PES 2018

Kynning:

Hin eilífa barátta PES og FIFA heldur áfram og núna berjast 18 týpurnar um hylli leikmanna. Eins og í fyrra þá kom PES 2018 út á undan FIFA 18 þetta árið um tveimur vikum á undan, og reynir að ná til bolta unnenda.

Maður er ekki 100% viss um að maður hafi sett réttan disk í í fyrstu þegar ræst er upp nýja Pro Evolution Soccer 2018. Það virðist ekki mikið hafa breyst í valmyndum eða viðmóti leiksins og maður byrjar að pæla hvort að sé eins undir húddinu og í spilun leiksins?

Viðmótið hefur lítið breyst, en skilar sínu

Grafík og Hljóð:

FOX Engine grafíkvélin er áfram nýtt og hefur verið uppfærð með betri hreyfingum leikmann, nánara lagt í andlit leikmanna og skönnun á líkama þeirra. Allt er þetta gert til að skila sér í betri hreyfingum á vellinum.

Áfram er PES serían að vinna náið með Barcelona og fá þeirra leikmenn og leikvangur sérstaka athygli. Camp Nou völlur Barcelona og Signal Iduna Park völlur Dortmund hafa verið skannaðir frá öllum sjónarhornum til að sýna minnstu smá atriði þeirra.

Andlit leikmanna og hvernig þeir bregðast við aðstæðum hefur verið lögð áhersla á þetta árið og er þetta ein af stærri breytingum síðari ára. Markmenn hafa fengið fleiri hreyfingar og raunverulegri viðbrögð við aðstæðum í leiknum.

Hreyfingar leikmanna með og án boltans halda áfram að koma mjög vel út og hvernig boltinn hreyfist eftir vellinum og þegar leikmenn eru með hann er oft flott að sjá og finna fyrir.

Fyrir þá sem eru með PlayStation 4 Pro vélar, þá styður hann 4k upplausn, ekki ljóst hvort að það er full upplausn eða uppsköluð eitthvað. Hann rúllar á 60fps ramma hraða á venjulegri PS4 og PS4 Pro.

Ég læt fylgja með hérna fyrir neðan það sem ég sagði um lýsingu leikjanna í PES 17 vegna þess að það á því miður enn eins við.

Peter Drury og Jim Beglin mæta aftur til leiks að lýsa leikjunum og er það almennt fínt, stundum pínu kjánalegt. Enn það er við að búast kannski útaf hve leikirnir geta breyst þegar fólk er að spila þá.

Kjarninn á bakvið spilunina er enn til staðar

Spilun:

Þó að það virðist eins og ekkert hafi breyst á milli ára í viðmóti og valmyndum leiksins er annað að finna þegar byrjað er að spila leikinn.

Það er eitthvað við spilun leiksins sem mér finnst Fifa leikir EA stundum skorta, það er einhvern vegin meiri raunveruleiki ef svo má segja um hvernig boltinn fer um völlinn og hvernig skot þín og hreyfing boltans kemur út nær það sem maður sér í sjónvarpinu. Konami hefur áfram unnið að það sem gerir Pro Evo seríuna svo góða í gegnum árin og það er spilun hans. Leikurinn í fyrra var virkilega góður og gáfum við honum eimmit góða einkun fyrir vikið, leikurinn í ár byggir á því góða en virðist hægja á sér í að uppfæra aðra hluti hans.

Bæði Pes og Fifa eru hægari í ár í spilun, en það er ekki endilega slæmur hlutur, meira hefur verið lagt upp úr að gera spilun og upplifun leiksins betri. Hérna er eimmit sem Pes kemur betur út að mínu mati en nýji Fifa leikurinn. Vandinn er að leikurinn er erfiðari að ná tökum á en hjá samkeppninni, þetta gæti fælt suma frá leiknum.

Nýtt í ár er 2v2 og 3v3 co-op spilun í gegnum netið og uppí sófa. Hægt er að spila leiki með vinum eða detta inn í handhófskenndan hóp á netinu og keppa við aðra leikmenn.

Enn og aftur vantar helstu leyfin fyrir deilir og lið í leiknum og það hefur ekki mikið skánað á milli ára. Á ný eru Konami með samninga við Barcelona, Liverpool, Borussia Dortmund, Inter Milan, River Plate, Fullham, Valencia, Corinthians Paulista og CR Flamengo í Brasilíu. Einnig eitthvað að neðri og smærri deildunum víðs vegar um heiminn.

Á ný er auðvellt að bæta úr þetta með aðgangi að internetinu og usb kubbi til að laga nöfnin, lógóin og búningana. Þetta er ekki fullkomin lausn, en þó gott hafa fyrir þá sem vilja.

Meistaradeildin, Evrópukeppnin, AFC Meistaradeildin ofl ásamt deildum í Hollandi, Spáni, Ítalíu, Argentínu, Frakklandi, Portúgal, Chile, Brasilíu ofl.

myClub fær klassíska leikmenn til að nota eins og David Beckham, Diego Maradona frá Liverpool; Robbie Fowler, Ian Rush, Micahel Owen. Frá Dortmund; Michael Zorc, Norbert Dickel, Jörg Heinrich, Karl-Heinz Riedle og Lars Ricken.

Ending:

Hvað mikið þú færð úr leik eins og PES 2018 fer mjög mikið eftir þér og hvort að þú hafir fólk í kringum þig eða á netinu til að spila við. Mér finnst persónulega skemmtilegra að spila á móti tölvunni í Pes en Fifa, en það er algerlega smekksatriði.

Það er síðan Master League, Become A Legend, MyClub ásamt net og fjölspilun í leiknum og reglulegar uppfærslur á leikmönnum eftir hvernig þeim gengur í raunveruleikanum til að gera spilun leiksins nær því sem er í gangi. Randon selection battles snýr aftur frá PlayStation 2 dögunum og ætti að gleðja marga sem hafa spilað seríuna lengi.

PES League World Tour 2018 er nýtt þetta árið og er gert til að höfða til e-sports hópsins með hinum ýmsum keppnum sem er hægt að vinna sér inn þátttökurétt í.

2v2 og 3v3 co-op spilun er góð viðbót við leikinn

Lokaorð:

PES 18 tekur bótum í spilun leiksins og heldur áfram baráttunni við Fifa leikina, en gefur eftir í útlits deildinni og viðmóti. Konami mætti að mínu mati taka og endurhanna allt þetta kerfi í leiknum á næsta ári til að gefa leiknum ferska byrjun. Þeir eru enn á eftir EA Sports þegar kemur að myClub en vonandi halda áfram að bæta sig.

Eftir að hafa spilað hina stórgóðu sögu hluta Fifa 17 og Fifa 18 (já ég hélt að ég myndi aldrei skrifa þetta heldur), þá væri gaman að sjá Konami reyna eitthvað svipað.

Vandinn við netspilun PES 17 er að mestu horfinn og er mikklu betra að spila á netinu í ár. Það er ljóst að fínpússun frekar en bylting var uppá borðunum hjá Konami í ár og verður forvitnilegt að sjá hvað PES 19 færir okkur.

Einkun: 8,3 af 10 Mögulegum

Framleiðandi: PES Productions
Útgefandi: Konami
Útgáfudagur: 12.09.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PS3, PC, Xbox 360, Xbox One.
Heimasíða: https://www.konami.com/wepes/2018/eu/en

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.