Gran Turismo Sport fær einmennings spilun

Gran Turismo Sport sem kom út fyrir stuttu, mun fá einmennings spilunar viðbót sem byggir á eldri útgáfum af ‘GT Mode’.

‘GT League’ eins og það kallast fyrir GTS, mun skiptast niður í fjórar erfiðleika stillingar, hver þeirra mun vera með mismunandi keppnir, með ólíkum kröfum, uppá vél, tegund bíls ofl. Eins og er að búast við þá eru ýmis verðlaun í boði að spila í gengum þetta sem ætti að gera lífið auðveldara að vinna sig upp í leiknum.

Þetta mun koma sem hluti af frírri uppfærslu fyrir leikinn í næsta mánuði sem mun einnig bæta við nýjum bílum eins og; Lamborghini Countach LP400 og Ferrari F40 til Volkswagen Samba Bus og Ford F-150. Þetta er bara hluti af því sem mun koma á næstunni og stefnir framleiðandi leiksins, Polyphony Digital að bæta við um 50 bílum við leikinn frá nú til Mars á næsta ári. Einnig mun leikurinn halda áfram að hann stuðning í formi bíla, brauta og meira.

Til að undirbúa þetta mun leikurinn fá uppfærslu þann 27. Nóvember sem bætir við þremur bílum, möguleikann að spila ónettengdur ásamt fleiru. Það þarf þó enn að vera nettengdur til að vista árángurinn.

Heimild: OnlySP