E3 2018 kynning Ubisoft

Ubisoft E3 2018 Kynning

Franska fyrirtækið Ubisoft hélt árlegu E3 kynningu sýna í Los Angeles og eins og síðustu ár þá var nóg af efni að sjá. Helsta sem vantaði að okkar mati voru engar fréttir um nýjan Splinter Cell leik.

Dansandi Pandabjörn ásamt lúðrasveit og dansandi fólki byrjaði sýninguna, þetta er ekki Ubisoft kynning án einhvers skringilegra kafla. Fjörið byrjaði fyrir utan salinn sem Ubisoft hélt kynninguna og endaði í salnum með áhorfendunum sem biður spennt eftir leikjakynningunum. Auðvitað tengdist þetta hinum gríðalegu vinsælu seríu þeirra Just Dance. Nýji leikurinn Just Dance 2019 kemur út næsta vetur.

Geimóperan Beyond Good and Evil 2

Beyond Good and Evil 2 er leikur sem er lengi búið að bíða eftir, við fáum að sjá flottan Cgi trailer sem sýnir persónur og heim leiksins. Geimskip svífur um íshringi í kringum Plánetu. Sprenging verður í beltinu sem varpar íssteinum í átt að skiptinu og úr þokunni kemur risasstórt skip sem ræðst á hetjur leiksins, og úr því kemur óvænt hetja síðasta leiksins Jade, og hún virkar vægast sagt reið. Leikurinn er unnin af stúdíóm Ubisoft í Montepillier, Bulgaría og

Leikurinn á að verða stór og opin og var sýnt stutt myndbrot úr Alpha útgáfu leiksins. Fólk mun geta hjálpað til við hönnun leiksins og grafík í honum. Hollywood leikarinn Joseph-Gordon Lewitt mætir á sviðið og talar um fyrirtækið sitt Hit-Record sem vinnur að tónlist fyrir leikinn, fólk mun vinna saman með fyrirtækinu að tónlist fyrir leikinn og hönnun hans. Virkilega flott að sjá þetta og verður gaman að sjá hvað kemur út þessu.

RainbowSix: Siege

Eftir brösugt gengi þegar leikurinn kom fyrst út, þá hefur leikurinn vaxið gríðalega mikið og inniheldur um 35 Miljón leikmenn. Mikið af þessu hefur að segja að hve vel Ubisoft hefur stutt við leikinn og bætt hann með gríðalegu magni af fríu efni.

E-Sports senan hefur síðan hjálpað mikið til að stækka við leikinn og er með regluleg mót sem laða að fólk. Ekki sakar síðan að það eru góð verðlaun í boði fyrir fólk sem tekur þátt.

Ubisoft sýndi úr heimildarmynd sem fylgdi eftir 8 e-sports liðum og verður hún gefin út í Ágúst á mótinu í París.

Finnskt brjálæði í Trials Rising

Mjög stór og klunnalegur skeggjaður náungi í Evel Knievel búningi mætir á svæðið og kynnir Trials Rising. Nýjastra leikinn í slysa og mótorsports seríunni Finnska fyrirtækisins RedLynx. Borðin eru stærri en áður og auðvitað nóg af sprengingum og leiðum til að brjóta allt það sem er hægt að brjóta í líkamanum.  

Kemur út í Febrúar á næsta ári á PC, Xbox One, PS4 og í fyrsta sinn á Nintendo Switch.

The Division 2 stefnir á að bjarga Bandaríkjunum.

Stóri leikurinn þetta árið hjá þeim var The Division 2 frá Sænska fyrirtækinu Massive. Sex mánuðum eftir veiruna sem rúsaði Bandaríkjunum fara leikmenn í fótspor Division útsendara sem þarf að eiga við lögleysuna í Washington D.C. þar sem landið sjálft barmar á borgarastríði.

Þegar leikmenn eru búnir með sögu leiksins þá opnast fyrir nýja klassa til að spila sem ásamt nýjum vopnum. Í fyrsta sinn er hægt að spila allt að átta saman og í fyrsta sinn koma Raids í leikinn. Þeir lofa nýju efni næstu árin, og byrjuðu að útlista fyrsta árið. Það koma út 3 aukapakkar fyrir leikinn og þeir verða algerlega fríir sem ætti að halda fólki enn betur saman en var með fyrri leikinn.

Það verður beta fyrir leikinn sem verður kynnt nánar síðar. Leikurinn sjálfur kemur 19. Mars 2019 á PC, Xbox One og PlayStation 4.

Mario+Rabbids: Kingdom Battle -Donkey Kong Adventure

Ubisoft heldur áfram samvinnu við Nintendo og nú með Donkey Kong og brengluðu kanínunum sem voru í Mario Rabbids í fyrra. Leikurinn er litríkur og flottur og virðist byggja á þeirri spilun sem gerði Mario Rabbids svo góðan í fyrra. Við héldum fyrst að herkænsku spilun í anda X-Com myndi ekki ganga upp, en við höfðum rangt fyrir okkur.

Þessi viðbót við Mario+Rabbids: Kingdom Battle kemur út þann 26. Júní á þessu ári.

Sjóræningjar herja á Indlands haf í Skull & Bones

Einn af bestu hlutum Assassin’s Creed IV: Black Flag voru sjó og skipahlutar leiksins. Svo það kom ekki á óvart í fyrra að Ubisoft kynnti Skull & Bones sjóræningja leikinn sinn. Ætli þetta verði betri útgáfa af þessari tengund leiks en Sea of Thieves er búið að vera fyrir Microsoft?

Vinir og óvinir þurfa að standa saman gegn stærri óvinum, nú í Indlands hafi þar sem Karabíska hafið er orðið undirlagt nýlendu herjum Breta og Spánverja. Veður, átök og hörmungar munu hafa áhrif á leikmenn og spilun. Með hverju af þessu munu verða jákvæð og neikvæðar afleiðingar.

Hægt verður að uppfæra skipin og vopn þess, leikurinn virðist vera að keyra á sömu grafíkvél og Assassin’s Creed: Origins sem innihélt flotta sjó og skipahluta.

Hryllings sýndarveruleiki með Hollywood blæ

Leikarinn Elijah Wood mætir á svæðið til að ræða sýndarveruleika leikinn TransferenceVR sem fyrirtæki hans er að vinna í samvinnu við Ubisoft. Það verður einnig hægt að spila leikinn á VR tækni.  Leikmenn rannsaka huga fólks og þurfa að fara í milli þeirra til að komast að dularfullu leyndarmáli. Leikurinn inniheldur blöndu af “Full Motion Video” og hefbundni tölvuleikja grafík. Mjög brenglaðar fjölskylduaðstæður virðast vera kjarninn af matröðinni sem leikurinn er. Kemur út haustið 2018.

Dót og Sci-fi mætast með slettu af Nintendo.

Sci-fi leikur er sýndur, ætli þetta sé leikurinn sem var falinn inn í Watch_Dogs 2? Virðist vera svo. Minnir okkur pínu á hluta af No Man’s Sky. Þetta er dótaleikurinn sem var sýndur í fyrra þar sem leikmenn geta breytt skipum sínum meða að setja á það nýja hluta. Hvort að þessu farnist betur en mörgum öðrum “Toy’s for life” leikjum er erfitt að setja.

Starfox úr Nintendo leikjunum verður í leiknum, þó bara á Nintendo Switch. Shigero Myamoto er í salnum og fær gríðalegt klappa frá salnum. Hann fær gefins eintak af skipi Starfox og fígúru hans.

Starlink: Battle For Atlas kemur út í 16. Október á þessu ári á PC, PS4, Xbox One og Nintendo Switch.

For Honor fær Kínverskan blæ

Eins og með RainboxSix Siege, þá átti hasar leikurinn For Honor pínu erfitt uppdráttar í byrjun, en hefur vaxið og dafnað með góðum stuðningi Ubisoft. Til þess að næla í enn fleiri þá eru þeir að gefa Starter útgáfu leiksins frítt á PC þessa vikuna á uPlay þjónustu sinni.

Nýjar hetjur mæta til leiks í formi Kínverskra hermanna, þetta ætti að hleypa auknu lífi í leikinn. Viðbótin kallast Marching Fire og inniheldur 4 nýja hermenn með Kínversku fylkingunni.  

Hægt verður að herja á kastala núna með öllu tilheyrandi vopnum og hasar. Marching Fire kemur út 16. Október.

The Crew 2 komin í ráspólinn

Bílaleikur Ubisoft er alveg að bresta á og mun koma út í lok Júní mánaðar og verður opin beta fyrir leikinn frá 21. Júní á PC, Xbox One og PS4 og er hægt að forhlaða henni niður núna.

Viðbótin af flugvélum og bátum opnar mikið upp spilun leiksins og ætti að innihalda eitthvað fyrir þá sem vilja fara hratt.

Assassin’s Creed: Odyssey fer til forna Grikklands

Að AC serían væri á leið til Grikklands lak út rétt fyrir byrjun E3, leikurinn byggir á opnum heimi sem AC: Origins kom með til leiks í fyrra í Egyptarlandi. Origins var það spark í rassinn sem serían þurfti, hvort að það sé endilega gáfulegt að gefa út þennan svo stutt eftir á er erfitt að setja til um núna.

Leikurinn er hannaður síðustu 3 ár af Ubisoft Québec svo það er annað aðalið en var með Origins, þetta er eitthvað sem Ubisoft hefur gert í gegnum árin, enda nóg af stúdíóm undir hatti þeirra. Hetja leiksins er annað hvort karl eða kvennkyns, eitthvað sem var hægt að hluta í Assassin’s Creed: Syndicate þar sem persónu leiksins voru systkyni. Núna er hægt að fara í gegnum allan leikinn sem annaðhvort.

Frægar persónur úr sögunni eins og Sókrates koma við sögu, það er meira um RPG hluta í sögunni og hægt að fara með samtölin meira í anda t.d Mass Effect með mögulegum rómantískum blæ.

Það eru stærri orrustur en hefur verið áður, og ætti það að gefa hasarnum epískari anda. Gripurinn kemur út 5. Október á þessu ári.

Hluti af þessu efni birtist fyrst hjá Nörd Norðursins.

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.