Wolfenstein II: The New Colossus

Kynning:

Nú þegar uppgangur íhaldssemi, fasisma og annarar afturhaldshyggju tröllríður heiminum þá er kannski viðeigandi að fá tölvuleik þar sem takmarkið er að skjóta slíkan áróður og hatur í spað.

Þegar Wolfenstein: The New Order kom út vorið 2014 þá var ekki endilega búist við mikklu af honum. Síðustu árin á undan höfðu verið strembin fyrir seríuna og að fá nýjan leik frá nýju fyrirtæki var ekki að kveikja mikið í fólki. Þegar árið var á enda var leikurinn á mörgum listum yfir bestu leiki ársins. Ég valdi hann sem leik ársins hjá mér á PSX.is.

Nú eru liðin 3 ár síðan að The New Order kom út og eftirvæntin í þetta sinn er meiri, hvernig tekst svo upp með framhaldið af sögu William „B.J.“ Blazkowicz?

Í byrjun leiksins þá er B.J. bundinn við hljólastól og lætur það ekki stoppa sig

Saga:

Leikurinn byrjar hálfu ári eftir atburði The New Order árið 1961. B.J. slasaðist mikið í lok baráttu sinnar við Deathshead og hefur verið í dái í nokkurn tíma. Hann vaknar um borð í kafbátinum Evas Hammer, sem þau náðu á vald sitt. Hann er ekki uppá sitt besta og þarf að treysta á tæknina til hreinlega að halda sér gangandi og er þetta hluti af sögunni og hvatanum sem hann og leikmaðurinn hefur í gegnum spilun leiksins. Að finna það að maður er hangandi saman á viljanum einu að hluta, hefur eitthvað að segja uppá hvernig maður upplifir leikinn, það náði að skapa meiri spennu og innlifum hjá mér.

B.J. og Anya eiga von á tvíburum og er það stór hvatning fyrir að börnin þeirra vaxi ekki úr grasi í heimi undir járnhæl Nasistanna. Planið er sett á Bandaríkin og brjóta það undan okinu sem það hefur verið undir lok seinni heimstyrjaldarinnar þegar Nasistarnir vörpuðu Kjarnorkusprengju á New York sem endaði stríðið.

Síðan þá hafa Nasistarnir lagt sig fram að breyta Bandaríkjunum í hið fullkomna Þýska ríki og hluti af veldi þeirra. Ku Klux Klan koma við sögu þar sem það skoðannir þeirra fóru vel saman við Nasistana.

Leikurinn fer í baksögu B.J. og skoðar fjölskyldu hans og samband við foreldra hans. Móðir hans var Pólskur Gyðingur á meðan Faðir hans var misheppnaður viðskiptamaður sem lét alla síns vonbrigði og gremju yfir á konu sitt og barn með hræðilegum afleiðingum.

Borgin Roswell sýnir Bandríkin undir hæl fasismanns.

Það gefur leiknum og ofbeldinu nýjan tón þegar þú sérð að þetta er ekki lengur klassíska „Ameríka Vs. Stóra vonda skrímslið“ heldur annað og dýpra með ættartengslum B.J. og hvað hann gekk í gegnum og hatur hans á Nasistunum. Á meðan hann var í dái nýttu Nasistarnir tækifærið og bjuggu til áróðurs skrímslið „Terror Billy“ sem hefur verið mangaður upp í goðsagnarkenndar og hrylliðlegar hæðir af áróðursdeild Nasistanna.

Með Blazkowicz í þetta sinn eru nýjir bandamenn og aðrir sem komu við sögu úr The New Order, helsti óvinurinn í þetta sinn er hinn ógeðfellda Frau Engel sem hefur sett sér það takmark að útrýma B.J. eftir atburði síðasta leiks. Persóna hennar í leiknum nær að vera viðbjóðslega íll og á sama tíma einstaklega vel skrifuð, hún fær leikmanninn til að hata hana frá byrjun og hún nær að komast undir skinnið á manni mjög fljótt.

Þrátt fyrir alvarleika sögunnar og þá blóðugu atburði sem leikurinn fer í gegnum, þá er líka húmor og hjarta í leiknum sem nær að hitta í mark, ekki má gleyma síðan hreinlega biluðum köflum sem samt þó passa vel í þennan heim.

Eins og í New Order þá er valkostur á milli Fergus eða Wyatt persónanna og er það gert í „flashback“ og mun það hafa áhrif á hvernig sagan fer að hluta. Það er flott að MachineGames leyfa fólki að fá valið áfram úr síðasta leik og eykur þetta síðan á endurspilun leiksins.

Verkefni undir lok sögunnar færir mann nálægt sérstakri persónu sem ég vill ekki skemma fyrir hver er.

Það eru hinar ýmsu persónur sem þú rekst á og vinna með þér.

Grafík og Hljóð:

The New Colossus hefur fengið uppfærslu í id Tech 6 grafík vélina og lítur leikurinn einstaklega vel út, sérstaklega á PlayStation 4 Pro þar sem ég spilaði leikinn í gegn. 60 fps spilun er takmark leiksins og nær hann því mjög vel, það er ákveðið flæði í spilun og mýkt leiksins sem passar mjög vel við hraðann og hasarinn sem er í boði.

Stærð borðanna er talsvert meiri en var í boði í The New Order og hjálpar það örugglega til að vera komin með uppfærða grafík vél og þurfa ekki lengur að vera takmarkaður af eldri vélum eins og PS3. Nákvænmis vinnan sem hefur verið lögð í littlu smá atriðin í heiminum er á köflum ótrúleg að sjá, með opnari borðum opnast fyrir nýrri og frjálsari spilun síðan.

Hljóðhönnun leiksins er til fyrirmyndar og er bæði raddsetning persóna og tónlist leiksins mjög góð. En og aftur er raddleikarinn fyrir B.J. í essi sínu og nær að færa mann nær persónunni og þær tilfiningar og innri baráttu sem hann á við oft. Tónlist leiksins er samin af Martin Stig Andersen og Mick Gordon. Gordon vann að tónlistinni fyrir The New Order, The Old Blood, Prey og síðast Doom. Tónlistin nær að skapa á köflum ákaft andrúmsloft og nær að sökkva mann dýpra í hasar og heim leiksins.

Leikurinn tekur um 54.GB á harða disk PlayStation 4 vélarinnar með nýjasta plástrinum.

Da’at Yichud brynjan heldur þér rúllandi og hjálpar til að fækka Nasistunum.

Spilun:

Borð leiksins sem gerast frá geislavirkum rústum Manhattan, til Rosewell undir stjórn Nasista og KKK, yfir í ghettóið í New Orleans sem fær blóðið til að kólna ásamt öðrum svæðum og er nóg að kanna og finna.

Eins og áður er hægt að nota hin ýmsu vopn, bæði klassík sem fólk hefur séð áður í seinni heimstyrjaldar leikjum, yfir í hátækni vopn sem Nasistarnir hafa hannað með stolinni tækni. Það er sama heilsu kerfi og var í The New Order og er leikurinn vel erfiður á köflum og krefst þess að þú hugsir áður en þú hoppar inn í hasarinn. Það hjálpar að þú getur vistað árángurinn hvenær sem þú villt og sparar það vissa endurtekningu þegar þú deyrð. Sem er eitthvað sem maður gerir mjög mikið af í gengum leikinn, það er þó sjaldan ósanngjarnt eða of ergjandi.

Fyrir þá sem vilja enn meiri áskorun og geðveiki, þá er hægt að spila leikinn í „Mein Leben“ erfiðleika stillingunni sem er vægast sturlun og bara fyrir þá biluðustu að reyna við. Í henni hefur þú bara eitt líf, enga punkta sem leikurinn visar eða möguleikann að vista þegar þú villt. Bara til að gera þetta fjörugra þá þarftu að klára leikinn í einni umferð, ef þú deyrð, sama hve langt þú ert búin að spila, þá þarftu að byrja leikinn uppá nýtt. Kannski spurning að kíkja á hina sex erfiðleika stillingarnar fyrst.

Það opnast fyrir spes verkefni þar sem þú þarft að fara aftur á svæði sem þú hefur heimsótt áður og finna og drepa Übercommander Nasista, það er skiljanlegt að MachineGames eru að endurnota að hluta borðin úr leiknum, enda tímafrekt og dýrt að búa til ný svæði algerlega. Hægt er að klára þessi verkefni eftir að sögu leiksins líkur.

Þú færð valkost um miðbik leiksins á milli þriggja tækni hæfileika sem breyta spilun leiksins og gefa þér nýja valmöguleika hvernig þú spilar, það borga sig að velja vel þar sem það er ekki hægt að breyta því eftir á. Það eru uppfærslur sem er hægt að finna á borgðum leiksins sem uppfæra vopn leiksins og hjálpa þér á ný til að finna þinn eigin leik stíl sem virkar fyrir þig.

Perk kerfið úr The New Order snýr aftur og hjálpar það til við að gera spilun leiksins fjölbreyttari og hvetja leikmenn til að prufa eitthvað nýtt með að fá hin ýmsu verðlaun fyrir vikið.

Ghettóið í New Orleans í drungalegur og hryllilegur staður.

Ending:

Það tók um 18 tíma að klára sögu leiksins og stóran hluta af auka verkefnunum sem er í boði og er hægt að smella þessum tíma upp um nokkra tíma þegar allt er klárað og allir leyni hlutir borðanna eru fundnir. Það er pínu svekkjandi að eins og er, er ekki hægt að velja að endurspila visst borð aftur eins og í The New Order, vonandi verður það lagfært í plástri fyrir leikinn.

Það er vel þess virði síðan að eyða tíma á milli verkefna leiksins um borð í Evas Hammer kafbátnum og tala við hinar ýmsu persónur og kanna bátinn vel, stundum opnast fyrir lítil verkefni og hjálpar þetta síðan að sýna heiminn og persónurnar betur. Mæli síðan með að skoða barinn í leiknum og spilakassann sem er þar og leikinn Wolfstone.

En á ný er engin fjölspilun eða slíkt í leiknum og er það hið besta mál að okkar mati. Með að einblýna áfram á það sem virkar og setja allan fókus og vinnu í það skilar það sér margfallt tilbaka í gæðum leiksins finnst manni.

Það er planað sögu efnis (DLC) fyrir leikinn sem verður hægt að kaupa stakt eða sem hluti af Season pass sem kostar um 18 pund eins og er. Það eru fjórir pakkar staðfestir og einn af þeim eru hluti af forpöntun leiksins. Þessir pakkar mun koma með nýjar persónur til að spila sem og ætti að verða forvitnilegt að sjá hvernig það kemur út.

Það er góð taktík að velja réttu vopnin þegar er nóg af óvinum á skjánum.

Lokaorð:

MachineGames hafa náð að skila af sér mjög vel heppnuðu framhaldi sem byggir á því sem virkaði í The New Order ásamt að betrumbæta það sem fór ekki nógu vel. Það helsta sem ég hafði að finna að The New Colossus er að endir leiksins er pínu veikur og virkar það pínu eins og vanti inn stutta kafla til að klára þetta almennilega. Það er þó enginn svikinn á blóðum endalokum leiksins.

The New Colossus er hröð, blóðug, og stórkemmtileg ferð sem er vel þess virði að taka og verða unnendur skotleikja ekki sviknir af þessum. Við bíðum spennt að sjá hvað MachineGames gera næst.

Einkun: 9 af 10 Mögulegum

Framleiðandi: Machine Games
Útgefandi: Bethesda Softworks
Útgáfudagur: 27.10.2017
Heimasíða: https://wolfenstein.bethesda.net

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.