Cities: Skylines DLC á leiðinni

Borgar hermirinn Cities: Skylines sem kom út á PlayStation 4 í Ágúst og við dæmdum þá, er að fá fyrsta aukapakkann sinn, Season pass og Complete Edition með öllu saman.

Hérna fyrir ofan má sjá úr fyrsta pakkanum Snowfall og hvernig veðrið og kuldinn mun hafa áhrif á hvernig þú þarft að byggja og sjá um borgina þína.

Það verða samtals sex DLC pakkar gefnir út fyrir leikinn á næstu mánuðum og verður Snowfall sá fyrsti að koma út þann 14. Nóvember næsta.

Hægt verður að kaupa þá staka eða sem hluta af season pass-a leiksins, það sem er í boði í passanum má sjá hérna fyrir neðan:

  • Snowfall (full expansion)
  • Natural Disasters (full expansion)
  • Mass Transit (full expansion)
  • High Tech Buildings (content creator pack)
  • Art Deco (content creator pack)
  • Relaxation Station (radio station DLC)

Útgáfan með öllu saman, mun kallast Premium Edition og inniheldur leikinn ásamt öllu Dlc og mun kosta £59.99 á meðan season pass kostar £29.99.

Við höfðum mjög gaman af Cities: Skylines þegar hann kom út og gáfum honum 8,5 af 10 og mældum með honum, eitt af því sem við kvörtuðum eimmit undan var að það vantaði það niðurhals efni sem hefur komið út fyrir leikinn á PC og með þessum fréttum þá ætti leikurinn að batna til muna.