E3 2018 kynning Bethesda

Bethesda E3 2018 Kynning

Bethesda hefur haldið árlega kynningu síðustu 4 árin og kynnt hvað þeir hafa verið að gefa út. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu árin með kaupum á fyrirtækjum eins og id Software, Arkane Studios, Tango Gameword og Machine Games og eru 10 fyrirtæki innan vébanda þess í dag.

Aftur er sýnt myndband sem fjallar um fólkið sem vinnur í fyrirtækinu og kringum leikina sem það hannar. Fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og ástríða fyrir leikjum. Framtíðin er eitthvað sem þeim er hugleikinn

Rage 2

Andrew MK mjög kjánalegur gaur í hvítu kemur á sviðið og spilar lifandi útgáfu af laginu sem er í trailernum fyrir Rage 2.  Líklega heldur hann að hann sé meðlimur í AC/DC eða eitthvað slíkt, við erum ekki alveg vissir þá.

Fyrir sýninguna hafði eimmit verið lekið fréttum af Rage 2 af Wallmart í Kanada, sem fékk eimmit gott skot á sig á kynningunni. Leikurinn er unnin af Sænska fyrirtækinu Avalanche Studios og id Software sem gerðu fyrsta leikinn. Leikurinn lítur út fyrir að vera blanda af Fallout og Mad Max. Heppilegt að Avalanche gerðu Mad Max leikinn árið 2015 sem var mjög góður að okkar mati.

Leikurinn var sýndur og hann virðist vera mikklu opnari en Rage 1, eitthvað sem var mikið kvartað undan hve línulegur hann var. Rage 2 heldur áfram baráttunni gegn Authority hernum sem vill ná völdum í heiminum og þeim auðlindum sem lofsteinnin sem eyddi lífi á Jörðinni skildi eftir sig.

Þeir laumuðu auglýsingu fyrir Rage 2 – Limited Edition af leiknum inni í trailerinn. Markaðssetningin á fullu þarna 🙂

Leikurinn virðist ætla að vera gott “dumb fun” og kemur hann út vorið 2019.

The Elder Scrolls Legends

Spila leikurinn The Elder Scrolls Legends var kynntur og talað um þær viðbætur við leikinn. Mjög bráðlega mun koma út stór útlits uppfærsla fyrir leikinn. Staðfest var útgáfa af leiknum fyrir Xbox One, PS4 og Nintendo Switch, og hægt er að færa árángurinn frá iOS/Android/PC yfir á nýju vélarnar.

The Elder Scrolls Online – Summerset

ESO var að fá nýjan aukapakka um daginn sem bætti við Summerset svæðinu sem hefur ekki verið hægt að spila í síðan í fyrsta Elder Scrolls leiknum. Yfir 11. Miljón manns hafa spilað leikinn og um Miljón á síðasta ári. Þetta er flottur viðsnúningur á leik sem átti mjög erfitt uppdráttar þegar hann kom út fyrst árið 2014.

Næsta viðbótar efni fyrir leikinn heitir Wolfhunter og einblýnir á Varúlfa. Í haust kemur síðan út sögu pakki sem ætti að gleðja þá sem spila sem eðlutegundin Argoninans.

DOOM: Eternal

Fáum að sjá blóðugan og grimman trailer sem getur bara þýtt eitt. Og það er meira af DOOM. Leikurinn frá 2016 var tær snilld og kom mikið á óvart, sérstaklega eftir vandræðin um framleiðslu hans. Leikurinn kom út fyrir Nintendo Switch í fyrra og kom vel út.

Betri vopn, fleiri djöflar, eyðilegging á Jörðinni, allt er þetta hluti af nýja leiknum. QuakeCon í Ágúst mun verða vetvangurinn fyrir nánari kynningu af leiknum og var þessi stutti hluti bara til að gera fólk spennt.

Quake Champions

Fyrir utan Doom, þá er Quake einn af kjarna titlunum sem id Software hafa verið þekktir fyrir. Quake Champions er búin að vera í þróun og prófunum í þó nokkurn tíma á PC sem fólk hefur getur prufað. Það er lofað nánari vinnu að gera leikinn vænan fyrir “e-sports” keppnir í heiminum.

Í viku er hægt að prufa leikinn frítt til að sjá hvernig fólki líkar, þeir sem sækja leikinn á þessum tíma geta síðan haldið áfram að spila þegar vikunni líkur. Eimmit slæmt að upplifa einn af “Öfum” skotleikjann í fyrsta sinn eða á ný og sjá hvort að maður kann þetta ennþá.

Prey

Það var búið að vera að stríða einhverju nýju og spennandi fyrir Prey leikinn sem kom út fyrir ári síðan. Í dag kemur út ný uppfærsla sem bætir við New Game+, Story mode og Survival Mode. Eitthvað sem ætti að gera nýja og endurtekna spilun á leiknum spennandi.

Nýtt DLC, Mooncrash kemur út fyrir leikinn á næstunni sem bætir við nýrri spilun og gerist á Tunglinu. Virkar hálf partinn “Rogue like” þar sem hvert dauðsfall kennir þér nýjan hluti og hjálpar þér að sleppa vonandi loksins.

Typhon Hunter setur leikmenn í hlutverk Typhoon á meðan aðrir leikmenn eru Mimics og þarf hann að reyna að finna út hvar þeir fela sig og ganga frá þeim. Einnig verður hægt að spila þessa viðbót í sýndarveruleika tækni.

Wolfenstein: Youngblood

Leikurinn segir frá tvíburadætrum BJ Blazkowicz og veður hægt að spila í gegnum hann einn eða í Co-op með vini. Gerist 1980 í París og kemur út á næsta ári, ætli þetta verði smærri leikur í anda Old Blood eða verði leikur nr.3?

Dætur Blazkowicz, Jess og Soph eru að leita föður sínum í París og meðan hún er yfirfull af Nasistum. Hægt er að sjá í myndbrotinu þær í búningi svipað og faðir þeirra notaði í New Colossus.

Wolfenstein II: The New Colossus mun koma út fyrir Nintendo Switch, þann 29. Júní næsta. Leikurinn kom út á PC og PS4/XBox One í fyrra.

Sýndarveruleikinn mætir til leiks í Wolfenstein: Cyberpilot. Þetta verður stök upplifun og fara leikmenn í fótspor hakkara sem notar tæknina til að murka lífið úr Nasistunum í París með að nota þeirra vopn gegn þeim.

Skyrim – Very Special Edition

Todd Howard gerir smá grín af hve mikið af stöðum The Elder Scrolls V: Skyrim er fáanlegur á. Skyrim á Amazon Alexa, etcha scetch, ískápa og auðvitað pagers.

Fallout 76

Fallout 76 er stóri leikurinn frá fyrirtækinu þetta árið sem á að vera fjórum sinnum stærri en Fallout 4. Leikurinn gerist á undan öllum öðrum í seríunni og segir frá þeim sem koma úr Vault 76 í Vestur Virginu fylki. Hvelfingin er nefnd eftir 300 ára afmæli Bandaríkjanna og er tákn um þá endurreisn sem á að eiga sér stað eftir að sprengjurnar hættu að falla í kjarnorkustríðinu.

Leikmenn eyða 25 árum í hvelfingunni í bið eftir “endurheimtunardeginum” þegar hvelfingin opnar og fólk á að fara uppá yfirborðið og byrja að byggja upp á ný heiminn. Fólkið þarna átti að vera samansafn af þeim bestu og gáfuðustu safnað saman til að koma siðmenningunni af stað á ný.

Howard talar um vinnuna að byggja upp grafíkvél leiksins og þá auknu nákvæmni sem er í boði. Þjóð og ýkjusögum er gerð skil í leiknum og munu sum af skrímslum leiksins vísa í það. Eins og fólki grunaði þá er Fallout 76 eingöngu á netinu og það fólk sem þú mætir úr hvelfingunum eru aðrir leikmenn. Það er þó hægt að spila enn og eru leikmenn ekki neyddir að spila með öðrum.

Opin heimur og “survival” leikur er eitthvað sem hafa horft til á þeim fjórum árum sem leikurinn hefur verið í vinnslu. Þetta er þó ekki eins og MMO leikur þar sem hundruðir eru saman í heiminum, meira tugur að sögn Howard.

Byggingar hluti Fallout 4 hefur verið súpaður upp og hægt verður að færa byggingar sínar á milli staða. Leikmenn geta komið yfir kjarnorkuvopn og valdið usla með þeim í leiknum.

Það verður Beta fyrir leikinn. Break-it Early Test Application mun hún heita, sem er nokkuð viðeigandi. Verður líklega kynnt nánar síðan, búmst við við.

Power Armor Special Edition af leiknum mun innihalda kort sem glóir í myrkri, fígúrum, og auðvitað virkan Vault-Tec Armour hjálm. 14. Nóvember er síðan útgáfudagurinn fyrir gripinn

Fallout Shelter

Fallout Shelter kemur út í dag á PlayStation 4 og á Nintendo Switch, leikurinn hafði komið út áður á PC, iOS, Xbox ofl staði fyrir um árum eimmit eftir að hafa verið óvænt kynntur á E3 2015 kynningu Bethesda.

The Elder Scrolls: Blades

Er nýr leikur sem lofar flottri grafík og auðveldri spilun. Hægt verður að spila leikinn bæði með símann bæði venjulega eða til hliðar. Abyss er endalaus dýflissa þar sem takmarkið er að komast sem lengst. Arena er bardaga svæði. Town er nafnið á söguhluta leiksins. Hægt verður að byggja upp bæinn sinn og bæta hann ásamt að heimsækja bæi sem vinir þínir búa til.

Þeir stefna á að gefa út leikinn fyrir síma, spjaldtölvur, pc, leikjavélar og sýnarveruleika og munu allar þessar útgáfur tengjast og vinna saman. Mun koma út frítt í haust.

Hvað kemur svo næst?

Howard staðfesti að þeir eru að vinna að glænýjum leik fyrir næstu kynslóð véla sem er eitthvað sem þeir hafa ekki gert áður í um 25 ár. Leikurinn heitir Starfield og virðist vera vísindarskáldskaps leikur.

Loksins staðfesti hann að leikurinn á eftir því er það sem allir eru búnir að vera biðja um svo mikið um. The Elder Scrolls VI. Það er örugglega ófáa ár í þennan og ekki fyrr en á næstu kynslóð, en það er þó virkilega gott að fá þetta loksins staðfest.

Hluti af þessu efni birtist fyrst hjá Nörd Norðursins.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.