God of War fær PS4 Pro pakka

 

Sony hefur kynnt nýja PlayStation 4 Pro vél í takmörkuðu upplagi fyrir væntanlega God of War leikinn.

Vélin lítur vel út og inniheldur silfraða fjarstýringu merkta leiknum. Að auki er auðvitað leikurinn á disk, ásamt stafrænu efni fyrir leikinn.

Sony hefur sagt að leikurinn muni keyra í 4K 2160p Checkerboard upplausn á PS4 Pro vélum. Þeir sem eru með eldri 1080p tæki muna njóta góðs af „Super sampling“ tækni ásamt HDR litum sem er einnig á Pro vélinni.

Leikurinn kemur síðan út þann 20. Apríl næst komandi og mun skarta Kratos í norrænum Goða heimi og ætti að verða blóðugt fjör.