Far Cry 5 fær nýtt sýnishorn, upplýsingar um DLC, Far Cry 3 Classic

Far Cry 5 mun færa fólk í villt svæði Hope Country í Montana fylkis í Bandaríkjunum, þar sem The Project at Eden’s Gate sértrúarsöfnuðurinn er að undirbúa sig fyrir endalok heimsins og safna sálum með vafasömum eða blóðugum hætti.

Ekki nóg með að gefa út nýtt sýnishorn úr leiknum í dag, þá kom framleiðandinn Ubisoft með upplýsingar um niðurhalsefni fyrir leikinn.

Að segja að Season Pass fyrir Far Cry 5 sé pínu sýrður er líklega ekki nógu sterkt tekið til orða. Fyrsti pakkinn mun færa fólk til Víetnam að berjast við Viet Cong í Hours of Darkness. Næst kemur Dead Living Zombies, sem er B-mynda uppvakninga hasar. Að lokum er það Lost on Mars sem eins og nafnið gefur til kynna færir ykkur til rauðu Plánetunnar Mars og að berjast við ýmsar pöddur ofl.

Ekki nóg með það, þá verður innifalið fyrir þá sem kaupa season passa leiksins, Far Cry 3 – Classic.

Þetta er uppfærð útgáfa af leiknum sem kom út á PC/PS3/Xbox 360 í Nóvember 2012. Hægt verður að kaupa leikinn stakann í sumar á PS4, Xbox One fyrir þá sem vilja.

Far Cry 5 kemur út 27. Mars næsta.