EA lokar Viceral Games og seinkar Star Wars ævintýraleiknum.

Electronic Arts tilkynnti í að þeir væru að fara loka Viceral Games stúdíóinu sem er einna þekktast fyrir Dead Space leikin og væntanlegan Star Wars leik leiddan af Amy Hennig sem vann áður af Uncharted leikjunum.

Patrick Söderlund hjá EA útskýrði að leikurinn, sem á að vera sögu uppbyggður ævintýra leikur, hefði gengið í gegnum innanhús prófannir og það var ljóst að hann þyrfti nýja leiðsögn.

It will retain “the stunning visuals, authenticity in the Star Wars universe, and focus on bringing a Star Wars story to life,” but the overall design will be changed to a “broader experience that allows for more variety and player agency” taking advantage of Frostbiteengine. Central elements will be reimagined “to give players a Star Wars adventure of greater depth and breadth to explore.”

Söderlund fór ekki nánar í þetta, en sumir giska á að þetta þýði opnari leik en hefur verið að hanna hingað til.

Annað ónefnt fyrirtæki innan Electronic Arts mun taka við framleiðslu undir leiðsögn EA Vancouver sem hefur nú þegar verið að vinna að leiknum. Útgefandinn EA er nú þegar að vinna að færa sem flesta starfsmenn Viceral yfir í önnur verkefni og stúdíó.

Leikurinn átti upprunalega að koma út í fyrri hluta árs 2018 en nú er EA að horfa til nýs tímaramma fyrir leikinn sem verður kynntur síðar.

Það er ekki ljóst hvort að Amy Hennig er enn að vinna að leiknum, en við vonumst til að hún verði áfram.

Viceral Games var stofnað sem EA Redwood Shores árið 1998 og gerði The Lord of the Rings: The Return of the King, James Bond: Agent Under Fire, James Bond 007: Everything or Nothing, James Bond 007: From Russia with Love, The Godfater 1-2, Dead Space 1-3, Dante’s Inferno, Army of Two: The Devil’s Cartel og Battlefield Hardline á þeim tuttugu árum sem það var til.