamall leikur með þeim vanköntum sem því fylgir í dag. En verðið er mjög gott og er vel þess virði að kíkja á þennan leik aftur eða í fyrsta sinn.

Það má síðan nefna að InXile Entertainment hélt árángursríka Kickstarter herferð fyrir The Bard’s Tale IV og er nú að vinna að þeim leik og ætti það að verða spennandi að sjá hvernig kemur út.

Einkun: 6,8 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.