The Frozen Wilds viðbótin fyrir Horizon Zero Dawn er komin út

Einn af bestu leikjum ársins, Horizon Zero Dawn fékk viðbótar pakka í dag á PlayStation 4 og PlayStation 4 Pro. Í tilefni útgáfunnar hefur Guerilla Games og Sony gefið út nýtt sýnishorn af því hvar er í boði í DLC pakkanum.

Við dæmdum leikinn sjálfann fyrr á árinu og gáfum honum 9,5 af 10. Hægt er að lesa þá gagnrýni hérna. Hérna fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir úr nýja pakkanum.

 

Fyrir þá sem vilja allt saman í pakka þá kemur út í byrjun Desember Horizon Zero Dawn Complete Edition sem inniheldur leikinn og viðbótina.