Steep: Road to the Olympics

Fyrir rétt um ári þá gagnrýndum við Steep leikinn frá Ubisoft og fékk hann fínan dóm frá okkur og kom með margt fovitnilegt til leiks. Nú er Ubisoft Annecy mætt aftur til leiks með viðbót við leikinn sem er hægt að kaupa staða eða í pakka með grunn leiknum sem þarf eimmit til að spila efnið.

Steep – Road to the Olympics eins og nafnið gefur til kynna gefur leikmönnum möguleikann að æfa sig upp fyrir Vetrar Olympíuleikanna sem verða í PyeongChang í Suður-Kóreu 9-25. Febrúar 2018.

Big Air er stóra nýja keppnin sem allt snýst um.

Hægt er að kanna ný fjalla svæði bæði í Japan og Suður-Kóreu og keppa ótal keppnum notandi það sem er í boði í grunn leik Steep. Nýjir keppnisviðburðir eins og, Big Air, Slopestyle, Halfpipe, Slalom, Parallel Slalom, Giant Slalom, Super G, og traditional Downhill eru í boði. Become a Legend er sögu hlutinn og setur það leikmenn í fótspor óþekkt íþróttamanns eða konu sem er að undirbúa sig að komast á leikanna.

Til þess þarf að taka þátt í ýmsum keppnum til að vinna sér þáttutökréttinn, þessi hluti leiksins er með myndbrot þar sem raunverulegir keppendur ræða um hvernig er að eyða árum að undirbúa sig fyrir svona keppni. Mikil áhersla er lögð á Big Air keppnina og með henni sé í fyrsta sinn möguleiki að einn og sami snjóbretta íþróttamaðurinn vinni gull í öllum keppnunum sem eru í boði í hans grein.

Það er nóg af kennslu hlutum og æfingum áður en þú keppir og er það af hinu góða þar sem að keppa á Ólympíuleikunum er mjög erfitt eins og má búast við. Það er síðan “sjónvarps kynnir” sem lýsir þegar þú ert að keppa og nær það að skapa smá stemningu þegar þú ert á leið niður brekkuna á fullum hraða t.d í stórsvigi eða bruni.

Það sem helst má finna að þessum nýju greinum er hve lítið þú færð í raun að keppa í þeim. Það hefði verið gaman að geta sett upp sínar eigin keppnir eða keppa við fjölspilun sem fyrst myndi gera Ólympíu baráttuna spennandi. Uppáhalds hlutar mínar voru, brunið, Super-G og stór svig. Þetta voru krefjandi kaflar sem var virkilega gaman af, en var of fljótt búið og of mikil áhersla á bretta hlutann fannst manni. Skíða kaflarnir ættu alveg inni sitt eigið DLC (niðurhals efni), eða jafnvel sinn eigin leik. Eina sem helst vantar og það er skorturinn á skíðastökki af palli.

Super-G í fyrstu persónu sjónarhorninu er geggjað að spila.

Þrátt fyrir að það sé ekki nóg af sumum keppnum eins og maður myndi viljá, þá er ekki hægt að sakast við pakkann að vera ekki með nóg af efni til að réttlæta kaupinn sem hvort að þetta sé verslað sem viðbótið við Steep eða sem pakki saman með leiknum. Með tveimur nýjum fjöllum að kanna og klessa á í, er vel hægt að eyða ótal tímum í einn eða með vinum í gegnum netið.

Það sem var kannski helst pirrandi að spila þessa viðbót að sumar keppnir höfðu fast stiga mark sem varð að ná til að komast áfram og var aldrei nei breyting á milli umferða eða hvernig þér eða öðrum gekk. Þetta var þó lítið vandamál eftir að maður var búin að spila leikinn eitthvað og komin með sæmilega tilfiningu yfir hvað virkaði og ekki.

Þegar upp er staðið þá er Steep: Road to the Olympics vel þess virði fyrir þá sem hafa gaman af vetrar íþrótta leikjum og hafa áhuga á Ólympíuleikunum á næsta ári. Plús eini annar leikurinn sem er í boði er Sonic og Mario á Vetrar Ólympíuleikunum þó örugglega skemmtilegur séð.

Einkun: 7 af 10 Mögulegum 

Framleiðandi: Ubisoft Annecy
Útgefandi: Ubisoft
Útgáfudagur: 05.12.2016
Útgáfa spiluð: PS4 Pro, einnig til á PC og Xbox One
Heimasíða: https://steep.ubisoft.com/game/en-gb/road-to-the-olympics/game-info

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.