Pro Evolution Soccer 2015

pes-2015-box-art-ps4_1024.0

Framleiðandi: PES Productions
Útgefandi: Konami
Útgáfudagur: 13.11.2014
Útgáfa spiluð: PS4
Heimasíða: http://pes.konami.com/

Kynning:

Það er ekki annað en hægt að segja að Pro Evolution Soccer sería Konami hafi ekki átt góða tíma á PlayStation 3. Stökkið frá PlayStation 2 sem serían gnæfði yfir FIFA sería EA sem þótti of einföld á þeim tíma.

Eftir að EA Sports byrjuðu að taka PES seríuna alvarlega og herma eftir bestu hlutum andstæðingana byrjaði FIFA serían að taka stór stökk í gæðum á hverju ári. Þegar PS3/Xbox 360 kynslóðin byrjaði þá var EA á siglingu og á sama tíma virtist Konami ekki alveg vera að kveikja á perunni hvernig ætti að taka stökkið frá PS2 yfir til PS3.

Í langan tíma á PS3 leit PES enn út eins og PS2 leikur á meðan FIFA leit talsvert betur út, bæði var grafíkin einföld, síðan var spilun leiksins stíf og lítið breytt.

Síðan þá hefur margt breytast og núna erum við komin á nýja kynslóð leikjavéla og PES keyrir á glæ nýrri grafíkvél sem kallast FOX Engine og ætti að vera þeim sem hafa spilað Metal Gear Solid V: Ground Zeroes vel kunnug.

Spurningin er, hefur PES náð að rífa sig upp úr þeim lægðardal sem hann hefur verið í á síðustu kynslóð og á hann möguleika gegn risanum sem er FIFA?

2585710-pes2015_konamistadium_shot_1_1404378154

Grafík og Hljóð:

Eins og áður hefur komið fram þá keyrir leikurinn á nýrri vél og ég verð að segja að það var kominn tími á að Konami uppfærði þennan hluta leiksins.

Leikmenn líta almennt frekar vel út og sérstaklega þeir sem þekktastir eru, aðrir óþekktir koma ekki alveg eins vel út. Áhorfendurnir líta frekar einfaldlega út og gætu þess vegna verið arfleið síðustu kynslóðar.

Leikurinn á stundum í vanda með að halda nógu góðum fps (ramma hraða) og gerist það helst þegar er spilað á netinu. Það er tengt netspilun þinnar eða andstæðingsins og ætti vonandi verið hægt að slípa með tímanum.

John Champion og Jim Beglin sjá um lýsinguna þetta árið og verður að segja að þeirra lýsing er jafn þurr og ristað brauð án smjörs eða osts. Sumir leikmenn líta síðan pínu asnalega út og hár þeirra enn verr. Allt þetta er þó hlutir sem í eðli sínu skipta minna máli ef að spilun leiksins er góð.

Það sem mætti kannski helst nefna að Konami mætti fyrir næsta leik aðeins slípa betur til viðmót leiksins og þau skref sem þarf að klára til að gera einfalda hluti. 

gaming-pes-2015-screenshot-6

Spilun:

Þar sem að leikurinn skín að mínu mati er í spilun hans og gervigrein tölvunnar gegn manni í spilun. Sú fína stjórnun sem þú hefur á leikmanninum gerir það að verkum að þegar þér tekst upp að fljóta í gegnum vörn andstæðingsins og skora glæsilegt mark framhjá markmanninum sem hefur varið frábærlega allan leikinn, þá verður markið enn sætara. Þetta er eimmitt eitthvað sem gerði seríuna svo góða á PlayStation 2 dögunum, leikurinn var kannski pínu erfiðari en FIFA en þegar maður loksins náði að gera eitthvað flott þá var eitthvað á bakvið það.

Það er auðvitað að finna flottar hreyfingar og litríka takta leikmanna eins og Cristiano Ronaldo, Neymar ofl. Leikurinn passar þó uppá að bara þeir leikmenn sem gætu þetta í raunveruleikanum geta gert það í leiknum. Svo það eru litlar líkur að miðjumaðurinn ykkar í Scunthorpe United taki smá Lionel Messi takta á vellinum.

Með tilkomu endurbættrar gervigreindar leikmanna og Fox Engine vélarinn þá eru leikmennirnir á vellinum miklu raunverulegri í hreyfingum og hvernig þeir bregðast við með og án boltans.

Það er líklega hægt að eyða löngum tíma að ræða hvernig PES 2015 spilast, en ég læt það nægja að það sem maður upplifir í leiknum er eitthvað sem manni finnst alveg geta gerst þegar maður sæti og horfði á leikinn í sjónvarpinu.

Konami hefur klárlega verið að horfa á hvað EA hefur verið að gera síðustu árin með FIFA seríuna og má sjá merki þess víðar í leiknum. Hlutir eins og myClub sem er ekki ólíkt Ultimate Team bara klunnalegri í notkun.

Það sem margir munu sakna helst í PES er að það vantar en eitt árið Ensku úrvalsdeildina og í staðinn fáum við Man Blue (Manchester City) ofl lið. Þrátt fyrir að hinn Þýski Mario Götze er framan á kápu leiksins þá er Þýska deildin heldur ekki í leiknum. Hluta af þessu má auðvitað rekja til tangarhalds EA Sports á leyfunum fyrir þessar deildir.

Í stað þessa hluta þá er PES 2015 dekkfullur af öðrum deildum, keppnum ofl. Má þar t.d. nefna aðra deildina á Spáni og Ítalíu, Argentísku deildinna í heild og með öllum leyfunum, Meistaradeildina, Evrópudeildina og Copa Liberadores, AFC Champions League ofl.

2630131-pes2015_dmm_menu

Ending:

Það þarf sem slíkt ekki mörg orð um endingu leiksins, þetta er íþróttar leikur sem er jafn langur og ítarlegur og fólk er tilbúið að sökkva tíma í. Með öllum keppnunum, deildum og möguleikum bæði á móti tölvunni, vini uppí sófa eða á netinu þá er nóg til að stytta manni stundirnar þangað til að næsta keppnistímabili líkur.

Lokaorð:

Það er gaman að sjá þær breytingar í gæðum sem PES 2015 hefur gengið í gegnum að taka sér frí í fyrra, var líklega ein af betri hugmyndum sem Konami hefur gert fyrir seríuna lengi. Hún þurfti smá endurhönnum og slípun og hefur fótbolta serían aldrei verið betri og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem mér finnst PES vera að komast upp að FIFA á nýju og gera jafnvel hluti sem hann gerir meira að segja ekki.

Leikurinn nær að skapa góða stemningu og búa til andrúmsloft sem er mjög nálægt raunveruleikanum og kann ég vel að meta það sem mikill unnandi Football Manager seríunnar á PC.

Ég bíð spenntur að sjá hvernig PES 2016 verður ef að serían mun halda áfram að batna svona. Kannski er komin tími á gamla PES fílinginn frá PlayStation 2 dögunum á ný.

Einkun: 8 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.