L.A. Noire

 

Fyrir stuttu þá kom út endurútgáfa af neo-noir spæjara leiknum L.A. Noire á PlayStation 4 og aðrar vélar. Leikurinn kom upprunalega út árið 2011 eftir þó nokkur ár í vinnslu og var hannaður að mestu að Ástralska fyrirtækinu Team Bondi og með hjálp síðar meir frá Rockstar Games.

Það er ljóst strax í byrjun þegar maður spilar leikinn hvaðan áhrif hans koma úr film noir kvikmyndum eins og Chinatown, The Maltese Falcon, Double Indemnity, The Naked City, The Black Dahlia og L.A. Confidential.  Litir leiksins og tónlist er annar hlutur sem er mikið undir áhrifum þessa tímabils og passar vel þegar er spilað leikinn. Los Angeles á þessum tíma er forapyttur spillingar, fordóma og glæpa og er fullkominn vetfangur fyrir svona sögu. Fyrir þá sem vilja síðan auka upplifun þá er hægt að spila leikinn í svart hvítu.

Það færir leiknum nýjan karakter að vera í svarthvítu

Saga leiksins setur leikmenn í fótspor Cole Phelps sem er leikinn af Aaron Stanton sem fólk ætti að kannast við úr Mad Men þáttunum. Hann er verðlaunaður hermaður sem kemur til Los Angeles með fjölskyldu sinni til að vinna sem lögreglumaður árið 1947. Í gegnum söguna vinnur hann sig upp frá að vera götulögga yfir í rannsóknar lögreglumaður og fer hann á milli deilda eins og Patrol, Traffic, Homicide, Vice og Arson innan lögreglunnar í Los Angeles á meðan hann hækkar í tign og áliti innan lögreglunnar. Þegar líður á söguna þá byrjum við að fá meira af baksögu hans frá tíma hans í hernum og hvernig hún tvinnast saman við sögu leiksins.

Það má sjá nokkra þetta leikara bregða fyrir í leiknum eins og John Noble, Michael McGrady, Keith Szarabajka, Andrew Connoly, Greg Grunberg ofl sem fólk man ekki endilega nafnið af, en þekkir úr hinum ýmsu sjónvarpsþáttum.

Það borgar sig að skoða vel vettvang glæpsins.

Leikurinn er spilaður í þriðju persónu í opnum heimi Los Angeles borgar og er takmarkið að rannsaka glæparvettvanga, finna vísbendingar, ræða við vitni og grunnaða og auðvitað skjóta þá sem eiga það skilið. Það er auðvellt fyrir suma sem koma nýjir til leiks í L.A. Noire og sjá Rockstar Games merkið að hugsa um Grand Theft Auto leikina aog þá heima sem eru í boði. Það yrði mistök, þetta er jú opin leikur, en hann er ekki fullur af sama og má finna í GTA leikjum, enda ekki hannaður af Rockstar sjálfum að mestu.

Eitt af því sem gerði L.A. Noire svo byltingarkenndan árið 2011 þegar hann kom fyrst út, og í raun enn í dag. Var MotionScan tæknin sem leyfði persónum leiksins að vera með andlist hreyfingar sem höfðu ekki sést áður. Lítil smá atriði í hreyfingum sem gaf gefið til kynna hvort að manneskjan var að segja satt eða ekki var hægt að sjá. Þetta stundum átti til að búa til aðstæður að fólk í leiknum var of líkt raunveruleikanum, en aldrei eitthvað sem gat skemmt leikinn. Vandinn helst við þessa tækni var að fólk frá hálsinum upp var virkilega flott, en frá hálsinum niður voru módelin og hreyfingarnar ekki jafn flott.

Hvað er svo nýtt í leiknum á PlayStation 4? Leikurinn keyrir í 1080p upplausn á venjulegri PS4 og í 4k upplausn á PS4 Pro. Leikurinn er með stuðning við HDR liti á sjónvörpum sem styðja við það og kemur það vel út. Uppfært veður kerfi, mengun, drulla, glansið á krómi á faratækjum ofl hjálpa til að gera Los Angeles þess tíma aðeins raunverulegri.

Það eru nokkrir nýjir hlutir að finna og eru tveir nýjir trophies sem bætast við leikinn útaf því.

Allt það niðurhals efni (DLC) sem hafði komið út fyrir leikinn á þeim tíma er að finna í þessum pakka, það þýðir 5 auka verkefni sem eru núna splæst inn í spilun sögunnar og virka betur fyrir vikið en var upprunalega þegar virkaði pínu eins og það hefði verið klippt úr aðal leiknum.

Yfirheyrslukerfi leiksins hefur verið uppfært frá 2011 og í stað „Truth, Doubt, Lie“ þá er „Good Cop, Bad Cop, Accuse“. Þetta að mestu passar aðeins betur við viðbrögð Cole sem stundum virkuðu ekki alveg rétt þegar valið var upprunalega.

Það borgar sig að horfa á andlit persónanna til að sjá hvar sannleikurinn liggur.

L.A. Noire er ekki fullkominn leikur og ber á köflum merki langrar framleiðslu, en þrátt fyrir það var hann að okkar mati pínu vanmetinn og þessi nýja útgáfa hjálpar vonandi til að kynna leikinn fyrir nýju fólki og einhverjum sem kláruðu hann ekki á sínum tíma. Þessi nýja útgáfa er engin bylting í gæðum, heldur meiri fínpússun og slípun sem leyfir öllum þeim ótrúlegu smáatriðum sem má finna í leiknum að njóta sín til fulls loksins.

Það hefði verið gaman að sjá hvað Team Bondi hefðu gert með næsta leik sinn „The Whore of the Orient“ þó við vorum aldrei vissir með þetta nafn. Því miður lokaði fyrirtækið stuttu eftir útgáfu L.A. Noire. Rockstar Games eiga þó seríuna og er óskandi að þeir geri eins og með Max Payne 3 og búi til nýja leik í þessum heimin einn daginn.

Einkun: 8,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Team Bondi
Útgefandi:
Rockstar Games
Útgáfudagur: 14.11.2017
Útgáfa spiluð: PS4 Pro. Einnig til á PC, Xbox One, Nintendo Switch.

Heimasíða: https://www.rockstargames.com/lanoire

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.