E3 2018 kynning Sony

Japanski tækni risinn Sony hélt sína árlega E3 kynningu og kynnti hvað er framundan fyrir PlayStation leikjavélina. Þetta árið var áherslan lögð nær eingöngu á fjóra leiki; The Last of Us Part II, Ghost of Tsuhima, Spider-Man og Death Stranding.

The Last of Us Part II byrjaði kynninguna með kröftugu sýnishorni sem bæði sýndi úr sögu leiksins ásamt spilun hans. Ef þið voruð að vonast eftir að Ellie úr síðasta leik ætti betri tíma framundan þá er spurning að grípa í bangsann til að halda um á meðan trailerinn rúllar.

Samkvæmt fréttum þó er Ellie eina persónan sem fólk spilar og um Joel úr fyrri leiknum þó sjást í sögunni.

Fyrirtækið Sucker Punch hefur hingað til fyrir einna þekktast fyrir Sly Cooper og inFamous leikina þeirra. Með Ghost of Tsuhima þá er fyrirtækið að fara á nýjar slóðir. Leikurinn gerist á Japanskri eyju þegar Mongólar ráðast á hana. Leikurinn er opin og gríðalega fallegur og minnti pínu á The Witcher 3 þegar við horfðum á sýnishornið.

Að margra mati þá hefur ekki verið góður Spider-Man leikur síðan á PlayStation 2. Það er margt rétt við þá athugasemd, Insomniac Games vonast til að bæta úr því sem nýjasta leik þeirra sem kemur út núna í byrjun September. Marvel’s Spider-Man er að líta vel út og ætti vonandi að verða góð skemmtun í haust.

Maður er enn pínu að klóra sér í hausnum eftir að hafa horft á nýjasta sýnishornið fyrir Death Stranding frá Hideo Kojima. Það var ekki annað en hægt að hugsa til Íslands þegar við sáum persónuna sem leikarinn Norman Reedus (úr Walking Dead) leikur, labba um. Leikurinn er hrikalea flottur og vægast sagt sýrður og maður er með 10 fleiri spurningar um leikinn eftir á.

Inn á milli fengum við að sjá úr nýjum leik frá Finnska fyrirtækinu Remedy sem eru þekkastir fyrir Max Payne og Alan Wake leikina. Leikurinn þeirra heitir Control og er þriðju persónu hasar leikur sem virðist ætla að verða forvitnilegt dæmi.

Capcom kom öllum á óvart með þrusuflott sýnishorn úr Resident Evil 2 sem ætlar að verða ein af betri og flottari endurgerðum sem maður hefur séð í þó nokkurn tíma. Kemur út þann 29. Janúar á næsta ári.

Fengum að sjá meira úr Kingdom Hearts III frá Square-Enix, nú var sýnt úr Pirates of the Caribean heiminum.

Það er að koma framhald af Nioh, þarf að ræða það eitthvað nánar?

Sony kom með óvæntan glaðning fyrir þá sem eru með PlayStation Plus áskrift í formi eintaks af Black Ops 3 á PS4, erfitt að kvarta undan fríum leik.

Hérna fyrir neðan er svo smá samansafn af nokkrum sýnishornum úr ýmsum leikjum sem voru kynntir í kringum E3 sýningu Sony og á netinu.

Þetta var sérstök kynning hjá Sony þetta árið, það var minna um glys og glans enn hefur verið áður í gegnum árin. Einnig var minna um leiki og lítið minnst á Indie leiki og PlayStation VR hjá þeim.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.