Red Dead Redemption 2 færist til 26. Október

 

Rockstar Games hafa fært Red Dead Redemption 2 leikinn aðeins til og núna mun hann koma út þann 26. Október á þessu ári fyrir PS4 og Xbox One. PC eigendur þurf að halda áfram í vonina að RDR2 komi á PC, ólíkt síðasta leik.

Það ætti ekki endilega koma fólki endilega á óvart að leikir frá Rockstar Games seinki eitthvað, þetta er oft gríðalega stórir og flóknir leikir með mikinn metnað á bakvið sig.

Við vonum að þetta verði þó síðasta seinkun leiksins og við getum hoppað aftur í vestrið í vetur. Við ættum síðar að verða talsvert nær um leikinn vonandi á E3 2018 kynningunni í sumar.

Rockstar Games gáfu út nokkrar nýjar myndir úr leiknum til að gera biðina aðeins erfiðari fyrir okkur.