Assassin’s Creed: Origins

Framleiðandi: Ubisoft Montreal
Útgefandi:
 Ubisoft
Útgáfudagur: 27.10.2017
Útgáfa spiluð: PS4, einnig til á Xbox One og PC.

Heimasíða: https://assassinscreed.ubisoft.com/game/en-gb/home

Kynning:

Það eru komin tvö ár síðan að Assassin’s Creed: Syndicate kom út og Ubisoft ákvað að gefa AC seríunni smá pásu. AC: Syndicate var mjög góður og sérstaklega eftir vonbrigði Unity árið á undan.

Hvað hefur þessi auka tími skilað sér fyrir Assassin’s Creed: Origins? Eins og nafnið gefur til kynna er leiknum ætlað að fara til upphafs Assassin bræðralagsins og á sama tíma færa AC seríuna á nýja byrjun. Vonandi er þessi breyting tákn um að Ubisoft muni gefa leikjunum smá bil á milli og ekki detta í árlegu rispuna á ný.

AC: Origins er tíundi aðal leikurinn síðan að serían byrjaði árið 2007 og við höfum fengið að sjá hin ýmsu sögulegu tímabil í mannkynssögunni. Eftir að hafa barist í gegnum Krossferðirnar, endurreisnartímabilið, landkönnun nýja heimsins, Frönsku byltinguna, iðnaðartímabil Viktoríu Englands með stoppum í Kína, Indlandi og Rússlandi og nú er komið af Egyptarlandi.

Hvernig tekst svo upp með leikinn? Er þetta ný byrjun fyrir seríuna eða annað skref niður á við?

Bayek finnur margt í eyðimörkinni, ekki allt þar vill vera vinur hans.

Saga:

Leikurinn gerist í Egyptarlandi um 200 árum eftir lát Alexanders Mikkla um 50.f.kr og Egyptarland er statt í blóðugri systkynna baráttu á milli yngri Ptolemy XIII og Kleópetru um völdin í landinu. Ptolemy hefur náð yfirhöndinni og nýtur stuðnings dularfullar reglu sem kallast “The Order of the Ancients” og eru undanfari Templara reglunnar sem við sjáum í restinni af leikjunum.

Egyptarland er í stöðugri hnignum og borgarveldið Róm og önnur ríki hafa haft mikið að segja um pólitíkina í landinu síðustu áratugina. Róm sérstaklega hefur mikið að segja í málum Egyptarlands og hafa síðustu Faróar þurft að vinna náið með þeim til að halda völdum. Róm sjálft er statt í sinni eigin borgarastyrjöld á milli Júlíus Sesar og Pompey um völdin og hefur þessi barátta þeirra áhrif á sögu leiksins.

Leikmenn fara í fótspor Bayek sem er Medjay, sem er hálfgerð blanda af lögreglu og hers sem verndaði Egyptarland og Faróanna. Eftir lát sonar hans fer Bayek í hefndarferð gegn þeim sem hann telur bera ábyrgð á dauða hans. Hann og kona hans Aya byrja að kanna hve langt þessi dularfulla regla hefur náð að sýkja Egyptarland.

Saga leiksins spannar gríðalega stórt svæði sem AC: Origins bíður leikmönnum að kanna. Allt frá vitanum og bókasafni Alexandríu, til sphinxsins og Pýramída Giza, til árósa Nílar árinnar, hinu ýmsu eyðimörkum sem oft innihalda leyndarmál og rústir til að kanna. Ef ykkur hefur einhver tíman langað að kanna Egyptarland hið forna þá ætti leikurinn að redda því, sérstaklega eftir að “Discovery Tour” kemur út snemma á næsta ári sem leyfir fólki að kanna heiminn eins og lifandi safn með kynningum frá sagnfræðingum og fólki með mikla þekkingu á sögu og heimi svæðisins.

Heimurinn er gríðalega stór og það er svo mikið að sjá og kanna.

Bayek við mjög fínn karakter og maður getur auðveldlega sett sig í hans fótspor að vilja hefna fyrir dauða sonar síns og fá réttlæti. Honum er líka mjög annt um landið sitt og vill bjarga því frá þeim hörmungum sem það er að upplifa. Hvar hann fellur inn í uppröðun í hinum sögu persónum AC leikjanna er erfitt að segja, hann er hjá mér í top 3. Aðrar persónur sem þú rekst á bæði úr sögu svæðisins og aðrar búnar til fyrir leikinn eru almennt vel settar saman og skrifaðar.

Það var einn hluti í leiknum sem kannski ekki allir upplifa sem sat í mér eftir á, ég rakst á lítið verkefni í leiknum eftir meira en 30 tíma spilun í leiknum. Það var ungur prestur sem var verið að refsa fyrir að átt að hafa stolið gull styttum sem hann átti að afhenda. Þrátt fyrir að hann marg sagði yfir prestinum hvað gerðist þá var hann engan vegin tilbúin að trúa honum og vildi refsa honum eða drepa. Bayek ákvað að hjálpa honum og endaði að kanna neðansjávar skipsflask og fann stytturnar. Ég kom með þær tilbaka og rétti yfir prestinum og hélt að hann myndi sleppa þeim yngri, en nú vildi hann refast honum fyrir vanhæfnina.

Bayek var misboðið yfir hvað fólk með vald og grímur, áþreifanlegar og ekki gat misnotað vald sitt og labbar í burtu og verkefninu líkur. Það fauk eitthvað í mig yfir þessu óréttlæti og ég veit ekki hvort ég var undir áhrifum að spila sem Bayek svona lengi. Ég sneri mér við, mundaði bogann minn og skaut prestinn í höfuðið. Ég var ákvað að hann yrði að víkja sama hvað. Það var ekki fyrr en eftir að ég sá að þetta var eitthvað sem var hluti af verkefninu að gera eða ekki. Ég er ekki en 100% hvort að ég þurfti að drepa yfir prestinn eða ekki, en mér leið einstaklega vel eftir á og sleppti yngri prestinum og leyfði honum og ákveða hvað yrði um stytturnar.

AC: Origins er meiri opin “RPG” leikur en hefur áður verið í seríunni. Heimur leiksins er gríðalega stór og ótal staðir að kanna, sögur að finna og ævintýri að lenda í löngu eftir að þú ert búin með söguna. Það er ljóst að hönnuðirnir hjá Ubisoft hafa horft til CD Project Red og The Witcher 3 og er það bara besta mál.

Það er framtíðarhluti í leiknum eins og áður, hann er ekki mikill sem slíkur, en það er magt flott að finna og sjá ef þið eruð áhugasöm um þann hluta heimsins. Vonandi halda þeim áfram að bæta við söguna og stærri heildarmyndina sem þeir einblýndu meira á áður fyrr.

Grafík og Hljóð:

Leikurinn keyrir á AnvilNext 2.0 þeirri sömu og er í AC: Unity, AC: Syndicate, Steep, For Honor og Tom Clancy’s: Ghost Recon Wildlands. Það er strax ljóst frá byrjun þegar þú byrjar í leiknum að auka tími við vinnslu á leiknum hefur skilað sér á stórann hátt. Heimur forna Egyptarlands er virkilega skapaður og í fyrsta sinn í AC seríunni erum við með opinn heim til að kanna.

Fjölbreytnin í umhverfi leiksins og hvert þú getur farið er virkilega flott. Frá hvítum sandi í Eyðimörkinni á suður hluta kortsins, yfir í fenjasvæðin í Faiyum, yfir í ræktuðu svæðin í norðrinu með tré og vínekrur. Egyptarland hefur átt mörg þúsund ára sögu þegar hérna er komið við sögu og hana má sjá í mismunandi byggingarstíl. Það eru áhrif frá Grikkjum, Rómverjum, mismunandi konungs og Faróar tímabilum landsins.

Það er dag og nætur tímabil og getur Bayek hvílt sig og skipt á milli tíma, þetta er hentugt bæði uppá sum verkefni og einnig ef þú villt fá myrkrið til að fela þig þegar þú laumast um.

Heimur Origins er gríða stór og inniheldur mörg leyndarmál.

Eins og í öllum opnum „sandkassa“ leikjum þá tekur maður eftir vissri endurtekningu í persónum og hlutum ef nógu lengi er skoðað. Þetta er viss annmörkum þessara leikja og við að búast, en er aldrei eitthvað vandamál eða eitthvað sem dregur úr upplifun leiksins.

Á tæpum 40 tímum þá varð ég ekki var í eiginlega neina galla eða annað sem spillti spilun minni, það er eitthvað sem maður er þó ekki óvanur þegar leikir eru svona stórir og flóknir. Það er jákvætt að gæðastjórnun er eitthvað sem Ubisoft lagði mikið upp úr þegar þeir fengu meiri tíma til að slípa leikinn til.

Bæði persónur og raddleikarar leiksins bera þann fjölbreytileika sem var í Egyptarlandi á þessum tíma. Landið var viss suðupottur ýmsa menninga og fólks alls staðar að frá djúpt inn í Afríku, til stóru ríkja Evrópu og hluta Asíu. Þessi fjölbreytileiki er sjáanlegur og hefur AC: Origins ekki fengið þennan “hvítþvott” sem leikir og bíómyndir fá því miður svo oft. Jú þú heyrir enn þennan klassíska breska hreim en á sama tíma er mikið af röddum og hljóðum sem passar við persónurnar og heiminn.

Leikurinn fékk HDR lita stuðning í plástri 1.03 sem kom út fyrir nokkrum dögum og hafði ég spilað líklega um helming af leiknum áður. HDR á góðu sjónvarpi bætir leikinn talsvert. Það er mikið um sterkt sólarljós og myrkur og leiknum og það er eimmit þar sem HDR kemur vel út. Ef þið eigið PS4 Pro og nýlegt 4k sjónvarp með HDR þá eigið þið von á góðu.

Hitinn í eyðimörkinni getur búið til sérstakar aðstæður.

Spilun:

Eftir að hafa ekki breytt uppskriftinni mikið á hvernig Assassin’s Creed leikirnir eru spilaðir eða stjórnast er ljóst að Ubisoft sá að það þyrfti að hrista aðeins upp í hlutunum.

Nýtt í AC leikjunum er möguleikinn að velja erfiðleika stillingu, þetta er hentugt vegna þess að leikurinn er talsvert erfiðari og þú getur rekist á óvini sem geta drepið þig í 1-2 höggum. Það er breyting á hvernig bardagar eru í leiknum og er þetta ekki lengur þessi færibanda óvina að bíða eftir að ráðast á þig og þú notir “counter” árás til að verjast aftur og aftur. Þegar þú lendir á fleiri en 4-5 óvinum þá er oftast spurning að pæla að hlaupa í burtu í stað að berjast.

Það er meiri áhersla á vopn í leiknum og hafa þau áhrif á hvernig stíl þú villt spila. Er létt sverð og skjöldur málið? Eða kannski stór exi? Hvað með tvö sverð? Eða kannski langt spjót? Bættu síðan við möguleikunum að nota mismunandi tegundir af bogum ásamt, svefnpílum, eldsprengjum, eitri, að nota eld sem vopn og möguleikarnir opnast mikið.

Það er nóg af vopnum, byrjum, og loot til að finna.

Það er mikið um Rpg eða hlutverka leikja kerfum í AC: Origins og er nærtækasta dæmið um leik til að vísa í á ný The Witcher 3. Þú ert með mismunandi gæði á vopnum sem eru síðan lita kóðuð eftir gæðum frá bláu sem er almennt yfir í fjólublátt sem er mjög sjaldgæft og síðan gult eða appelsínugult sem er “epic” og eitt það besta sem er hægt að finna. Þú getur rifið flest vopnin niður í hluta og notað þá til að uppfæra aðra hluti eða selja vopnið sjálft eða hlutina. Það er á ný hægt að veiða dýr eins og í Far Cry leikjunum og kemur það við sögu í uppfærslum á hinum ýmsu hlutum. Eitt það besta sem ég sá er þó að þú getur uppfært uppáhalds vopnið þitt og háldið áfram að nota það, jafnvel þó að það sé kannski 10 “level” síðan að þú fékkst það first.

Það eru mjög erfiðir óvinir sem koma við sögu sem heita Phylakes og eru sérsveit Farósins og þeir eru drullu erfiðir og geta komið á svæðið eftir að þú hefur klúðrar einhverju virki og óvinurinn kallar á liðsauka eða þeir eru vakta viss svæði. Þessi óvinir eru talsvert sterkari en þú og er verkefni tengt þeim sem ég á en eftir að ná að gera þrátt fyrir að vera komin í lvl.37 og verkefnið er lvl.40. Þessir óvinir létu mig fela mig á methraða eða taka á sprettinn í burtu í byrjun, en þegar ég náði loksins að drepa þanni fyrsta eftir erfiðan bardaga þá var ég svo ánægur með árángurinn.

Ljón, flóðhestar, fílar, krókudílar ofl dýr eru í heiminum og sum vilja éta þig.

Það er svo mikið að gera í leiknum að fólk sem á erfitt með að sjá stórt kort án þess að fylla það upp og klára öll verkefni sem það finnur, á ekki von á góðu í þessum leik. Þetta er léttilega 50-100 tíma leikur ef öll verkefni, leynistaðir, keppnir, dýfflissur og annað er leyst. Það er nóg hérna fyrir peninginn og hefur Ubisoft lofað fríu efni fyrir leikinn ásamt því sem verður hægt að kaupa.

Það er aftur engin fjölspilun eða samvinnu co-op í leiknum og sakna ég þess ekki, eða aðalega frá fyrri leikjum í seríunni. Co-op er þó eitthvað sem getur enn gengið að einhverju í leiknum, en það yrði að vera vel gert til að réttlæta tilveru þess.

Arnar sjónin sem serían er þekkt fyrir er ekki til staðar en nú eru leikmenn með örninn Senu sem getur hjálpað þér að kanna umhverfið ásamt að trufla óvini og annað. Þetta er mjög líkt og var í Far Cry: Primal. Einnig er hægt að temja viss dýr og getur það hjálpað í bardgögum. Það eru sjó orrustur til að heyja og er það pínu sérstakt að vera á stórum báti með árum og hermenn með boga að skjóta á önnur skip.

Það er stórt hæfileika tré til að fylla upp í og velja hvernig leik still hentar þér best. Að synda og kafa hefur verið endurbætt. Það er ýmis farartæki til að nýta til að flýta þér ferðalagið frá sefbáti yfir í kamel dýr, hesta og hestvagna. Að auki er hægt að nota kortið til að hoppa á milli svæða sem þú hefur kannað áður.

Leikurinn er á köflum gullfallegur

Ending og lokaorð:

Þetta er stærsti AC leikurinn hingað til, bæði í spilun ásamt stærð umhverfis og hefur færslan yfir í opin heim skilað sér betur en maður þorði að vonast eftir. Það tók um tæpa 40 tíma að klára söguna og er hægt að gera það eitthvað fljótara eða fyrr eftir hvað þú ert góður og hvaða erfiðleika stillingu er valið.

Að vera að vinna sér inn hæfileika stig “xp” reglulega og hin ýmsu svæði voru mismunandi erfið eftir hve langt þú varst komin í leiknum virkaði vel að mínu mati. Þetta hvatti mann til að kanna heiminn nánar, finna ævintýri og auð og sjá hvað var í boði. Það var örsjaldan að mér fannst ég þurfa að gera þetta til að vera tilbúin í erfitt verkefni sem leikurinn mælti með ákveðnu stigi fyrir.

Eitthvað sem hefur verið mikið áberandi í umræðunni uppá síðastið er “loot boxes” og möguleikinn að kaupa árángur í leiknum. AC leikirnir hafa dabblað við þetta í gegnum tíðina en aldrei farið eins langt og aðrir. Helix gjaldmiðillinn er til stðaar á ný, en ég fékk aldrei á tilfinninguna að ég þyrfti að eyða peningum til flýta fyrir mér eða fá betri hluti. Plús þeir hlutir sem er hægt að kaupa eru ekkert mikið betri en það sem er hægt að finna í heiminum.

Það er ljóst að taka sér auka ár í framleiðslu hefur reynst bæði Ubisoft og leiknum einstaklega vel og er AC: Origins einn af betri leikjunum í seríunni hingað til að mínu mati. Ég vona að þeir gefi ekki leik út á næsta ári heldur noti þetta sem grunn að gefa út leikina frekar annað hvert ár. Þessi aukni tími hefur skilað sér í betur slípaðri leik sem kemur með nýjar hugmyndir og áherslur sem árleg útgáfa bíður ekki uppá.

Snemma á næsta ári verður hægt að fara í sagnfræðilegt ferðalag í heim Origins.

Ég talaði um í gagnrýninni fyrir AC: Syndicate að ég vildi sjá Japan næst og það er enn raunin, Egyptarland og Japan hafa lengi verið drauma staðir mínir fyrir svona leiki að gerast og leyfa mér að kanna sögu og heim þessa svæða. Það er þó alveg efniviður í kannski annan leik í Egyptarlandi eða á þessu svæði ef rétt er staðið að, en vonandi ekki detta í AC 2 rispuna og gera 3 leiki á sama sögu tímabili.

Fyrir aðdáendur Asssassin’s Creed seríunnar er Origins vel biðarinnar virði og mun taka nægan tíma að spila og klára. Við vonum að viðbrögðin við þessum leik sýni útgáfu risanum Ubisoft að það er gáfulegt að gefa sér meiri tíma í svona leiki. Að bæta við opnum heimi og hlutum úr hlutverka leikjum hefur heppnast vel og vonandi verður byggt á þessu í næsta leik.

Einkunn: 9 af 10 Mögulegum

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta og myndum er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.