Cities: Skylines – Snowfall

Cities: Skylines hefur fengið fyrsta af áætluðu DLC (niðurhalsefni) fyrir leikinn með útgáfu Snowfall. Hægt verður að kaupa pakkana á næstu mánuðum staka eða sem hluta af Season Pass fyrir leikinn eða allt saman í pakka í Cities: Skylines – Premium Edition.

Eins og má giska útfrá nafninu þá er veturinn þeman í Snowfall pakkanum, eitthvað sem við hér á Norðurslóðum þekkjum vel, sérstaklega núna þegar hann er byrjaður að láta finna fyrir sér. Viðbótin kemur með þremur nýjum kortum til að spila á, það er pínu svekkjandi að þurfa að byrja nýja borg til að upplifa það helsta sem Snowfall bíður uppá. En á sama tíma er það kostur, vegna þess að maður getur nýtt það sem maður hefur lært áður til að búa til enn betri borg.

Eins og í raunveruleikanum þá getur veðrið oft verið óútreiknanlegt.

Eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar er búið til borg í Snowfall er rafmagn og hiti. Hitastigið í leiknum sveiflast til á köflum í öfgum og strax og það gerist þá eykst rafmagnsnotkun borgarinnar og þá getur maður lent í vanda að halda öllu gangandi ef ekki nóg rafmagn er í boði aukalega til að ráða við álagið. Hægt er að byggja varma og jarðhitastöðvar til að uppfæra vatnspípur borgarinnar og sjá íbúunum fyrir nægum hita.

Það næsta sem þarf að hafa í huga og það er að halda götum borgarinnar opnum þegar það snjóar mikið, eitthvað sem sum bæjarfélög hér á landi eiga enn í vanda með að gera. Hægt er að byggja sérstakar vegagerðir og snjógeymslustaði til að halda öllu gangandi. Hægt er síðan að nota nýjar reglugerðir til að hjálpa til með orkunýtingu og einnig uppá að nota nagladekk og annað slíkt.

Eins og við er að búast þá eru nýjar byggingar, garðar, vetrar skemmtun fyrir borgar búa til að bæta við borgina þína sem gefur henni aukinn karakter. Hægt er að byggja léttvagna sem nýta núverandi vegi og auðvelda samgöngur í borginni. Þetta er ný viðbót við lestarkerfið og leyfir þér að stjórna hvernig borg þú villt byggja og hve mikið þú villt eyða.

Passið ykkur að stalda ekki of lengi við úti í kuldanum.

Það er oft mjög falleg að horfa á borgina sem þú hefur eytt ótal tímum í að skapa, þegar ró er komin á hana um nótt og norðurljósin dansa yfir henni.

Snowfall er kannski ekki stór bylting við Cities: Skylines, þó er hún kærkomin viðbót við leikinn og þegar við fáum síðan Natural Disasters og Mass Transit þá ætti leikurinn verða enn betri. Það er auðvellt fyrir þá sem hafa gaman af svona leikjum að tapa ótal tímum í að skapa ykkar draumsýn eða horfa á hana rústast.

Það bætast við nýjar vetrar þemaðar byggingar að nota.

Hægt er að fá Snowfall stakt á um 10 pund eða tæpar 1.400.kr. Hagstæðast er þó að kaupa Season pass eða Comeplete Edition ef þið eigið ekki fyrir leikinn.

Einkun: 7,5 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Colossal Order/Tantalus Media
Útgefandi: Paradox Interactive.
Útgáfudagur: 21.11.2017
Útgáfa spiluð: PS4. Einnig til á PC, Linux, Mac, Xbox One

Heimasíða: http://www.citiesskylines.com/ps4

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.