Metal Gear: Survive

Framleiðandi: Konami Digital Entertainment
Útgefandi: Konami
Útgáfudagur: 22.02.2018
Útgáfa spiluð: PS4 Pro, einnig til á PC og Xbox One
Heimasíða: https://www.konami.com/mg/survive

Mannskepnan þarf nokkra hluti til að lifa af; vatn, mat og hvíld. Þetta er eitthvað sem “Survival” leikir hafa keyrt mikið á síðustu árin og leikir eins og Don’t Starve, The Forest, The Long Dark, Ark: Survival Evolved og Rust hafa orðið mjög vinsælir.

Konami hefur klárlega hugsað til þess þegar þeir voru að búa til Metal Gear: Survive úr hlutum Metal Gear Solid V: The Phantom Pain og hvernig væri best að byggja á grunni þess leiks. Serían er þó ekki ókunnug vissum hlutum “Survival” leikja og mátti finna margar hugmyndir þess í Metal Gear Solid 3: Snake Eater sem kom út árið 2004 og það þurfti að hlúa að sárum Naked Snake, ásamt því að passa uppá hungrið hans, ennfremur að gleyma ekki að viss matur gat rotnað í bakbokanum þínum. Þetta var þó allt bara smærri hluti af stærri heild sem Snake Eater var.

Í MG: Survive er skrefið tekið talsvert lengra, það eru mælar á skjánum sem sýna heilsu þína, úthald og súrefni. Þegar þessir mælar detta niður þá hefur það áhrif á heilsu og úthald persónu þinnar í leiknum. Helsti vandinn við leikinn er hve hratt þetta gerist og hvernig það setur mann í þessa hringrás að þurfa að finna mat og vatn of oft og það dregur oft úr skemmtanagildi leiksins. Eitt af því fáránlegasta sem ég rakst á er þegar þú krýpur þá eyðirðu meira úthaldi en þegar þú labbar.

Ef að Konami mun laga þessa mæla gæti þessi spilunarhluti orðið talsvert skemmtilegri. Eins og þetta er núna þá er eins og þú sértá köflum að spila blöndu af The Sims og Facebook leik þar sem þú þarft endalaust að passa uppá persónu þína og að hún fari sér ekki að voða í stað þess að upplifa það sem leikurinn bíður uppá.

Upphaf leiksins sýnir Mother Base og glefsu af Big Boss.

Saga leiksins, sem er byrjar árið 1975 í lok atburða Metal Gear Solid V: Ground Zeroes við árás XOF á Mother Base stöð Big Boss. Það er í raun eini hluti leiksins þar sem þessar persónur úr aðal MGS leikjunum sjást. Eftir að Big Boss flýgur í burtu í þyrlu opnast upp ormagöng fyrir ofan leifar stöðvarinnar og hlutar af henni hverfa í göngin. Raddlausa persóna þín sem þú býrð til missir hendina og vaknar upp á dularfullan hátt sex mánuðum síðar. Eftir það ertu send/ur af dularfullum samtökum leiddum af Goodluck í gegnum ormagöngin til að komast af því hvað varð um fyrrum sérsveitina sem var send þangað og finna lækningu á sjúkdóminum sem þú fékkst þegar þú misstir hendina. Handan við ormagöngin er hálfgerð blóðug spegilmynd af heiminum sem kallast “Dite” og er oftast vísað í sem Helvíti hreinlega. Það eru síðan tilvísanir í Divine Comedy eftir Dante Alliegri, og heitir ein af gervigreindum leiksins eimmit Virgil. Hann leiddi eimmit Dante í gegnum Helvíti. 

Heimur Dite er fullur af skrímslum sem kallast “Wanderers” sem eru hauslaus skrímsli með stóran rauðan kristal í stað höfuðs. Þetta eru hálfgerðir uppvakninga óvinir sem eru almennt ekkert vandamál fyrir þig að ganga frá nema það sé mikið af þeim  eða þú ert að falla á tíma í leiknum. Það eru einnig aðrir stærri óvinir og síðan aðalóvinir til að mæta í gegnum sögu leiksins sem tók mig um 40 tíma að klára og ætti að taka styttri tíma fyrir fólk sem er vant svona leikjum.

Leikurinn reynir að tengja sig við The Phantom Pain en það tekst misvel upp. Það er síðan svekkjandi hvernig sagan er oftast sögð, og það er í gegnum talandi myndir af persónum leiksins á skjánum.

Stðan hjá mér eftir um 50 tíma spilun í gegnu söguna og co-op leiksins.

Þú þarft að hætta þér í gegnum heim Dite er sem breytt útgáfa af borðum MGS V: The Phantom Pain, aðallega Afganistan og Angola. Það eru síðan þokukennd svæði í Dite sem þú þarft að hætta þér í, bæði til að finna vistir og einnig til að leysa viss söguverkefni, þar þarftu að hugsa um súrefni og það rennur hratt út. Þú getur fengið meira með að nota gjaldmiðil leiksins Kuban orku sem þú safnar saman í gengum allt sem þú gerir. Málið er að í hvert skipti verður lakarði gæði lofttankurinum þínum og það verður dýrara og dýrara að fá meira loft. Svo það er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn þegar þú hættir þér inn í þokuna.

Eitt sem olli mér vonbrigðum eftir að hafa spilað fyrri MG leiki er að það er nær engin ástæða til að laumast um í leiknum eins og í fyrri leikjum. Þú getur það, en hagurinn er lítill sem engin almennt.

Eins og í síðasta leik þá getur þú byggt upp stöð í leiknum og þar getur þú ræktað grænmeti, haldið dýr sem þú fangar, búið til varnir, vopn og svefnpláss fyrir fólk sem þú bjargar á ferðum þínum í gegnum Dite. Það fer mikill tími í að fara í gegnum hinar ýmsu valmyndir í leiknum til að búa til hluti þú þarfnast. Á víð og dref í heiminum má síðan finna uppskriftir af hlutum sem gera lífið betra, eins og ný vöpn eða hluti til að verja stöðina þína. Þú þarft síðan að passa uppá að fólkið sem býr á stöðinni þinni hafi nóg af mat og hreinu vatni og aðgang af læknisgögnum.

Þessi skjár verður algeng sjón í leiknum.

Þegar þú ert komin aðeins inn í leikinn þá opnast fyrir möguleikann á að spila Survival borð í co-op fjölspilun í leiknum. Þau eru mismunandi erfið og gefa mismunandi mikkla bónusa. Einn galli er að leikurinn gefur þér ekki endilega hugmynd um á hvaða “level” er best að byrja að spila þetta og getur þú lennt í því að verða slátrað af óvinum leiksins þegar þú ert að spila með fólki sem er talsvert langt á undan þér. Ef þú nærð að spila þig í gegnum þetta þá eru mikið af vistum og peningum sem þú getur unnið þér inn og farið síðan tilbaka með það til stöðvarinnar þinnar. Einn samt er að einmennings hluti leiksins og fjölspilunin deila auðlindum, svo þú getur sett þig í vanda í spilun sögunnar ef þú spreðar öllu í fjölspiluninni. Þetta er eitthvað sem leikurinn mætti vera betri að útskýra fyrir fólki.

Leikurinn mætti almennt vera betri að kynna þig fyrir hinum ýmsu kerfum sem er í leiknum. Margt lærði ég bara með að sjá aðra gera það í co-op spilun leiksins eða löngu eftir að það hefði geta nýst mér í gegnum spilun sögunnar.

Vertu undirbúin að horfa á mikið af tímamælum telja niður á meðan þú byggir upp varnir og reynir að vernda hluti í leiknum. Þetta “Horde” öldu dæmi er stundum of notað í leiknum að mínu mati og er er fjölspilun leiksins í raun bara það. Þú sérð sama umhverfi og verkefni í sögu leiksins eins og í fjölspilunar hlutanum.

Þegar þú dettur í góðan hóp í co-op þá er hægt að skemmta sér vel.

Það er ljóst að Konami hefur notað mikið úr síðasta leik og nýtt þá vinnu sem var lögð í Fox Engine grafíkvélina. Fyrir vikið lítur leikurinn frekar vel út og keyrir á um 60 fps ramma hraða nær ávallt, eitthvað sem hjálpar við spilun leiksins og flæði hans.  Það er jákvætt að búa til stöðvar og hvað þú getur gert, er mikið bætt síðan í The Phantom Pain og það hvetur mann til að þvælast um heiminn til að finna nýjar auðlindir til að notast við heima fyrir.

Þú notar Kuban orku til að betrum bæta persónu þína og í hvert sinn sem þú hækkar í “level” þá geturðu valið stig til að setja í hæfileika tré leiksins. Þegar sagan er búin opnast fyrir önnur verkefni og hluti til að gera og hefur Konami talað um að bæta við efni reglulega til að hvetja fólk til að spila leikinn áfram.

Eitt af því sem fólk hefur bent á er til að búa til aðra persónu í leiknum þá þarftu að kaupa til að opna fyrir auka hólf sem kosta um þúsund krónur Íslenskar. Leikurinn sjálfur er ódýrari og kostar um 5.000.kr hér á landi. MGS V: The Phantom Pain var líka með hluti til að kaupa, þetta er eitthvað sem maður vill þó helst ekki sjá í leikjum sem maður kaupir og á meira heima í fríum leikjum. Mér fannst þó aldrei nauðsyn að eyða peningum til að komast áfram, jafnvel þegar tíma mæla kerfi leiksins var að gera mig gráhærðan á köflum.

Metal Gear: Survive virkar ekki eins góður og aðrir hliðar leikir í seríunni eins og MGS: Portable Ops eða MGS: Revengeance sem komu með eitthvað nýtt og náðu samt að halda skrítnum hlutum og skemmtilegum persónum sem serían er þekkt fyrir.

Hvort að hefði verið gáfulegra að nota vinnuna á bakvið MGS V og búa til eitthvað nýtt og frumlegra, en það er viðbúið að Konami hafi viljað kreista meira úr Metal Gear nafninu eftir ljótan klofning þeirra við aðalhönnuð flestra leikjannna, Hideo Kojima sem er nú að vinna að Death Stranding fyrir Sony. Ef að þeir hefðu kannski klárað „Episode 51: Kingdom of the Flies“, sem var ekki hluti af Phantom Pain og haft hann sem hluta af þessum pakka þá hefði það geta hjálpað til að fá eitthvað af aðdáendum seríunnar til sín.

Það er nóg af Wander óvinum að drepa í leiknum og gáfur þeirra eru ekki mikklar.

Að hafa kröfuna að vera ávallt nettengdur er asnalegt og hefði verið gáfulegt að vera með “offline” möguleika fyrir þá sem vilja það eða þurfa. Þegar upp er staðið er Metal Gear: Survive hvorki slæmur leikur, né frábær leikur. Heldur miðlungs dæmi sem inniheldur góðar hugmyndir sem eru dregnar niður af slökum hönnunar hlutum.

Hvort að þetta sé endalok Metal Gear seríunnar í bili er erfitt að segja, en miðað við Konami þá er það frekar ólíklegt.

Einkun: 6 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta eða myndum er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.