Nýtt sýnishorn fyrir Far Cry 5 einblínir á besta vin mannsins

Það er ekki langt í að Ubisoft gefi út Far Cry 5 skotleikinn. Nánar 27. Mars næst komandi. Eins og má búast við þá hefur auglýsingar herferð þeirra verið að aukast reglulega og í nýjasta myndbandinu frá þeim er fókusað á besta vin mannsins.

Eins og fólk veit sem hefur séð úr Far Cry 5 þá er ein af þeim hjálp sem er hægt að fá innan leiksins er frá hundinum Boomer. Í auglýsingunni er hundur eigandans sem er að spila leikinn pínu afbríðisamur útí hinn stafræna voffa.

Trophy listi leiksins var gefin út fyrir stuttu og er óhætt að skoða hann án þess að fá neina „spoilers“ fyrir leikinn eða sögu hans.

Far Cry 5  kemur út 27. Mars fyrir PlayStation 4, Xbox One og Windows Pc.