Titan Quest

Framleiðandi: Iron Lore Entertainment/Black Forrest Games
Útgefandi: Thq Nordic
Útgáfudagur: 20.13.2018
Útgáfa spiluð: PS4 Pro. Einnig til á PC, Xbox One, Nintendo Switch (síðar 2018).

Heimasíða: https://www.thqnordic.com/games/titan-quest

Hasar Rpg leikurinn Titan Quest kom fyrst út fyrir PC tölvur árið 2006 og fékk fína dóma og þótti fínn “Hack and slash” leikur í anda Diablo 2 ofl leikja. Leikurinn fékk einn aukapakka í formi Immortal Throne og síðan heyrðist ekki mikið af leiknum aftur og hætti framleiðandinn Iron Lore starfssemi árið 2008.

Í fyrra ótrúlega satt fékk leikurinn nýjan aukapakka; Ragnarök á PC. Þetta og endurútgáfa leiksins með endurkomu Thq Nordic útgefandans setti sviðið fyrir útgáfuna sem við fengum á leikjavélarnar núna.

Það er nóg af óvinum til að murka lífið úr.

Ef þið hafið einhver tíman spilað leiki eins og Diablo þá er Titan Quest mjög kunnuleg sjón. Í leiknum er sögusviðið Grikkland til forna ásamt Egyptarland og Asíu. Takmark leikmannsins er að stöðva að “Titans” svarnir óvinir Guðanna á Olympus fjalli sleppi út og valdi usla.

Til að gera það er auðvitað nauðsynlegt að drepa öll þau skrímsli sem verða á vegi þínum, eignast sem flottust vopn og finna leynda fjársjóði á ferðalagi þínu að vera nógu sterk/ur til að berjast við aðal óvini leiksins eins og Satyr, harpies, cyclops ofl. Það er síðan nóg af auka verkefnum til að takast á við til að hjálpa fólki í heiminum og leiðir það til nýrra óvina og auðvitað nóg af gulli. Leikurinn er ekki flókinn en svona leikur þarf ekki að vera það. Það er mjög afslappandi að setjast niður í sófann og spila í nokkra tíma og halda inni kassanum á Dual Shock 4 pinnanum og útrýma öllum þeim skrímslum sem verða á vegi þínum.

Það getur oft verið nóg að gera á skjánum og fps leiksins stundum dettur niður aðeins.

Hægt er að sérsníða persónu þína sem ein af 28 karakterum í boði og yfir 1000 hlutir til að gera persónuna að því sem þú villt á skjánum. Hægt er að spila leikinn saman 2-6 saman í gegnum netið í co-op en eitt svekkelsi er að það vantar algerlega sófa co-op sem væri fullkomið fyrir svona leik.

Viðmót leiksins og grafík hafa fengið uppfærslu og leikurinn lítur talsvert hreinni út, sérstaklega á 4k sjónvarps skjá. Það hefði verið got að sjá þó viðmót leiksins fá andlitslyftingu til ársins 2018 í stað að vera enn í 2006. Leikurinn sýnir aldur sinn vel í fyrirfram hönnuðu myndbrotum leiksins sem hafa ekki elst vel, einnig eru persónur leiksins oft pínu ljótar og textinn á skjánum er oft erfitt að lesa almennilega.

Þrátt fyrir aldur þá getur Titan Quest stundum verið flottur.

Þrátt fyrir vissa vankanta og grófar hliðar þá er Titan Quest ennþá sama góða skemmtunin og hann var fyrir 12 árum. Það hefði verið gaman að sjá Ragnarök aukapakkan með en, Immortal Throne er þó eitthvað. Það hefði verið flott ef þeir hefðu eitt meiri tíma í að hanna leikinn betur fyrir leikjavélarnar, en það hjálpar eitthvað að leikurinn er ódýr í verði á móti.

Vonandi mun þetta leiða til þess að við fáum Titan Quest 2 með öllum þeim nýjungum og möguleikum sem nútíma vélbúnaður bíður uppá og PS4 leikmenn fái fleiri slíka leiki í safnið til að spila.

Einkun: 6 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.