E3 2018 kynning Microsoft

Í vikunni hélt Microsoft sýna árlega E3 kynningu þar sem var farið í gegnum útgáfuna næsta árið og hvaða plön þeir hafa. Það var óvenjuleg þétt dagskrá hjá fyrirtækinu þetta árið og ljóst að Microsoft ætlaði sér að mæta með nóg af leikjum til að svara þeirra gagnrýni síðustu árin um skort á þeim.

Fjörið byrjaði á dularfullri plánetu fullri af lífi og dularfullum rústum, eftir smá tíma sjáum við fyrstu merki um veru manna þarna. Hermenn leiðast saman upp hæð og á hæðinni glittir í hjálm Master Chief úr Halo leikjunum. Myndavélin pannar úr og við sjáum að þeir eru staddir á Halo hring,  Leikurinn virðist gerast í stórum heimi, meira en hefur sést áður. Leikurinn heitir Halo: Infinite og keyrir á Slipspace Engine. Ekki ólíklegt að þetta sé hliðar Halo leikur útfrá þessu.

Nýjar áherslur Microsoft –

Phil Spencer steig á svið og lofaði 50 leikjum á sýningunni og 18 sem eru bara fyrir Xbox og þá líklega Windows 10 einnig og 15 kynningar á leikjum sem hafa hvergi sést áður. Xbox Game Pass er rætt nánar og auðvitað til að veiða fólk í áskriftarþjónustu Microsoft. Fast Start er ný tækni sem á að leyfa fólki að geta byrjað að spila leikinn fyrr þegar þeir eru sóttir af netinu en áður. The Division og The Elder Scrolls Online: Tamriel Unlimited bætast við í dag ásamt Fallout 4.

Framtíðar áætlanir fyrirtækisins eru ræddar og talar Spencer um fjárfestingar í gervigreind, “cloud” tækni, möguleikann að spila leikin á farsímun og spjaldtölvum í sömu gæðum og í tölvunum, það er verið að vinna að nýrri Xbox leikjavél, eitthvað sem kemur fáum á óvart.

Fyrirtækið bætti við þremur nýjum stúdíóum í safn sitt til að auka við leikjaútgáfu þeirra á leikjum sem er bara hægt að fá á Xbox og Windows 10. Phil Spencer staðfesti að þeir hafa keypt Undead Labs hönnuði State of Decay og Playground Games hönnuði Forza Horizon, sem er sagt að séu að vinna að nýjum Fable leik. Stóra bomban er að þeir hafa eignast Ninja Theory hönnuði Hellblade: Senua’s Sacrifice. Compulsion Games hönnuðir We Happy Few hafa einnig bæst við í hóp Microsoft og ætti þetta vonandi að fylla uppí það stóra skarð sem hefur lengi verið á útgáfu Microsoft og þeirra trausti á 3rd party leikja útgáfu og samningum um að vera fyrstir með visst niðurhals efni.

Sekiro: Shadows Die Twice

Næst er komið af fyrsta sýnishorni úr leiknum Sekiro: Shadows Die Twice sem fólk var að veðja á að væri Bloodbourne 2 þegar hann var fyrst kynntur. Leikurinn er frá From Software og gefin út af Activision. Gerist í Japan og sýnir hetju sem missir hendina og fær dularfulla hendi í staðinn sem leyfir honum að grípa sig áfram og óvini. Þetta er klárlega Souls tegund af leik og líklega og leikmenn munu deyja mjög oft áður en endirinn kemur. Hidetaka Miyazaki mun leiða vinnuna á leiknum, hann leiddi vinnuna að Dark Souls, Dark Souls 3 og Bloodbourne meðal annars.

Forza Horizon 4 – 

Forza Horizon 4 mætir til leiks á ný og er heimurinn mjög stór og mun gerast í Bretlandi þar sem árstíðirnar breytast reglulega og munu hafa áhrif á spilun leiksins.  Hægt er að sjá fólk notast við nýju fjarstýringu Microsoft sem er hægt á nota á margvíslega vegu fyrir þá sem eiga við fötlun og geta ekki notað hefðbundnar fjarstýringar. Hægt verður að spila saman í opnum stórum heimi, hægt verður að spila í 60 fps á Xbox One X. Laufblöð byrja að falla í salnum þegar þeir byrja að ræða úr árstíðirnar í leiknum, vonum að þeir geri ekki hið saman við snjóinn. Það á að vera auðveldara en áður að spila saman og munu allir leikmenn upplifa árstíðirnar á sama tíma. Með snjó og ís breytist umhverfið og hvert er hægt að keyra um. Það eru viðburðir í heiminum sem gerast reglulega og færa verðlaun fyrir leikmenn. Hver árstíð mun færa nýja viðburði og keppnir til að taka þátt í. Kemur út 2. Október á þessu ári og er hluti af Games Pass við útgáfuna.

ID@Xbox

ID@Xbox leikir fá sýnishorn Outer Wilds, Afterparty, Kingdom Two Crowns, The Golf Club 2019, Warhammer: Wermintide 2, Fringe Wars, Below, Conqueror’s Blade, Raking, Raji an Ancient Epic, Planet Alpha, Super Meatboy Forever, Islands of Nyne: Battle Royale, Sable, Harold Halibut, Bomber Crew, Children of Morta, The Wind Road, WarGroove, Generation Zero, Dead Cells og Ashen.  Indie leikir eru fá á ný gott sviðsljós og eru slíkir leikir fín viðbót í leikjaflóruna fyrir alla.

Metro Exodus –

Metro: Exodus mætir með nýtt sýnishorn og núna leikur yfirborð heimsins stærra hlutverki en áður. Ekki leiðinlegt að heyra smá Massive Attack tóna í trailernum. Kemur út 22. Febrúar sem virðist ætla að verða stór og dýr dagur fyrir veski leikjaunnenda. Hinn eyðilagði heimur Metro er stærri og grimmari en nokkru áður og verður gaman að sjá hvert þessi leikur fer með seríuna.

Dying Light 2 –

Dying Light 2 mætir með heim sem hefur farið ílla út úr uppvakningunum úr fyrri leik. Heimurinn er í rúst er staddur í “nútíma miðöldum” þar sem fólk þarf að hafa sig alla við að draga fram lífið. Chris Avallone kemur á sviðið og talar um hvernig ákvarðanir leikmanna munu hafa áhrif á heiminn sem þú spilar í. Nokkur djörf af blanda saman Parkour spilun við RPG. Fylkingar ráða í borginni og þurfa leikmenn að eiga við þær. Í einu verkefni sem var sýnt þá þarf persónan að hjálpa við að koma vatni til fólksins og hópsins sem stjórnar. En þetta mun hfa misgóðar afleiðingar fyrir þig of fólkið í borginni. Það er síðan sýnt hvað gerist ef þú velur hinn valkostinn og vinnur með fólkinu sem stal vatns aðganginum.

Gears heimurinn stækkar

Gears of War pop fígúrur koma á skjáinn og mæta á iOS og Google PlayStore í nýjum leik sem heitir Gears Pop. Gears Tactics mætir á PC í herkænsku leik í anda Xcom leikjanna. Rod Ferguson hjá Coallition Studios staðfestir að þeir eru að vinna að Gears of War 5. Cade, JD Fenix og Marcus Fenix mæta nýrri ógn og kanna ný leyndarmál. Umhverfin eru fjölbreytt og má sjá frumskóga og kalda vetrar heima. Locust óvinirnir hafa breyst og virðast innihalda blöndu af tækni í sér.

Crackdown 3 –

Crackdown 3 er sýndur leikarinn Terry Crews raddar hasarinn og segir fólki hvað verður hægt að gera í leiknum. Hasar og eyðilegging er aðalmálið klárlega, mun vera hluti af Game Pass þegar hann kemur út í Febrúar á næsta ári. Vonandi seinkar leiknum ekki mikið meira.

Cyberpunk 2077

Skjárinn truflaðist og var “hakkaður” eftir smástund byrjaði sýnishorn úr nýjasta leik CD Project Red, Cyperpunk 2077 og var sýndur flottur trailer sem gefur góða hugmynd af þeim tækniheimi sem leikurinn gerist í. Hann byggir á Cyberpunk D&D hlutverka kerfinu sem margir halda uppá. Að fá svona stóran leik í þessum heimi er mjög spennandi, engin dagsetning var gefin sem er ekki óviðbúið fyrir svona metnaðarfullan leik. Ætti að skila sér á PC, Xbox One og PS4 þegar hann kemur, nema að hann færist eitthvað til í nýrri vélarnar eða bæði.

Örfrétta pakki:

 • PUBG sýnir hasarinn og nýju borðin sem eru að koma út fyrir hann. War Mode er ný viðbót fyrir leikinn. Næsta vetur virðist koma vetrarborð.
 • Tales RPG leikirnir eru að koma aftur, Tales of Vesperia: Definitve Edition kemur með uppfærðum leik og nýjum viðbótum.
 • Hjólabretta leikur er sýndur og er fólk að vonast eftir að þetta sé Skate 4 sem var hvergi sjáanlegur í gær á kynningu EA. Er þó ekki það, heldur heitir leikurinn Session, það var ekkert meira gefið út um hann eða hver er að gefa hann út.
 • MMO-RPG leikurinn Black Desert byrjar með betu í haust.
 • Tunic er ævintýra leikur í anda upprunalega The Legend of Zelda og lítur hann út eins og teiknimynd, er gerður af einum manni í Kanada.
 • Battletoads mætir á ný til leiks á næsta ári sem er annars ekkert sagt um annað en hann kemur á næsta ári.
 • Sea of Thieves sjóræningja leikur Rare og Microsoft fær nýtt efni í formi Curse Sails í Júlí og Forsaken Shore í September. Vonandi verður þetta til að hjálpa við að fylla uppí leik sem er frekar þunnur eins og er.
 • Battlefield V fékk stutt sýnishorn sem gerðist í Noregi og sýndi þá andspyrnu sem Þjóðverjar mættu þegar þeir hernámu landið.
 • Kingdom Hearts 3 mun verða fyrsti leikurinn í seríunni sem kemur út fyrir Xbox. Hetjur leiksins eru staddir í Disney heim Frozen teiknimyndarinnar. Wreck it Ralph, Herkúles, Toy Story  og Tangled koma einnig við sögu og líta virkilega vel út. Kemur út 29. Janúar næst komandi.
 • Gearbox Software mun gefa út We Happy Few, leikurinn virðist vera að fá meiri sögu en var í honum þegar hann byrjaði í preview prógrammi Ms. Sjöundir áratugurinn í Bretlandi með hressilegri sýru og ofbeldi, er eitthvað sem heilaði marga þegar hann var kynntur, en þegar þeir spiluðu leikinn var ekki mikið af henni. Aukinn vinna virðist hafa hjálpað mikið til. Leikurinn kemur 10. Ágúst.
 • Rico Rodriqugez mæti aftur til leiks í Just Cause 4 sem fréttir láku út fyrir stuttu um. Hann þarf að eiga við Black Hand herinn sem ógnar fólki. Bílar, þotur, bátar, jetsky og hvirfilbylir koma allir við sögu. Það má búast við nóg af sprengingum og hasar þegar hann kemur út 8. Desember á þessu ári.
 • Nýr leikur frá Life in Strange framleiðendunum DotNod. Kemur út 26. Júní og er frír til niðurhals. Segir frá ungum strák með mjög mikið ýmindunarafl sem virðist búa við erfiðar aðstæður. Honum dreymir að vera ofurhetjan The Awesome Adventures of Captain Spirit.
 • Einn af bestu leikjum síðasta árs, Nier: Automata mætir í sumar í uppfærðri útgáfu með öllu niðurhalsefni sem hefur komið út fyrir hann.
 • Ori and the Blind Forrest var einn af betri leikjunum sem kom út fyrir Xbox One í byrjun lífstíma hennar. Nýji leikurinn heitir Ori and the Will of the Wisps og er jafn fallegur og sá fyrri og ætti að verða önnur flott “Metroid-Vania” tegund af leik.

Hluti af þessu efni birtist fyrst hjá Nörd Norðursins.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.