South Park: The Fractured But Whole

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að South Park teiknimynda þættirnir séu búnir að vera í loftinu í 20 ár á þessu ári og komnar eru 21 sería af þáttunum. Þó þættirnir hafa lengi verið vinsælir hefur gengið erfiðlegra að búa til tölvuleiki byggðan á heimi Trey Parker og Matt Stone hingað til.

Hönnuðir South Park þáttana, Parker og Stone leituðu til Obsidian Entertainment sem hafa helst verið þekktir fyrir hlutverka leiki í gegnum tíðina til að búa til leik byggðan á heimi þáttana og unnu náið með þeim að leiknum. Úr þessari samvinu varð South Park: The Stick of Truth sem kom út árið 2014.

Leikurinn skapaði heim þáttana á flottan hátt og mátti finna allar helstu persónur þáttana og ótal hluti sem harðir aðdáendur könnuðust vel við. Helsti vandi leiksins var fall THQ fyrirtækisins, en Franski útgáfurisinn Ubisoft kom leiknum til bjargar og eftir nokkrar seinkanir skilaði leikurinn sér loks á PC, PlayStation 3 og Xbox 360. Hann fékk fína dóma var með á milli 8-8,5 í meðal einkun samkvæmt Metacritic.

Það sem við helst lentum í hér í Evrópu var að leikurinn var ritskoðaður eftir ábendingar frá ýmsum stöðum, einnig fengu greyin í Ástralíu fengu líku að finna fyrir því, og höfðu yfirvöld þar neitað að leyfa leiknum að koma út án breytinga. Það má nefna að útgáfan af The Stick of Truth sem fylgir með nýja leiknum hérna í Evrópu er sú ritskoðaða á PlayStation 4 sem er pínu svekkjandi.

Coonstagram gegnir stóru hlutverki í leiknum

Í Stick of Truth snerist allt um fantasíu heiminn og í Fractured but Whole snýst allt um ofurhetjur, eitthvað sem er mjög vinsælt í dag. Þessi barátta vinanna um hvorn heiminn á að velja skapar sundrung á milli vinanna og er viss tilvísun í Civil War sögulínu Marvel Comics í bókunum og kvikmynd. Takmark beggja aðila er að koma sínum hetjum áfram og næla sér í flottan samning við Netflix efnisveituna um kvikmyndir og þætti byggðan á afrekum hetja þeirra.

Cartman er eins og svo oft áður í sögum South Park í fararbroddi og kemur að flestum hlutum sögunnar, hann er staðráðinn að „Coon and friends“ verði að veruleika. Til að byrja þá ákveða strákarnir að finna týndan kött og vinna sér inn pening til að koma ævintýrinu af stað.

South Park heimurinn er á köflum brenglaður og það líður ekki á langt þangað til að sagan fer útí sýrðari átt þar sem, efnabreyttir óvinir, eldri krakkar, spilltar löggur, brenglaðir foreldrar og margar persónur úr þáttunum koma við sögu í ævintýri strákanna.

Eins og í Stick þá fara leikmenn í fótspor „the new kid“ sem er raddlaus persóna sem leikmenn geta sniðið að sínum þörfum. Það er meiri valmöguleiki í leiknum nú bæði í persónusköpun leiksins ásamt hvernig bardagar leiksins eru spilaðir.

Eins og í hlutverka leikjum þá byrjar þú að velja þér klassa og hægt er að velja á milli, Brutalist, Blaster, Speedster í byrjun leiks og síðar meir er hægt að velja Elementalist, Gadgeteer, Plantmancer, Cyborg, Psychic, Assassin og Martial Artist og blanda saman hvað þér finnst best að nota. Eins og með góða ofurhetju þá þarf sorglega baksögu og er Cartman of glaður til að hjálpa leikmönnum með hana, það er best að leyfa fólki að upplifa þetta sjálft.

Það eru margir skrítnir óvinir sem þú mætir

Bardagar leiksins eru spilaðir á hnitkerfi sem minir mikið á skákborð, þú hefur vissan hreyfingar fjölda í hverri umferð fyrir hverja persónu í hóp þínum og hvað þú getur gert, hvort að það er að nota vissa hæfileika þína í bardga eða styðja við eða lækna hópinn þinn. Þetta er til allrar lukku auðvellt að finna úr og ef eitthvað betra en í fyrri leiknum. Þín persóna hefur síðan vissan hæfileika viðrekstar sem getur breytt gangi bardganna. Þú getur í byrjun tekið umferð af óvininum eða stöðvað tímann tímbabundið og ráðiðst á óvinina, síðar meir verða þessir hæfileikar dýpri og geta bjargað þér í erfiðum bardögum. Þökkum bara fyrir að þú getur ekki fundið lykt úr tölvuleik, annars held ég að maður yrði að spila þennan með gasgrímu.

Leikur barna og ýmindunarafl þeirra er eitthvað sem er rauður þráður í gegnum leikinn, hvernig þau búa til búninga og hluti úr hversdaglegum hlutum sem er hægt að finna heima hjá sér, hvernig rauðir Lego kubbar verða af hrauni, að þau stoppi miðjan bardaga á götunni þegar bíll kemur.

Þá borgar sig að vera með réttan hóp til að sigra

Hvað mikið þið fáið úr leiknum snýst líklega talsvert mikið um hve mikið þið hafið gaman af þáttunum eða ekki, einnig hve mikið þið hafið fylgst með síðustu árin. Sumir brandarar fara framhjá fólki sem hefur kannski ekki fylgst ekki eins mikið með þeim. Manni finnst maður þó ekki missa endilega af í leiknum ef maður hefur ekki séð alla þættina. Leikurinn er oft mjög fyndin og ósmekklegur til skiptis og er það eitthvað sem ætti að höfða til aðdáenda South Park.

Samfélagasmiðlarnir í dag eru lykil hluti af leiknum og Coonstagram er mikilvægt fyrir þig í framvindu sögu leiksins. Það er nauðsynlegt að afla þér fylgjenda á miðlinum og er hægt að gera það á ýmsa vegu. Þetta byrjar að vega meira þegar líður á söguna og kemur að kjarna hennar. Þetta er auðvitað síðan viss ádeila á heiminn í dag og hve föst við erum við hvaða skjá sem er þar sem er að finna Facebook, Twitter, Snapchat eða Instagram.

Það er mjög gaman að fara um South Park bæinn og skoða alla hluta hans og hitta persónur sem maður hefur bara séð í þáttunum áður, það helsta er kannski ef þú spilaði fyrri leikinn þá er lítið að sjá sem þú hefur ekki séð áður, nema að vissir hlutar bæjarins eru uppfærðir eftir atburði í þáttunum. Helst ástæðan að kanna heiminn nánar, er bæði til að finna hluti sem nýtast þér í bardögum og síðan að leysa hin ýmsu aukaverkefni sem eru í boði.

Planið sem kemur deilunum af stað

Útlit leikins og hljóð er virkilega flott, er það er eins og þú sért staddur í þættinum, það er pínu fyndið að hugsa til þess að þessi leikur keyrir á Snowdrop grafíkvél Ubisoft Massive og er það sú sama og er í The Division leiknum, en eftir að hafa séð hana notaða í Mario + Rabbits: Kingdom Battle nýlega á Nintendo Switch þá er ljóst að þessi vél er öflug og fjölbreytt.

Það eru nokkrir gallar í leiknum sem fólk gæti lennt t, stundum stoppuðu bardagar í smástund og héldu áfram. Sjaldgæft er þó að þurfa að byrja bardagann á ný. Einn galli sem fái hafa upplifað og það er að í lok leiksins að síðasti sögu trophy-inn poppaði ekki upp. Ekkert af þessu er nógu alvarlegt til að skemma gamanið í leiknum. Ég bjóst pínu við að leikurinn yrði grófari, ég veit ekki hvort að það segi meira um mig, eða hvort að Ubisoft hafi dregið úr hlutunum aðeins í framhaldinu. Það er þó alltaf spurning hvað þeir gera með aukaefnið fyrir leikinn.

Það tekur flesta um 15-20 tíma að klára leikinn og einhverja tíma í viðbót ef þið viljið klára allt það aukalega sem er í boði, þetta er aðeins meira en var í fyrri leiknum. Á fá fyrsta leikinn með í stafrænu formi gerir pakkann bara álitlegri. Leikurinn er líklega ekki fyrir alla, en þá sem hafa góðan maga fyrir litríkum húmor og fínum hlutverkaleik þá er nóg gott að finna í The Fractured but Whole til að mæla með.

Einkun: 7,7 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Ubisoft San Francisco
Útgefandi: Ubisoft
Útgáfudagur: 17.10.2017
Útgáfa spiluð: PS4 Pro. Einnig til á PC, og Xbox One

Heimasíða: https://www.ubisoft.com/en-GB/game/south-park-fractured-but-whole

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.