Amnesia: Collection

amnesia-collection_td-605x300

Framleiðandi: Frictional Games/ The Chinese Room
Útgefandi: Frictional Games
Útgáfudagur: 22.11.2016
Útgáfa spiluð: PS4, einnig til á PC
Heimasíða: https://www.amnesiagame.com

Árið 2010 kom út fyrstu persónu hryllingsleikurinn Amnesia:  The Dark Decent á PC og varð fljótlega mjög vinsæll meðal fólks og sérstaklega þeirra sem streymdu sig sjálfan spila leikinn á Twitch og YouTube og eru hluti af “Let’s Play” byltingunni.

Sænska fyrirtækið Frictional Games voru ekki óþekktir að búa til skuggalega leiki og höfðu áður búið til Penumbra leikina sem voru í svipuðum hryllings anda og undir talsvert mikklum áhrifum frá skrifum H.P. Lovecraft. Síðasti leikurinn frá þeim var SOMA sem kom í fyrra og fékk virkilega góða dóma.

tdd_grunt_doorway

Birtan er lífsnauðsynleg

Í The Dark Decent fara leikmenn í fótspor manns að nafni Daniel sem vaknar í stórum og dimmum kastala með engar minningar um hvernig hann komst þangað. Þegar er kannað nánar kastalann og byrjað að lesa dagbæku Daniels þá byrjum við að læra meira um hann og hvernig hann tengist þessum stað. Það er eitthvað dularfullt í skuggunum að elta hann og tekur það vægast sagt á blóþrýstinginn að labba um í myrkrinu í leit að birtu. Birtann er eitthvað sem er mjög mikilvægt í leiknum og spilar geðheilsa Daniel þar við sögu.

Ef þú ert of lengi í myrkrinu þá byrjar skjárinn að breytast og persóna þín að tapa tengslum við raunveruleikann. Til allrar lukku er hægt að finna eldspýtnabox og lampa til að birta upp myrkrið þó ekki nema í stuttan tíma í senn. Hvenær þú notar birtuna og hvenær ekki er einn af lykilhlutum leiksins í spilun. Birtan nefnilega laðar að sér það sem þú ert að reyna að forðast á meðan þú leitar að leið út úr kastalanum.

tdd_fountain

Það eru talsvert brenglaðir hlutir sem maður rekst á í Amnesia.

Það eru síðan þrautir sem þarft að leysa ásamt hluti sem þú finnur á leið þinni í gegnum kastlanum sem geta nýst þér síðar. Stundum er það besta sem þú getur gert, er að finna skáp til að fela þig í tímabundið á meðan skrítnu hljóðin á ganginum fara framhjá þér. Alveg eins og Daniel efast um geðheislu sína þá koma kaflar sem þú efast um vissa hluti og hvort að þeir hafi ávallt verið þannig.

Leikurinn ber því miður alveg það að vera hátt í sex ára gamall á köflum, enn eitt af því sem hefur ekki tapast með aldrinum eða hljóð hönnun leiksins og sú stemning sem hann nær að skapa. Að spila þennan leik í mykri með heyrnatól er hreinlega nauðsyn.

justine_encounter

Justine mun seint horfa á Saw myndirnar.

Amnesia: Justine er viðbót við leikinn sem var gefin út frítt og er stutt og sæmileg viðbót. Leikmenn fara í fótsport Justine sem eins og Daniel vaknar í klefa í kastalanum. Hún þarf að fara í gengum hin ýmsu próf, eitt af því sem leikurinn kemur með nýtt, er “perma-death” eða varanlegur dauði ef þú klúðrar einverju. Þá er lítið annað en að byrja uppá nýtt og reyna að gera betur. Þeir sem hafa séð Saw myndirnar ættu að vera með góða hugmynd hvað er í boði þarna.

Amnesia: A Machine For Pigs er svo framhald fyrsta leiksins og var hannaður af fyrirtækinu The Chinese Room sem hafa áður gert Dear Esther og Everybody’s Gone to the Rapture.

amfp_monster_pig_01

Það er margt hræðilegt sem býr í skuggunum.

Þar er farið í fótsport Oswald Mandus sem er iðnaðarjötunn og uppfinningar maður sem vaknar og þarf að hafa uppá börnunum sínum. Sagan í Machine for Pigs er sögð aðeins þéttara enn í hinum leikjunum í safninu og heldur aðeins meira í hendina á þér enn hinir hlutarnir.

Það er ekki notast við geðheilsu mælirinn í Dark Decent né einblínt  eins mikið á mikilvægi birtunnar. Leikurinn tapar smá þar uppá spilun og andrúmsloftið, en vinnur upp á móti með betri uppsettningu á sögu og heimi.

Leikirnir þrír keyra í 1080p upplausn og reyna að halda 60 fps (rammahraða), sá sem á erfiðara að halda því er Machine for Pigs. En það er ekkert sem truflar mikið spilun leiksins eða hryllinginn sem er í boði. Það hefði verið gaman að sjá grafík leiksins aðeins uppfærðari, en það er skiljanlegt miðað við að fyrirtækið sem bjó hann til er ekki stórt.

Ef þið hafið gaman af hryllingsleikjum þá er gáfulegt að skoða þennan pakka nánar, hann er smá ójafn á köflum og sýnir aldurinn á köflum, en nær samt að hræða mann vel þrátt fyrir það. Það er líka gaman að sjá hvar leikir eins og, Alien: Isolation og aðrir hafa lært af leiknum uppá að skapa andrúmsloft og hrylling.

Einkun: 7,5 af 10 Mögulegum 

Skrifað af: Bumbuliuz ©
Sveinn A Gunnarsson
Öll afritun á texta er stranglega bönnuð nema með leyfi höfundar.