Shenmue I & Shenmue II HD endurútgefnir saman í pakka

Shenmue aðdáendur geta glaðst, um daginn tilkynni Japanska fyrirtækið SEGA að það myndi endur-útgefa Shenmue I & Shenmue II HD pakka fyrir PS4, Xbox One og PC síðar á árinu.

Serían var gríðalega metnaðarfull og byrjaði líf sitt á SEGA Dreamcast og átti að spanna ótal leiki enn endaði bara í 2 með útgáfu á Dreamcast og Xbox og skildi eftir ókláraða sögu sem leikmenn hafa beðið í mörg ár eftir að sjá lokin á. Shenmue 3 er eimmit í framleiðslu núna eftir velheppnaða Kickstarter herferð árið 2015 og safnaði yfir $6 Miljón Dollara.

Leikirnir munu kosta $29.99 eða í kringum 30 pund eða um 3.000 Krónur sem er mjög fínt verð fyrir þessa leiki saman í pakka. PlayStation 4 og Xbox One fá áþreifanlega útgáfu en PC verður bara stafræn.

Fyrirtækið D3t Ltd. mun vinna að þessari útgáfu og hefur áður unnið af leikjum eins og Killzone: Shadow Fall, LawBreakers, The Witcher 3: Wild Hunt ofl. Svo ágætis reynsla þarna. Pakkinn mun styðja við Achievements og Trophies á viðeigandi stöðum ásamt PC.

Viðmót leiksins verður uppfært, leikurinn mun innihalda bæði Japanskt og Enskt tal fyrir leikmenn að velja á milli. Einnig verður í boði klassík og ný stjórnun fyrir leikinn.

Myndgæði leikjanna batna talsvert í 1080p upplausn og gerir leikinn skýrari en áður hefur sést á myndunum hér fyrir neðan.